Mancini segir frá hinstu ósk vinar síns Vialli Valur Páll Eiríksson skrifar 12. janúar 2023 08:31 Frægt faðmlag þeirra félaga eftir að Evróputitillinn var Ítölum vís. Getty Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur greint frá síðustu samskiptunum sem hann átti við fyrrum liðsfélaga sinn og vin til margra ára, Gianluca Vialli. Vialli lést eftir baráttu við krabbamein 6. janúar síðastliðinn. Vialli og Mancini kynntust hjá Sampdoria á Ítalíu hvar þeir leiddu framlínu liðsins saman frá 1984 til 1992, þegar Vialli yfirgaf liðið til að semja við Juventus. Þeir voru einnig saman í ítalska landsliðinu á þessum árum en svo endurnýjuðu þeir kynnin í starfsliði Ítalíu á EM í fótbolta þarsíðasta sumar. Vialli og Mancini leiddu línuna hjá Sampdoria um árabil.Getty/Claudio Villa Mancini stýrði Ítalíu þá til Evróputitils og hafði ráðið félaga sinn, Vialli, inn í þjálfarateymið í kringum mótið. Mancini vissi af veikindum hans þegar hann var ráðinn. „Hann talaði aldrei við mig um veikindin fyrr en árið 2019, en þá voru þegar sögusagnir um það og ég hafði heyrt af því frá sameiginlegum vini. Hann sagði mér að hann væri í meðferð vegna þeirra og var alltaf jákvæður,“ „Hann var alltaf baráttumaður, hann lét ekki undan fyrr en undir lokin. Það var hans persónuleiki, hann var stríðsmaður. Ég er stoltur af því að kalla Gianluca vin minn,“ segir Mancini. Hitti hann síðast í desember Vialli hafði þá þegar verið í meðferð vegna krabbameins í brisi þegar Ítalir unnu titilinn á Wembley sumarið 2021. Frægt er faðmlag þeirra félaga eftir að ljóst var að Evróputitillinn færi til Ítalíu. Veikindi Viallis tóku sig upp að nýju á þessu ári og segir Mancini ítölskum fjölmiðlum frá síðasta skiptinu sem hann hitti vin sinn. „Ég fór að heimsækja Luca í Lundúnum í desember, og í hreinskilni sagt var ég örlítið hræddur,“ segir Mancini. „Hann vaknaði, við hlógum og grínuðumst hvor í öðrum, og hringdum í Attilio Lombardo, félaga okkar. Vialli sagði mér: Ég er rólegur, ekki hafa áhyggjur af mér. Hann var sá sem reyndi að hughreysta mig,“ Félagarnir með Evrópubikarinn.Getty/UEFA Þá ræddu þeir einnig ítalska landsliðið og framtíð þess. Vialli vildi sjá liðið bæta fyrir það að hafa misst af nýliðnu heimsmeistaramóti í Katar. „Gianluca sagði mér að við verðum að vinna HM 2026 og að hann myndi vera þar með okkur. Hann mun klárlega vera þar og við vonumst til að tileinka honum frábæran sigur sem allra fyrst,“ segir Mancini. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00 Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Vialli og Mancini kynntust hjá Sampdoria á Ítalíu hvar þeir leiddu framlínu liðsins saman frá 1984 til 1992, þegar Vialli yfirgaf liðið til að semja við Juventus. Þeir voru einnig saman í ítalska landsliðinu á þessum árum en svo endurnýjuðu þeir kynnin í starfsliði Ítalíu á EM í fótbolta þarsíðasta sumar. Vialli og Mancini leiddu línuna hjá Sampdoria um árabil.Getty/Claudio Villa Mancini stýrði Ítalíu þá til Evróputitils og hafði ráðið félaga sinn, Vialli, inn í þjálfarateymið í kringum mótið. Mancini vissi af veikindum hans þegar hann var ráðinn. „Hann talaði aldrei við mig um veikindin fyrr en árið 2019, en þá voru þegar sögusagnir um það og ég hafði heyrt af því frá sameiginlegum vini. Hann sagði mér að hann væri í meðferð vegna þeirra og var alltaf jákvæður,“ „Hann var alltaf baráttumaður, hann lét ekki undan fyrr en undir lokin. Það var hans persónuleiki, hann var stríðsmaður. Ég er stoltur af því að kalla Gianluca vin minn,“ segir Mancini. Hitti hann síðast í desember Vialli hafði þá þegar verið í meðferð vegna krabbameins í brisi þegar Ítalir unnu titilinn á Wembley sumarið 2021. Frægt er faðmlag þeirra félaga eftir að ljóst var að Evróputitillinn færi til Ítalíu. Veikindi Viallis tóku sig upp að nýju á þessu ári og segir Mancini ítölskum fjölmiðlum frá síðasta skiptinu sem hann hitti vin sinn. „Ég fór að heimsækja Luca í Lundúnum í desember, og í hreinskilni sagt var ég örlítið hræddur,“ segir Mancini. „Hann vaknaði, við hlógum og grínuðumst hvor í öðrum, og hringdum í Attilio Lombardo, félaga okkar. Vialli sagði mér: Ég er rólegur, ekki hafa áhyggjur af mér. Hann var sá sem reyndi að hughreysta mig,“ Félagarnir með Evrópubikarinn.Getty/UEFA Þá ræddu þeir einnig ítalska landsliðið og framtíð þess. Vialli vildi sjá liðið bæta fyrir það að hafa misst af nýliðnu heimsmeistaramóti í Katar. „Gianluca sagði mér að við verðum að vinna HM 2026 og að hann myndi vera þar með okkur. Hann mun klárlega vera þar og við vonumst til að tileinka honum frábæran sigur sem allra fyrst,“ segir Mancini.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00 Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00
Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52