Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2023 10:30 Sveitarfélögin Stykkishólmsbær og Helgafellssveit sameinuðust á síðasta ári. Vísir/Sigurjón Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Endanleg ákvörðun yrði svo tekin á næsta bæjarstjórnarfundi. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir að næsti fundur hafi þá verið ákveðinn 26. janúar. Þó hafi þurft að boða til aukafundar bæjarstjórnar milli jóla og nýárs til að ræða samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í kjölfarið hækka útsvarsálagningu. Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 „Bæjarfulltrúar ákváðu að halda sig við fyrri ákvörðun og taka ákvörðun um nafnið í lok janúar, þrátt fyrir þennan aukafund. Þannig að ég geri ráð fyrir því að bæjarfulltrúar noti janúar til þess að ræða þessi mál og taki ákvörðun svo 26. janúar um nafnið, það er velji annað hvort þessara tveggja nafna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær,“ segir Jakob Björgvin. Örnefnanefnd skilaði tillögum sínum í haust þar sem umsögn var veitt um átta tillögur að beiðni bæjarstjórnar. Áður hafði bæjarstjórn óskað eftir tillögum frá íbúum og bárust þá 72 tillögur. Örnefnanefnd mælti með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Umsögn örnefnanefndar var lögð fyrir bæjarstjórn á fundi 8. desember síðastliðinn þar sem forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir því að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Málinu var svo vísað til næsta bæjarstjórnarfundar, 26. janúar. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Endanleg ákvörðun yrði svo tekin á næsta bæjarstjórnarfundi. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir að næsti fundur hafi þá verið ákveðinn 26. janúar. Þó hafi þurft að boða til aukafundar bæjarstjórnar milli jóla og nýárs til að ræða samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í kjölfarið hækka útsvarsálagningu. Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 „Bæjarfulltrúar ákváðu að halda sig við fyrri ákvörðun og taka ákvörðun um nafnið í lok janúar, þrátt fyrir þennan aukafund. Þannig að ég geri ráð fyrir því að bæjarfulltrúar noti janúar til þess að ræða þessi mál og taki ákvörðun svo 26. janúar um nafnið, það er velji annað hvort þessara tveggja nafna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær,“ segir Jakob Björgvin. Örnefnanefnd skilaði tillögum sínum í haust þar sem umsögn var veitt um átta tillögur að beiðni bæjarstjórnar. Áður hafði bæjarstjórn óskað eftir tillögum frá íbúum og bárust þá 72 tillögur. Örnefnanefnd mælti með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Umsögn örnefnanefndar var lögð fyrir bæjarstjórn á fundi 8. desember síðastliðinn þar sem forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir því að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Málinu var svo vísað til næsta bæjarstjórnarfundar, 26. janúar.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira