„Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. janúar 2023 12:58 Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Hrafnhildar P. Þorsteinsdóttur. Stöð 2 Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. Húsið var byggt árið 1957 og var þá aðeins um 90 fermetrar. Í gegnum árin hafði svo verið byggt við húsið og annarri hæð verið bætt ofan á. Í dag er húsið því um 360 fermetrar. Alifuglabóndinn Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar keyptu húsið árið 2020 og var það þá sem Sindri leit fyrst inn til þeirra. Hrafnhildur bjó áður í Glaðheimum, leið afskaplega vel þar og ætlaði aldrei að flytja. Þór, eiginmaður hennar, var hins vegar alltaf að reyna að sannfæra hana um að flytja í einbýlishús. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara með hana og Sögu dóttur þeirra í bíltúr og bað hann þær um að halda fyrir augun. „Svo sagði hann okkur að opna augun. Það var sól og blíða, garðurinn fallegur og húsið fallegt og þá var þetta bara slegið,“ segir Hrafnhildur sem féll fyrir húsinu á Kársnesinu við fyrstu sýn. Húsið stendur á risastórri lóð þar sem er ævintýralegur garður. Þar er tjörn, gróðurhús og garðskáli svo fátt eitt sé nefnt.stöð 2 Vildu að breytingarnar væru í takt við húsið Þrátt fyrir að húsið og lóðin í kring hefðu verið eins og klippt út úr ævintýri, hafði lítið verið endurnýjað síðustu sextíu árin og stíllinn í takt við það. Hrafnhildur og fjölskylda ætluðu að taka allt húsið í gegn og var því stórt og mikið verkefni fyrir höndum. „Við að ætlum að passa okkur svolítið í öllum framkvæmdunum. Við erum ekki að fara blasta öllu gráu, það er ekki í takt við húsið. Við ætlum að halda svolítið í stílinn að utanverðu. Við erum bæði svolítið hrifin af frönskum stíl sem ég held að geti fúnkerað vel hér inni.“ Teppið sem var á húsinu þegar Hrafnhildur og fjölskylda keyptu var frá árinu 1974.stöð 2 Verslar mikið á nytjamörkuðum og bland.is Tveimur árum síðar kíkti Sindri svo aftur í heimsókn til Hrafnhildar. Húsið var þá tilbúið og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg. Húsið hafði verið tekið í gegn að öllu leyti, Sæja innanhúshönnuður hafði endurhannað eldhúsið og franskur lúxusbragur var yfir öllu húsinu. Þrátt fyrir að innbú hússins líti út fyrir að hafa verið keypt dýrum dómum í flottustu verslunum landsins segir Hrafnhildur það alls ekki vera raunina. „Ég er rosalega mikið að kaupa á nytjamörkuðum. Mér finnst rosalega gaman að kaupa hluti sem ég finn ekki í búðum. Mig langar að kaupa öðruvísi og forðast það að vera eins og allir aðrir,“ segir Hrafnhildur sem er fastakúnni á Bland.is. „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Heimsókn - Brot úr fyrsta þætti Heimsókn Hús og heimili Kópavogur Tengdar fréttir „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Sjá meira
Húsið var byggt árið 1957 og var þá aðeins um 90 fermetrar. Í gegnum árin hafði svo verið byggt við húsið og annarri hæð verið bætt ofan á. Í dag er húsið því um 360 fermetrar. Alifuglabóndinn Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar keyptu húsið árið 2020 og var það þá sem Sindri leit fyrst inn til þeirra. Hrafnhildur bjó áður í Glaðheimum, leið afskaplega vel þar og ætlaði aldrei að flytja. Þór, eiginmaður hennar, var hins vegar alltaf að reyna að sannfæra hana um að flytja í einbýlishús. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara með hana og Sögu dóttur þeirra í bíltúr og bað hann þær um að halda fyrir augun. „Svo sagði hann okkur að opna augun. Það var sól og blíða, garðurinn fallegur og húsið fallegt og þá var þetta bara slegið,“ segir Hrafnhildur sem féll fyrir húsinu á Kársnesinu við fyrstu sýn. Húsið stendur á risastórri lóð þar sem er ævintýralegur garður. Þar er tjörn, gróðurhús og garðskáli svo fátt eitt sé nefnt.stöð 2 Vildu að breytingarnar væru í takt við húsið Þrátt fyrir að húsið og lóðin í kring hefðu verið eins og klippt út úr ævintýri, hafði lítið verið endurnýjað síðustu sextíu árin og stíllinn í takt við það. Hrafnhildur og fjölskylda ætluðu að taka allt húsið í gegn og var því stórt og mikið verkefni fyrir höndum. „Við að ætlum að passa okkur svolítið í öllum framkvæmdunum. Við erum ekki að fara blasta öllu gráu, það er ekki í takt við húsið. Við ætlum að halda svolítið í stílinn að utanverðu. Við erum bæði svolítið hrifin af frönskum stíl sem ég held að geti fúnkerað vel hér inni.“ Teppið sem var á húsinu þegar Hrafnhildur og fjölskylda keyptu var frá árinu 1974.stöð 2 Verslar mikið á nytjamörkuðum og bland.is Tveimur árum síðar kíkti Sindri svo aftur í heimsókn til Hrafnhildar. Húsið var þá tilbúið og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg. Húsið hafði verið tekið í gegn að öllu leyti, Sæja innanhúshönnuður hafði endurhannað eldhúsið og franskur lúxusbragur var yfir öllu húsinu. Þrátt fyrir að innbú hússins líti út fyrir að hafa verið keypt dýrum dómum í flottustu verslunum landsins segir Hrafnhildur það alls ekki vera raunina. „Ég er rosalega mikið að kaupa á nytjamörkuðum. Mér finnst rosalega gaman að kaupa hluti sem ég finn ekki í búðum. Mig langar að kaupa öðruvísi og forðast það að vera eins og allir aðrir,“ segir Hrafnhildur sem er fastakúnni á Bland.is. „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Heimsókn - Brot úr fyrsta þætti
Heimsókn Hús og heimili Kópavogur Tengdar fréttir „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Sjá meira
„Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31