Sá heitir Dr. Sultan Al Jaber en hann var á meðal lykilaðila við stofnun hringborðsins og hefur setið í heiðursráði þess í rúman áratug.
Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Hringborðs Norðurslóða segir „að hann sé einnig iðnaðarráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnaði stofnun Masdar frá árinu 2008 en það er eitt fremsta fyrirtæki heims á sviði fjárfestinga í hreinni orku.“
Samkvæmt fréttum Forbes og Bloomberg er doktorinn forstjóri Abu Dhabi National Oil Company (ADNOC) sem er eitt umsvifamesta olíufyrirtæki heims.
Fréttin hefur verið uppfærð.