Hrapandi lýðræðiseinkunn þjóðar S. Maggi Snorrason skrifar 13. janúar 2023 10:30 Giskaðu nú á hvað það var sem Ísland fékk hvorki meira né minna en 9,18 í einkunn af 10 árið 2021. Jú, auðvitað lýðræðið sem við höldum svo mikið upp á. Sú einkunn setur okkur í fimmta sæti á heimsvísu og þar erum við umkringd öðrum Norðurlöndum sem saman tróna á toppnum. Sú staða hljómar vel þar til við skoðum aftur í tímann og sjáum okkur í öðru sæti árið 2018 með 9,58 og þegar skráning hófst árið 2006 vorum við með einkunnina 9,71 [1]. Í því samhengi þá kemur upp töluvert dekkri mynd sem sýnir þjóð að dragast aftur úr. Að því sögðu fylgjum við í takt við heimsþróun í þessum málum og eins og fjallað var um á ráðstefnunni World Forum for Democracy seint á síðasta ári þá eru allir heimshlutar búnir að lækka í einkunn. Mikið hefur gengið á í heiminum þar sem ríki hafa fallið í einræðisstjórn, fólk misst trú á núverandi lýðræðislegum kerfum, nýjar áskoranir skapast vegna mikils hraða í tækniþróun og nýjungum, auk fleiri þátta sem ræddir voru á ráðstefnunni [2]. Þær upplýsingar sem eru til um aðrar þjóðir eiga mögulega ekki við um okkur þar sem lýðræðislegar áskoranir okkar og annarra þjóða geta verið gríðarlega mismunandi. Þrátt fyrir lélegt gengi lýðræðis annars staðar þá tel ég að við eigum ekki að afsaka okkar frammistöðu með því. Það er mikilvægt að við stöndum vörð um það lýðræði sem við búum við og leitum leiða til þess að efla það enn frekar. Það er verkefni sem mun vonandi aldrei líða undir lok því ef það endar þá hefur eitthvað farið rækilega úrskeiðis með lýðræðið. En þá má spyrja sig hvað það er sem þarf að standa vörð um. Á ráðstefnunni kom fram hugleiðing um hvort það sé í raun og veru lýðræði að kjósa bara á fjögurra ára fresti og svo ekkert meir. Niðurstaðan sem komist var að þá var að aðeins fulltrúalýðræði, þar sem eina aðkoma lýðsins að stjórnun þjóðar er í gegnum kosningarnar, er ekki nóg heldur þurfi aðkoma fólks að yfirvöldum að vera tryggð á fleiri vegu. Ég tel að við þurfum að passa okkur á að líta ekki á lýðræðið sem aðeins kosningar heldur heildarmöguleika almennings til að hafa áhrif í samfélaginu og þegar við veltum fyrir okkur hvað það er sem þurfi að standa vörð um þá tel ég það vera skyldu þeirra sem fara með völd að leita stöðugt til þjóðarinnar í allri ákvörðunartöku með viðeigandi og aðgengilegum hætti. Fólkið sjálft þarf að gera þessa kröfu til valdhafa og það er meira en að segja það að almenningur geti verið það aðhald sem þarf í lýðræðisríki. Fólk þarf að vita hvar og hvernig það getur haft áhrif og fengið réttar upplýsingar. Öll heimsins bestu tól verða gagnslaus ef enginn notar þau eða kann að nota þau. Þess vegna skiptir máli í framhaldinu að bæði fjölga og bæta þær leiðir sem standa fólki til boða til að hafa áhrif og samhliða þeim að efla lýðræðisvitund í samfélaginu. Þar komum við að ákveðnu lykilatriði: ungu fólki. Ungt fólk er framtíð hverrar þjóðar og keyrir áfram þær breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir framþróun hvers samfélags. Ef við komum fram við ungt fólk af virðingarleysi og hlustum ekki á það, ölum við upp kynslóð sem lætur vaða yfir sig. Þá kynslóð sitjum við svo uppi með í heila lífstíð. Hins vegar, ef við treystum ungu fólki fyrir ábyrgð, gefum því rými til að tjá sig og hlustum á það þá gefst þar risastórt tækifæri fyrir þau til að læra og öðlast lýðræðisvitundina sem þarf fyrir heilbrigt lýðræðisríki. Ungt fólk áttar sig alveg á því þegar það er ekki hlustað á það, jafnvel þó það fái að tala. Þess háttar framkoma í þeirra garð dregur úr trausti, letur það frá lýðræðisþátttöku og leiðir til ævarandi raddleysis. Upp á síðkastið hefur verið vinsælt að sýna ungt fólk taka þátt í verkefnum og það má sjá alls konar ungmennaráð undir ýmsum stofnunum og samtökum. Nú verða þeir aðilar að hugsa sig um hvort þetta séu ungmenni sem eru til skrauts og valfrjálsrar ráðleggingar, eða séu raunverulega að koma að ákvörðunartöku, sé haldið vel upplýstum um gang mála og aðstoðuð við að færa eitthvað raunverulegt að borðinu. Þá má hafa eftirfarandi mynd í huga sem sýnir mismunandi þrep stöðu ungmenna í átt að öflugri og uppbyggjandi ungmennaþátttöku sem sjá má efst í stiganum. Það sem ungt fólk þarf er aðkoma og þátttaka í öllu sem kemur þeim við. Til dæmis má velta fyrir sér: Væri betra að stofna ungmennaráð Alþingis fyrir 16-30 ára eða einfaldlega hafa ungt fólk á þingi? Hið síðara er augljóslega betri kosturinn ef við horfum á efsta þrepið. Ég sé ekki betur en að framtíð lýðræðis þjóðarinnar sé í höndum næstu kynslóða og það muni alltaf vera þannig. Ef við viljum styrkja lýðræðið þá er fjárfesting í ungu fólki oftar en ekki góð fjárfesting eins og í svo mörgu öðru. Höldum áfram að taka fleiri og stærri skref í að koma ungu fólki að, valdefla það svo það sé vel undirbúið þegar það tekur loks við keflinu og gefum þeim þau tól sem þau þurfa í þeirra vegferð. Það er mín lausn á hrapandi lýðræðiseinkunn Íslendinga. Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga. Heimildir: [1] Democracy Index 2021: The China challenge (London: EIU, 2022). [2] “Time for Facts 2022.” World Forum for Democracy, Council of Europe, tekið upp 7. nóvember, 2022. Myndband af ráðstefnu, 3:01:37. Sótt af https://www.coe.int/en/web/world-forum-democracy/time-for-facts-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Giskaðu nú á hvað það var sem Ísland fékk hvorki meira né minna en 9,18 í einkunn af 10 árið 2021. Jú, auðvitað lýðræðið sem við höldum svo mikið upp á. Sú einkunn setur okkur í fimmta sæti á heimsvísu og þar erum við umkringd öðrum Norðurlöndum sem saman tróna á toppnum. Sú staða hljómar vel þar til við skoðum aftur í tímann og sjáum okkur í öðru sæti árið 2018 með 9,58 og þegar skráning hófst árið 2006 vorum við með einkunnina 9,71 [1]. Í því samhengi þá kemur upp töluvert dekkri mynd sem sýnir þjóð að dragast aftur úr. Að því sögðu fylgjum við í takt við heimsþróun í þessum málum og eins og fjallað var um á ráðstefnunni World Forum for Democracy seint á síðasta ári þá eru allir heimshlutar búnir að lækka í einkunn. Mikið hefur gengið á í heiminum þar sem ríki hafa fallið í einræðisstjórn, fólk misst trú á núverandi lýðræðislegum kerfum, nýjar áskoranir skapast vegna mikils hraða í tækniþróun og nýjungum, auk fleiri þátta sem ræddir voru á ráðstefnunni [2]. Þær upplýsingar sem eru til um aðrar þjóðir eiga mögulega ekki við um okkur þar sem lýðræðislegar áskoranir okkar og annarra þjóða geta verið gríðarlega mismunandi. Þrátt fyrir lélegt gengi lýðræðis annars staðar þá tel ég að við eigum ekki að afsaka okkar frammistöðu með því. Það er mikilvægt að við stöndum vörð um það lýðræði sem við búum við og leitum leiða til þess að efla það enn frekar. Það er verkefni sem mun vonandi aldrei líða undir lok því ef það endar þá hefur eitthvað farið rækilega úrskeiðis með lýðræðið. En þá má spyrja sig hvað það er sem þarf að standa vörð um. Á ráðstefnunni kom fram hugleiðing um hvort það sé í raun og veru lýðræði að kjósa bara á fjögurra ára fresti og svo ekkert meir. Niðurstaðan sem komist var að þá var að aðeins fulltrúalýðræði, þar sem eina aðkoma lýðsins að stjórnun þjóðar er í gegnum kosningarnar, er ekki nóg heldur þurfi aðkoma fólks að yfirvöldum að vera tryggð á fleiri vegu. Ég tel að við þurfum að passa okkur á að líta ekki á lýðræðið sem aðeins kosningar heldur heildarmöguleika almennings til að hafa áhrif í samfélaginu og þegar við veltum fyrir okkur hvað það er sem þurfi að standa vörð um þá tel ég það vera skyldu þeirra sem fara með völd að leita stöðugt til þjóðarinnar í allri ákvörðunartöku með viðeigandi og aðgengilegum hætti. Fólkið sjálft þarf að gera þessa kröfu til valdhafa og það er meira en að segja það að almenningur geti verið það aðhald sem þarf í lýðræðisríki. Fólk þarf að vita hvar og hvernig það getur haft áhrif og fengið réttar upplýsingar. Öll heimsins bestu tól verða gagnslaus ef enginn notar þau eða kann að nota þau. Þess vegna skiptir máli í framhaldinu að bæði fjölga og bæta þær leiðir sem standa fólki til boða til að hafa áhrif og samhliða þeim að efla lýðræðisvitund í samfélaginu. Þar komum við að ákveðnu lykilatriði: ungu fólki. Ungt fólk er framtíð hverrar þjóðar og keyrir áfram þær breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir framþróun hvers samfélags. Ef við komum fram við ungt fólk af virðingarleysi og hlustum ekki á það, ölum við upp kynslóð sem lætur vaða yfir sig. Þá kynslóð sitjum við svo uppi með í heila lífstíð. Hins vegar, ef við treystum ungu fólki fyrir ábyrgð, gefum því rými til að tjá sig og hlustum á það þá gefst þar risastórt tækifæri fyrir þau til að læra og öðlast lýðræðisvitundina sem þarf fyrir heilbrigt lýðræðisríki. Ungt fólk áttar sig alveg á því þegar það er ekki hlustað á það, jafnvel þó það fái að tala. Þess háttar framkoma í þeirra garð dregur úr trausti, letur það frá lýðræðisþátttöku og leiðir til ævarandi raddleysis. Upp á síðkastið hefur verið vinsælt að sýna ungt fólk taka þátt í verkefnum og það má sjá alls konar ungmennaráð undir ýmsum stofnunum og samtökum. Nú verða þeir aðilar að hugsa sig um hvort þetta séu ungmenni sem eru til skrauts og valfrjálsrar ráðleggingar, eða séu raunverulega að koma að ákvörðunartöku, sé haldið vel upplýstum um gang mála og aðstoðuð við að færa eitthvað raunverulegt að borðinu. Þá má hafa eftirfarandi mynd í huga sem sýnir mismunandi þrep stöðu ungmenna í átt að öflugri og uppbyggjandi ungmennaþátttöku sem sjá má efst í stiganum. Það sem ungt fólk þarf er aðkoma og þátttaka í öllu sem kemur þeim við. Til dæmis má velta fyrir sér: Væri betra að stofna ungmennaráð Alþingis fyrir 16-30 ára eða einfaldlega hafa ungt fólk á þingi? Hið síðara er augljóslega betri kosturinn ef við horfum á efsta þrepið. Ég sé ekki betur en að framtíð lýðræðis þjóðarinnar sé í höndum næstu kynslóða og það muni alltaf vera þannig. Ef við viljum styrkja lýðræðið þá er fjárfesting í ungu fólki oftar en ekki góð fjárfesting eins og í svo mörgu öðru. Höldum áfram að taka fleiri og stærri skref í að koma ungu fólki að, valdefla það svo það sé vel undirbúið þegar það tekur loks við keflinu og gefum þeim þau tól sem þau þurfa í þeirra vegferð. Það er mín lausn á hrapandi lýðræðiseinkunn Íslendinga. Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga. Heimildir: [1] Democracy Index 2021: The China challenge (London: EIU, 2022). [2] “Time for Facts 2022.” World Forum for Democracy, Council of Europe, tekið upp 7. nóvember, 2022. Myndband af ráðstefnu, 3:01:37. Sótt af https://www.coe.int/en/web/world-forum-democracy/time-for-facts-2022.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun