Greiningardeildir bjartsýnni á verðbólguhorfur en Hagar

Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að vísitala neysluverðs hækki í janúar, en árstaktur verðbólgunnar lækki frá því í desember. Samkvæmt spá Íslandsbanka sem birtist nú í morgunsárið mun árstaktur verðbólgunnar lækka í 9,2 prósent þegar janúarmæling Hagstofunnar verður gerð opinber. Fyrr í vikunni spáði Landsbankinn því að árstaktur verðbólgunnar lækkaði í 9,4 prósent í janúar.
Tengdar fréttir

Verð bensíns og dísilolíu helst hátt þrátt fyrir lægra hráolíuverð
Þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á hráolíu hafi aðeins hækkað um 8,7 prósent það sem af er ári hefur verðhækkun á bæði á bensíni og dísilolíu um allan heim verið töluvert meiri.