Gummi Ben með einhverja tilfinningu fyrir Napoli: Lýsir stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 13:00 Napoli leikmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia í leik á móti Internazionale fyrr á þessu tímabili. Getty/Stefano Guidi Stórleikur kvöldsins í ítalska fótboltanum er leikur Napoli og Juventus í Napolíborg en þetta eru tvö efstu liðin í Seríu A eftir sautján umferðir. Juventus er búið að vinna átta leiki í röð og hefur náð að minnka forskot Napoli í sjö stig. Sigur í kvöld myndi gera toppslaginn enn meira spennandi. Í tilefni af toppslagnum þá var boðið upp á sérstaka viðhafnarútgáfu af hlaðvarpsþættinum Punktur & basta en heiðursgestur þáttarins að þessu sinni var Guðmundur Benediktsson. Árni Þórður Randversson og Þorgeir Logason ræddu við Gumma Ben um leik Napoli og Juventus sem og annað sem við kemur ítalska fótboltanum . Þar á meðal Albert Guðmundsson sem hefur verið að skora mörk fyrir Genoa í Seríu B. Leikur Napoli og Juventus er afar athyglisverður. Napoli var óstöðvandi fyrir jól en nú eru Juve menn komnir á mikið flug. Þessi leikur í kvöld gefur því góð fyrirheit um hvernig tímabilið muni þróast. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en hann hefst klukkan 19.45. Þorgir Logason vildi fá að vita hvort að þeir Gummi Ben og Árni sæju einhvern annan brag á Napoli liðinu í ár en áður. Napoli menn hafa oft litið vel út á tímabilum en gefið svo eftir undir lokin. „Það yrði mjög týpískt ef Juventus myndi skríða fram úr þeim að lokum og vinna þetta en það er samt einhver tilfinning sem ég hef með Napoli þetta árið,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Liðið þeirra er einu ári eldra og frammistaða liðsins í öllum leikjunum er þroskaðri en við sáum fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að það hafi verið rosalega gaman að horfa á Napoli á síðustu leiktíð þá finnst mér þeir miklu betri en fyrir ári síðan,“ sagði Guðmundur. Guðmundur nefnir sérstaklega Kvara-dona eins og Khvicha Kvaratskhelia er oft kallaður en hann er nýjast stórstjarnan í ítalska fótboltanum. Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn þar sem er farið vel yfir stórleikinn og margt annað sem kemur að ítalska fótboltanum. Ítalski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Juventus er búið að vinna átta leiki í röð og hefur náð að minnka forskot Napoli í sjö stig. Sigur í kvöld myndi gera toppslaginn enn meira spennandi. Í tilefni af toppslagnum þá var boðið upp á sérstaka viðhafnarútgáfu af hlaðvarpsþættinum Punktur & basta en heiðursgestur þáttarins að þessu sinni var Guðmundur Benediktsson. Árni Þórður Randversson og Þorgeir Logason ræddu við Gumma Ben um leik Napoli og Juventus sem og annað sem við kemur ítalska fótboltanum . Þar á meðal Albert Guðmundsson sem hefur verið að skora mörk fyrir Genoa í Seríu B. Leikur Napoli og Juventus er afar athyglisverður. Napoli var óstöðvandi fyrir jól en nú eru Juve menn komnir á mikið flug. Þessi leikur í kvöld gefur því góð fyrirheit um hvernig tímabilið muni þróast. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en hann hefst klukkan 19.45. Þorgir Logason vildi fá að vita hvort að þeir Gummi Ben og Árni sæju einhvern annan brag á Napoli liðinu í ár en áður. Napoli menn hafa oft litið vel út á tímabilum en gefið svo eftir undir lokin. „Það yrði mjög týpískt ef Juventus myndi skríða fram úr þeim að lokum og vinna þetta en það er samt einhver tilfinning sem ég hef með Napoli þetta árið,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Liðið þeirra er einu ári eldra og frammistaða liðsins í öllum leikjunum er þroskaðri en við sáum fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að það hafi verið rosalega gaman að horfa á Napoli á síðustu leiktíð þá finnst mér þeir miklu betri en fyrir ári síðan,“ sagði Guðmundur. Guðmundur nefnir sérstaklega Kvara-dona eins og Khvicha Kvaratskhelia er oft kallaður en hann er nýjast stórstjarnan í ítalska fótboltanum. Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn þar sem er farið vel yfir stórleikinn og margt annað sem kemur að ítalska fótboltanum.
Ítalski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira