Ný græn orkuauðlind Tinna Traustadóttir skrifar 17. janúar 2023 10:00 Enginn neyðist til að kaupa upprunaábyrgð grænnar raforku. Einn kaupir kannski slíka ábyrgð til að taka af öll tvímæli um að hann noti raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum; annar kaupir upprunaábyrgð af því að hann vill hvetja til enn frekari vinnslu grænnar orku. Raforkureikningur meðalstórs heimilis gæti hækkað um 140 kr. á mánuði í ár við kaup á upprunaábyrgðum og reikningur fremur stórs fyrirtækis um ríflega 2%. Svo eru það hinir sem ákveða að halda sig við fyrri kosti og velja sér þá raforkusala sem selja raforkuna án upprunaábyrgða. Hver og einn velur samkvæmt eigin hagsmunum og skoðunum. Raforkuverð á Íslandi til almennings og fyrirtækja hefur verið lágt og stöðugt alla tíð. Ákvörðun Landsvirkjunar um að láta upprunaábyrgðir ekki lengur fylgja með í heildsölu breytir engu þar um. Upphrópanir um mikla hækkun raforkuverðs vegna ákvörðunar okkar, jafnvel frá fyrirtækjum sem sjálf vinna sína raforku, eru fullkomlega rakalausar og óskiljanlegar. Bættur hagur orkufyrirtækis þjóðarinnar Það sem upprunaábyrgðir raforku gera hins vegar sannarlega er að bæta hag Landsvirkjunar, orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölunni 1 milljarður kr. og á síðasta ári námu þær 2 milljörðum. Lang stærsti hluti þeirra upprunaábyrgða voru seldar á meginlandi Evrópu og tekjurnar voru hrein viðbót í reksturinn. Rekstur Landvirkjunar hefur vænkast mjög á undanförnum árum og á síðasta ári greiddi fyrirtækið 15 milljarða kr. í arð, sem runnu beint í ríkissjóð. Ef Landsvirkjun seldi á ári hverju allar upprunaábyrgir, sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins, gætu tekjurnar af þeirri sölu numið öðrum 15 milljörðum kr. árlega. Evrópskt kerfi upprunaábyrgða hefur vafist fyrir mörgum enda er flestum tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni orkuvinnslu beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur í raun ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Það virkar þannig að þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. stórfyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa þá grænu orku úr bókhaldinu hérna heima og færa í stað inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Núna er kerfi upprunaábyrgða farið að virka eins og til var ætlast: Þau fyrirtæki sem vinna endurnýjanlega orku, eins og Landsvirkjun, fá hærra verð en ella og verða því enn betur í stakk búin til að mæta óhjákvæmilegum orkuskiptum. Köstum ekki frá okkur tekjum Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt og ótvírætt: Orkufyrirtæki þjóðarinnar hámarkar afrakstur af þeim orkulindum sem því er treyst fyrir og hefur sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala á upprunaábyrgðum er í raun ný græn auðlind. Við ætlum ekki að kasta frá okkur – og þar með þjóðinni – þeim tekjum sem við eigum kost á vegna grænu orkuvinnslunnar okkar. Það er engin ástæða til að óttast kerfi upprunaábyrgða. Þvert á móti ættum við Íslendingar að fagna því sérstaklega að eiga þess kost að selja þau verðmæti. Landsvirkjun verður með opinn fund um upprunaábyrgðir á morgun, 18. janúar , kl. 9 á Hilton Reykjavík Nordica og í beinu streymi. Ég hvet alla til að fylgjast með fundinum og kynna sér málið nánar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Tinna Traustadóttir Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Enginn neyðist til að kaupa upprunaábyrgð grænnar raforku. Einn kaupir kannski slíka ábyrgð til að taka af öll tvímæli um að hann noti raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum; annar kaupir upprunaábyrgð af því að hann vill hvetja til enn frekari vinnslu grænnar orku. Raforkureikningur meðalstórs heimilis gæti hækkað um 140 kr. á mánuði í ár við kaup á upprunaábyrgðum og reikningur fremur stórs fyrirtækis um ríflega 2%. Svo eru það hinir sem ákveða að halda sig við fyrri kosti og velja sér þá raforkusala sem selja raforkuna án upprunaábyrgða. Hver og einn velur samkvæmt eigin hagsmunum og skoðunum. Raforkuverð á Íslandi til almennings og fyrirtækja hefur verið lágt og stöðugt alla tíð. Ákvörðun Landsvirkjunar um að láta upprunaábyrgðir ekki lengur fylgja með í heildsölu breytir engu þar um. Upphrópanir um mikla hækkun raforkuverðs vegna ákvörðunar okkar, jafnvel frá fyrirtækjum sem sjálf vinna sína raforku, eru fullkomlega rakalausar og óskiljanlegar. Bættur hagur orkufyrirtækis þjóðarinnar Það sem upprunaábyrgðir raforku gera hins vegar sannarlega er að bæta hag Landsvirkjunar, orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölunni 1 milljarður kr. og á síðasta ári námu þær 2 milljörðum. Lang stærsti hluti þeirra upprunaábyrgða voru seldar á meginlandi Evrópu og tekjurnar voru hrein viðbót í reksturinn. Rekstur Landvirkjunar hefur vænkast mjög á undanförnum árum og á síðasta ári greiddi fyrirtækið 15 milljarða kr. í arð, sem runnu beint í ríkissjóð. Ef Landsvirkjun seldi á ári hverju allar upprunaábyrgir, sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins, gætu tekjurnar af þeirri sölu numið öðrum 15 milljörðum kr. árlega. Evrópskt kerfi upprunaábyrgða hefur vafist fyrir mörgum enda er flestum tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni orkuvinnslu beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur í raun ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Það virkar þannig að þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. stórfyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa þá grænu orku úr bókhaldinu hérna heima og færa í stað inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Núna er kerfi upprunaábyrgða farið að virka eins og til var ætlast: Þau fyrirtæki sem vinna endurnýjanlega orku, eins og Landsvirkjun, fá hærra verð en ella og verða því enn betur í stakk búin til að mæta óhjákvæmilegum orkuskiptum. Köstum ekki frá okkur tekjum Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt og ótvírætt: Orkufyrirtæki þjóðarinnar hámarkar afrakstur af þeim orkulindum sem því er treyst fyrir og hefur sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala á upprunaábyrgðum er í raun ný græn auðlind. Við ætlum ekki að kasta frá okkur – og þar með þjóðinni – þeim tekjum sem við eigum kost á vegna grænu orkuvinnslunnar okkar. Það er engin ástæða til að óttast kerfi upprunaábyrgða. Þvert á móti ættum við Íslendingar að fagna því sérstaklega að eiga þess kost að selja þau verðmæti. Landsvirkjun verður með opinn fund um upprunaábyrgðir á morgun, 18. janúar , kl. 9 á Hilton Reykjavík Nordica og í beinu streymi. Ég hvet alla til að fylgjast með fundinum og kynna sér málið nánar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun