„Sáum okkur leik á borði“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. janúar 2023 15:36 Arinbjörn Hauksson markaðstjóri Elko segir markmiðið hafa verið að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi. Aðsend. Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku. Óhætt er að segja að Tenerife sé einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga þessi misserin og í byrjun desember sáu stjórnendur Elko sér leik á borði, enda vitað mál að fjölmargir sólþyrstir Íslendingar myndu eyða jólum og áramótum á spænsku eyjunni. „Við settum þetta semsagt upp í byrjun desember. Það er auðvitað búið að vera mikil umræða um alla þessa Íslendinga sem hafa verið að flykkjast til Tenerife. Við sáum þess vegna leik á borði og tryggðum okkur þarna auglýsingaskilti á besta stað til að ná inn traffík. Nýta allan þennan straum af Íslendingum sem eru að fara þarna út og svo heim aftur,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko í samtali við Vísi. Auglýsing Elko ætti ekki að vera fram hjá neinum sem á leið um flugstöðina.Aðsend Hann segir það þó ekki hafa verið vandkvæðalaust að koma skiltunum upp og eiga samskipti við stjórnendur flugvallarins. Birtingahúsið var Elko innan handar. „Þetta var svolítið erfitt verkefni að koma af stað af því að við náðum ekki strax í rétta aðila. Til að byrja með voru öll svör sem við fengum á spænsku en sem betur fer kunni okkar maður nokkur orð í málinu og gat klórað sig áfram þar til við fengum loks samband við mann sem kunni ensku. Í kjölfarið sendum við hönnunina út og þeir græjuðu þetta.“ Það að íslenskt fyrirtæki birti auglýsingu á íslensku, á erlendri grundu hlýtur að teljast einsdæmi? „Já, það var líka markmiðið hjá okkur að vera svolítið djörf. Við vildum hafa smá svona „disruption“ og þess vegna fannst okkur kjörið að hafa textann á íslensku. Þetta er svona skemmtilega öðruvísi. Við erum búin að vera nýta nánast alla miðla hérna heima, innlenda miðla, samfélagsmiðla. Þetta er skemmtileg nýjung í flóruna.“ Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem íslenskunni bregður fyrir á flugvellinum, en í apríl á síðasta ári birtust þar auglýsingaskilti þar sem Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins auglýsti framboð sitt fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ferðalög Auglýsinga- og markaðsmál Kanaríeyjar Spánn Verslun Fréttir af flugi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Óhætt er að segja að Tenerife sé einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga þessi misserin og í byrjun desember sáu stjórnendur Elko sér leik á borði, enda vitað mál að fjölmargir sólþyrstir Íslendingar myndu eyða jólum og áramótum á spænsku eyjunni. „Við settum þetta semsagt upp í byrjun desember. Það er auðvitað búið að vera mikil umræða um alla þessa Íslendinga sem hafa verið að flykkjast til Tenerife. Við sáum þess vegna leik á borði og tryggðum okkur þarna auglýsingaskilti á besta stað til að ná inn traffík. Nýta allan þennan straum af Íslendingum sem eru að fara þarna út og svo heim aftur,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko í samtali við Vísi. Auglýsing Elko ætti ekki að vera fram hjá neinum sem á leið um flugstöðina.Aðsend Hann segir það þó ekki hafa verið vandkvæðalaust að koma skiltunum upp og eiga samskipti við stjórnendur flugvallarins. Birtingahúsið var Elko innan handar. „Þetta var svolítið erfitt verkefni að koma af stað af því að við náðum ekki strax í rétta aðila. Til að byrja með voru öll svör sem við fengum á spænsku en sem betur fer kunni okkar maður nokkur orð í málinu og gat klórað sig áfram þar til við fengum loks samband við mann sem kunni ensku. Í kjölfarið sendum við hönnunina út og þeir græjuðu þetta.“ Það að íslenskt fyrirtæki birti auglýsingu á íslensku, á erlendri grundu hlýtur að teljast einsdæmi? „Já, það var líka markmiðið hjá okkur að vera svolítið djörf. Við vildum hafa smá svona „disruption“ og þess vegna fannst okkur kjörið að hafa textann á íslensku. Þetta er svona skemmtilega öðruvísi. Við erum búin að vera nýta nánast alla miðla hérna heima, innlenda miðla, samfélagsmiðla. Þetta er skemmtileg nýjung í flóruna.“ Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem íslenskunni bregður fyrir á flugvellinum, en í apríl á síðasta ári birtust þar auglýsingaskilti þar sem Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins auglýsti framboð sitt fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Ferðalög Auglýsinga- og markaðsmál Kanaríeyjar Spánn Verslun Fréttir af flugi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira