„Sáum okkur leik á borði“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. janúar 2023 15:36 Arinbjörn Hauksson markaðstjóri Elko segir markmiðið hafa verið að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi. Aðsend. Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku. Óhætt er að segja að Tenerife sé einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga þessi misserin og í byrjun desember sáu stjórnendur Elko sér leik á borði, enda vitað mál að fjölmargir sólþyrstir Íslendingar myndu eyða jólum og áramótum á spænsku eyjunni. „Við settum þetta semsagt upp í byrjun desember. Það er auðvitað búið að vera mikil umræða um alla þessa Íslendinga sem hafa verið að flykkjast til Tenerife. Við sáum þess vegna leik á borði og tryggðum okkur þarna auglýsingaskilti á besta stað til að ná inn traffík. Nýta allan þennan straum af Íslendingum sem eru að fara þarna út og svo heim aftur,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko í samtali við Vísi. Auglýsing Elko ætti ekki að vera fram hjá neinum sem á leið um flugstöðina.Aðsend Hann segir það þó ekki hafa verið vandkvæðalaust að koma skiltunum upp og eiga samskipti við stjórnendur flugvallarins. Birtingahúsið var Elko innan handar. „Þetta var svolítið erfitt verkefni að koma af stað af því að við náðum ekki strax í rétta aðila. Til að byrja með voru öll svör sem við fengum á spænsku en sem betur fer kunni okkar maður nokkur orð í málinu og gat klórað sig áfram þar til við fengum loks samband við mann sem kunni ensku. Í kjölfarið sendum við hönnunina út og þeir græjuðu þetta.“ Það að íslenskt fyrirtæki birti auglýsingu á íslensku, á erlendri grundu hlýtur að teljast einsdæmi? „Já, það var líka markmiðið hjá okkur að vera svolítið djörf. Við vildum hafa smá svona „disruption“ og þess vegna fannst okkur kjörið að hafa textann á íslensku. Þetta er svona skemmtilega öðruvísi. Við erum búin að vera nýta nánast alla miðla hérna heima, innlenda miðla, samfélagsmiðla. Þetta er skemmtileg nýjung í flóruna.“ Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem íslenskunni bregður fyrir á flugvellinum, en í apríl á síðasta ári birtust þar auglýsingaskilti þar sem Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins auglýsti framboð sitt fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ferðalög Auglýsinga- og markaðsmál Kanaríeyjar Spánn Verslun Fréttir af flugi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira
Óhætt er að segja að Tenerife sé einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga þessi misserin og í byrjun desember sáu stjórnendur Elko sér leik á borði, enda vitað mál að fjölmargir sólþyrstir Íslendingar myndu eyða jólum og áramótum á spænsku eyjunni. „Við settum þetta semsagt upp í byrjun desember. Það er auðvitað búið að vera mikil umræða um alla þessa Íslendinga sem hafa verið að flykkjast til Tenerife. Við sáum þess vegna leik á borði og tryggðum okkur þarna auglýsingaskilti á besta stað til að ná inn traffík. Nýta allan þennan straum af Íslendingum sem eru að fara þarna út og svo heim aftur,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko í samtali við Vísi. Auglýsing Elko ætti ekki að vera fram hjá neinum sem á leið um flugstöðina.Aðsend Hann segir það þó ekki hafa verið vandkvæðalaust að koma skiltunum upp og eiga samskipti við stjórnendur flugvallarins. Birtingahúsið var Elko innan handar. „Þetta var svolítið erfitt verkefni að koma af stað af því að við náðum ekki strax í rétta aðila. Til að byrja með voru öll svör sem við fengum á spænsku en sem betur fer kunni okkar maður nokkur orð í málinu og gat klórað sig áfram þar til við fengum loks samband við mann sem kunni ensku. Í kjölfarið sendum við hönnunina út og þeir græjuðu þetta.“ Það að íslenskt fyrirtæki birti auglýsingu á íslensku, á erlendri grundu hlýtur að teljast einsdæmi? „Já, það var líka markmiðið hjá okkur að vera svolítið djörf. Við vildum hafa smá svona „disruption“ og þess vegna fannst okkur kjörið að hafa textann á íslensku. Þetta er svona skemmtilega öðruvísi. Við erum búin að vera nýta nánast alla miðla hérna heima, innlenda miðla, samfélagsmiðla. Þetta er skemmtileg nýjung í flóruna.“ Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem íslenskunni bregður fyrir á flugvellinum, en í apríl á síðasta ári birtust þar auglýsingaskilti þar sem Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins auglýsti framboð sitt fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Ferðalög Auglýsinga- og markaðsmál Kanaríeyjar Spánn Verslun Fréttir af flugi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira