Kennarinn í MS: „Afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 18:54 Margrét Haraldsdóttir framhaldsskólakennari segir málið ósköp einfalt. Verið sé að sýna þegar tilteknar stefnur í stjórnmálum fari út í öfga. Nákvæmlega eins glæra hafi verið tekin um öfgar á vinstrivæng. Facebook/Samsett Kennari í Menntaskólanum við Sund segir af og frá að glæra sem fór í dreifingu í vikunni sé merki um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Glæran hafi verið til að sýna öfgar í stjórnmálastefnum, til dæmis þegar farið er úr sterkum foringjum yfir í einræði. Nákvæmlega eins glæra hafi verið til að sýna hættulega þróun á vinstrivæng stjórnmála. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss birti mynd af glæru úr kennslustund í Menntaskólanum við Sund á Facebook í vikunni, þar sem hann harmaði pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Elliði sagði að á glærunni væri verið að líkja Sjálfstæðisflokknum við Þýskaland Hitlers og Gestapo. Helga Sigríður Þórsdóttir rektor menntaskólans sagði við mbl.is í gær að glæran hafi verið tekin úr samhengi. Ekki væri hægt að átta sig á umfjöllunarefni kennslustundarinnar umþrættu. Skaut á tengsl kennarans við stjórnmálaflokk Ekki stóð á svörum og brást Elliði við athugasemdum rektors í dag. Þar sagðist hann hreinlega ekki átta sig á því í hvaða samhengi framsetningin teldist eðlileg. Hann skaut föstum skotum á kennarann, sem hann sagði hafa skipað fjórða sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir skömmu síðan. Því næst bað hann rektor svara: „Í hvaða samhengi teldir þú þessa glæru réttlætanlega?“ Kennarinn sem um ræðir er Margrét Haraldsdóttir. Hún segir í samtali við Vísi að málið sé ósköp einfalt. „Þetta er öfgaútgáfa af hægristefnu, þegar þetta er tekið alveg út fyrir. Þetta er glæra sem útskýrir það, þegar farið er út í öfgana. Þetta er svona eins og að taka þjóðkirkjuna og fara svo yfir í bókstafstrú; hvað gerist þegar þú ferð út í öfgana. Þarna er verið að tala um, þegar teknar eru bara mjög góðar stefnur, frjálshyggja, íhaldsstefna eða kristni eða hvað sem er, og farið út í öfga.“ Tekin alveg eins glæra á hinn veginn Útskýringarnar koma heim og saman við mynd af glærunni. Það er, dæmi er tekið um sterka foringja, þar sem nefndir eru Davíð Oddsson og Donald Trump. Lína er svo dregin yfir í „einræði: Hitler og Mússólíní.“ „Og svo er það líka á hinn veginn. Það er tekin alveg eins glæra á hinn veginn þegar farið er úr sósíalisma yfir í kommúnisma og anarkisma. Sem endar með ósköpum eins og við vitum í Sóvétríkjunum og allt þetta. Það er verið að sýna öfgar í báðar áttir.“ Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, er lína til dæmis dregin frá stéttaskiptingu yfir í kynþáttafordóma; það er, þegar farið er út í öfga.Facebook Aðspurð um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum segir Margrét slíkar meiningar af og frá. Kennarar hafi mjög mismunandi skoðanir og passi vel að gæta hlutleysis eins og hægt er. „Þá get ég bara sagt þér að afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins, það er kannski allt í lagi að slá því upp líka,“ segir hún og hlær. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss birti mynd af glæru úr kennslustund í Menntaskólanum við Sund á Facebook í vikunni, þar sem hann harmaði pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Elliði sagði að á glærunni væri verið að líkja Sjálfstæðisflokknum við Þýskaland Hitlers og Gestapo. Helga Sigríður Þórsdóttir rektor menntaskólans sagði við mbl.is í gær að glæran hafi verið tekin úr samhengi. Ekki væri hægt að átta sig á umfjöllunarefni kennslustundarinnar umþrættu. Skaut á tengsl kennarans við stjórnmálaflokk Ekki stóð á svörum og brást Elliði við athugasemdum rektors í dag. Þar sagðist hann hreinlega ekki átta sig á því í hvaða samhengi framsetningin teldist eðlileg. Hann skaut föstum skotum á kennarann, sem hann sagði hafa skipað fjórða sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir skömmu síðan. Því næst bað hann rektor svara: „Í hvaða samhengi teldir þú þessa glæru réttlætanlega?“ Kennarinn sem um ræðir er Margrét Haraldsdóttir. Hún segir í samtali við Vísi að málið sé ósköp einfalt. „Þetta er öfgaútgáfa af hægristefnu, þegar þetta er tekið alveg út fyrir. Þetta er glæra sem útskýrir það, þegar farið er út í öfgana. Þetta er svona eins og að taka þjóðkirkjuna og fara svo yfir í bókstafstrú; hvað gerist þegar þú ferð út í öfgana. Þarna er verið að tala um, þegar teknar eru bara mjög góðar stefnur, frjálshyggja, íhaldsstefna eða kristni eða hvað sem er, og farið út í öfga.“ Tekin alveg eins glæra á hinn veginn Útskýringarnar koma heim og saman við mynd af glærunni. Það er, dæmi er tekið um sterka foringja, þar sem nefndir eru Davíð Oddsson og Donald Trump. Lína er svo dregin yfir í „einræði: Hitler og Mússólíní.“ „Og svo er það líka á hinn veginn. Það er tekin alveg eins glæra á hinn veginn þegar farið er úr sósíalisma yfir í kommúnisma og anarkisma. Sem endar með ósköpum eins og við vitum í Sóvétríkjunum og allt þetta. Það er verið að sýna öfgar í báðar áttir.“ Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, er lína til dæmis dregin frá stéttaskiptingu yfir í kynþáttafordóma; það er, þegar farið er út í öfga.Facebook Aðspurð um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum segir Margrét slíkar meiningar af og frá. Kennarar hafi mjög mismunandi skoðanir og passi vel að gæta hlutleysis eins og hægt er. „Þá get ég bara sagt þér að afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins, það er kannski allt í lagi að slá því upp líka,“ segir hún og hlær.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05