Urðu undir á jöfnum stigum og misstu af tveimur milljónum króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 08:31 Liðsfélagarnir Mal O´Brien, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem urðu að sætta sig við annað sætið þrátt fyrir að fá jafnmörg stig og sigurvegararnir. Instagram/@katrintanja Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir misstu ekki aðeins af fyrsta sætinu á grátlegan hátt á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami um síðustu helgi heldur töpuðu þær líka stórum fjárhæðum á því. Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu þarna í fyrsta sinn saman í liði á stórmóti erlendis og stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Liðsfélagi þeirra var silfurhafi síðustu heimsleika eða ungstirnið Mal O'Brien. Þegar upp var staðið þá endaði lið þeirra, sem bar nafnið Dóttir, með jafnmörg stig og liðið með CrossFit-stjörnurnar Laura Horvath, Jamie Simmonds og Gabi Migala innanborðs en þær skírðu sig BPN liðið. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Bæði lið voru með 691 stig þegar upp var staðið en þar sem BPN hafði unnið fleiri greinar í keppninni þá endaði það í efsta sætinu. Þó að það hafi munað svona litlu þá breytti það engu með skiptingu verðlaunafésins og þar munaði mjög miklu á fyrsta og öðru sæti. Alls var verðlaunaféð á Wodapalooza til samans fimm hundruð þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 72 milljónir króna og Morning Chalk Up vefurinn hefur nú farið yfir skiptingu þess. Liðið sem vann liðakeppnina fékk þrjátíu þúsund dali eða 4,3 milljónir króna en þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sætinu þá fengu þær aðeins helminginn af þeirri upphæð eða fimmtán þúsund dali. Það jafngildir 2,1 milljón króna. Okkar konur misstu því af rúmum tveimur milljónum króna þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum í hús og sigurvegararnir. Þau Paige Powers og Ricky Garard sem unnu einstaklingskeppnina fengu 75 þúsund dali í verðlaunafé eða tæpar 10,8 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir náði sjötta sætunu og fékk fyrir það fimm þúsund Bandaríkjadali eða um 715 þúsund krónur íslenskar. CrossFit Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu þarna í fyrsta sinn saman í liði á stórmóti erlendis og stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Liðsfélagi þeirra var silfurhafi síðustu heimsleika eða ungstirnið Mal O'Brien. Þegar upp var staðið þá endaði lið þeirra, sem bar nafnið Dóttir, með jafnmörg stig og liðið með CrossFit-stjörnurnar Laura Horvath, Jamie Simmonds og Gabi Migala innanborðs en þær skírðu sig BPN liðið. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Bæði lið voru með 691 stig þegar upp var staðið en þar sem BPN hafði unnið fleiri greinar í keppninni þá endaði það í efsta sætinu. Þó að það hafi munað svona litlu þá breytti það engu með skiptingu verðlaunafésins og þar munaði mjög miklu á fyrsta og öðru sæti. Alls var verðlaunaféð á Wodapalooza til samans fimm hundruð þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 72 milljónir króna og Morning Chalk Up vefurinn hefur nú farið yfir skiptingu þess. Liðið sem vann liðakeppnina fékk þrjátíu þúsund dali eða 4,3 milljónir króna en þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sætinu þá fengu þær aðeins helminginn af þeirri upphæð eða fimmtán þúsund dali. Það jafngildir 2,1 milljón króna. Okkar konur misstu því af rúmum tveimur milljónum króna þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum í hús og sigurvegararnir. Þau Paige Powers og Ricky Garard sem unnu einstaklingskeppnina fengu 75 þúsund dali í verðlaunafé eða tæpar 10,8 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir náði sjötta sætunu og fékk fyrir það fimm þúsund Bandaríkjadali eða um 715 þúsund krónur íslenskar.
CrossFit Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira