Íslenskar systur taka þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 10:04 Systurnar Brynja Mary og Sara Victoria vilja verða fulltrúar Danmerkur í Eurovision sem fram fer í Liverpool í Englandi í maí næstkomandi. Aðsend Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur munu taka þátt í undankeppni danska ríkisútvarpsins fyrir Eurovision. Þær kalla sig Eyjaa og ber framlagið nafnið I Was Gonna Marry Him. Tilkynnt var um þau átta atriði sem munu keppast um að verða framlag Danmerkur í Eurovision í morgun. Undankeppnin fer fram í Danmörku laugardagskvöldið 11. febrúar. Á vef DR kemur fram að systurnar séu miklir heimshornaflakkarar, hafi búið í sex mismunandi löndum og tali fimm tungumál. Þær hafi alist upp á Íslandi en búi nú í Danmörku. Hlusta má á framlag systranna í spilaranum að neðan. Fram kemur að þær hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið. „Að standa hérna saman sem systur er virkilega stórt fyrir okkur. Alla tíð höfum við upplifað saman súrt og sætt; við höfum upplifað missi og verið óhamingjusamar; en einnig upplifað góða hluti saman. Það sem önnur gengur í gegnum tekur hin eftir, og þess vegna er þetta lag fullkomið fyrir okkur,“ segja systurnar í samtali við DR. Höfundar lagsins I Was Gonna Marry Him eru þau Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön, sem hafnaði í þriðja sæti í dönsku undankeppninni árið 2021. Brynja Mary tók þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins árið 2020 með laginu Augun þín. Eurovision Íslendingar erlendis Danmörk Tónlist Tengdar fréttir Eineltið gaf mér styrk til að elta drauminn "Ég er að deyja úr spenningi. Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu augnabliki, að fara á svið með dönsurum og flytja lag sem ég hef sjálf samið.“ 31. janúar 2020 07:00 Brynja Mary frumsýnir myndband fyrir Söngvakeppnina Brynja Mary Sverrisdóttir er ung kona sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist. 6. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira
Tilkynnt var um þau átta atriði sem munu keppast um að verða framlag Danmerkur í Eurovision í morgun. Undankeppnin fer fram í Danmörku laugardagskvöldið 11. febrúar. Á vef DR kemur fram að systurnar séu miklir heimshornaflakkarar, hafi búið í sex mismunandi löndum og tali fimm tungumál. Þær hafi alist upp á Íslandi en búi nú í Danmörku. Hlusta má á framlag systranna í spilaranum að neðan. Fram kemur að þær hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið. „Að standa hérna saman sem systur er virkilega stórt fyrir okkur. Alla tíð höfum við upplifað saman súrt og sætt; við höfum upplifað missi og verið óhamingjusamar; en einnig upplifað góða hluti saman. Það sem önnur gengur í gegnum tekur hin eftir, og þess vegna er þetta lag fullkomið fyrir okkur,“ segja systurnar í samtali við DR. Höfundar lagsins I Was Gonna Marry Him eru þau Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön, sem hafnaði í þriðja sæti í dönsku undankeppninni árið 2021. Brynja Mary tók þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins árið 2020 með laginu Augun þín.
Eurovision Íslendingar erlendis Danmörk Tónlist Tengdar fréttir Eineltið gaf mér styrk til að elta drauminn "Ég er að deyja úr spenningi. Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu augnabliki, að fara á svið með dönsurum og flytja lag sem ég hef sjálf samið.“ 31. janúar 2020 07:00 Brynja Mary frumsýnir myndband fyrir Söngvakeppnina Brynja Mary Sverrisdóttir er ung kona sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist. 6. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira
Eineltið gaf mér styrk til að elta drauminn "Ég er að deyja úr spenningi. Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu augnabliki, að fara á svið með dönsurum og flytja lag sem ég hef sjálf samið.“ 31. janúar 2020 07:00
Brynja Mary frumsýnir myndband fyrir Söngvakeppnina Brynja Mary Sverrisdóttir er ung kona sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist. 6. febrúar 2020 11:30