„Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2023 11:34 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Formaður félags hjúkrunarfræðinga fagnar viðurkenningu Landspítala á ófullnægjandi starfsumhverfi á geðdeild - en ástandið sé auðvitað óboðlegt víðar. Yfirlýsingin var birt í tengslum við mál hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir manndráp. Málið, og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítala sem ákærð er fyrir manndráp í ágúst 2021 fór fram í vikunni. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa neytt næringardrykk ofan í sjúkling, með þeim afleiðingum að hann lést. Í yfirlýsingu Landspítala vegna málsins í gær segir að við atvikið hafi ýmsir annmarkar komið í ljós á geðþjónustunni - sem gerðar hafi verið úrbætur á. Spítalanum þykir jafnframt miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við „ófullnægjandi aðstæður“ á þessum tíma. Gott að fá viðurkenninguna Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga fagnar yfirlýsingu spítalans. „Þarna finnst mér Landspítalinn stíga fram með gott fordæmi og viðurkennir það að það þarf skýrara verklag, betri starfsaðstæður og aukna þjálfun. Og ég fagna því mjög. Nú er þessi viðurkenning komin þannig að nú verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður,“ segir Guðbjörg. Búið sé að gefa í á ýmsum sviðum - en ekki nógu mikið. Fyrst og fremst verði að bæta mönnun. Mál hjúkrunarfræðingsins, sem og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Hávært ákall sé um að refsilöggjöf verði endurskoðuð. „Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk. Ég ætla bara að leyfa mér að tala líka fyrir þeirra hönd því þau eru meðvituð um það og eru búin að vera það til margra ára. Það er mjög sérstakt að sinna starfi sem þú hefur áhuga á að læra, lærðir og vilt starfa við og síðan er þetta starfsumhverfið sem setur þér þessar skorður. Það eru engin lágmarksviðmið í mönnun, það eru ófullnægjandi starfsaðstæður, það vantar búnað og fleira. Síðan ef eitthvað kemur upp á ert það þú sem ert tekinn fyrir dómstóla, þú sem einstaklingur,“ segir Guðbjörg. Heilbrigðismál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10 Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítala sem ákærð er fyrir manndráp í ágúst 2021 fór fram í vikunni. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa neytt næringardrykk ofan í sjúkling, með þeim afleiðingum að hann lést. Í yfirlýsingu Landspítala vegna málsins í gær segir að við atvikið hafi ýmsir annmarkar komið í ljós á geðþjónustunni - sem gerðar hafi verið úrbætur á. Spítalanum þykir jafnframt miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við „ófullnægjandi aðstæður“ á þessum tíma. Gott að fá viðurkenninguna Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga fagnar yfirlýsingu spítalans. „Þarna finnst mér Landspítalinn stíga fram með gott fordæmi og viðurkennir það að það þarf skýrara verklag, betri starfsaðstæður og aukna þjálfun. Og ég fagna því mjög. Nú er þessi viðurkenning komin þannig að nú verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður,“ segir Guðbjörg. Búið sé að gefa í á ýmsum sviðum - en ekki nógu mikið. Fyrst og fremst verði að bæta mönnun. Mál hjúkrunarfræðingsins, sem og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Hávært ákall sé um að refsilöggjöf verði endurskoðuð. „Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk. Ég ætla bara að leyfa mér að tala líka fyrir þeirra hönd því þau eru meðvituð um það og eru búin að vera það til margra ára. Það er mjög sérstakt að sinna starfi sem þú hefur áhuga á að læra, lærðir og vilt starfa við og síðan er þetta starfsumhverfið sem setur þér þessar skorður. Það eru engin lágmarksviðmið í mönnun, það eru ófullnægjandi starfsaðstæður, það vantar búnað og fleira. Síðan ef eitthvað kemur upp á ert það þú sem ert tekinn fyrir dómstóla, þú sem einstaklingur,“ segir Guðbjörg.
Heilbrigðismál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10 Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10
Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58
Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17