Sigurjón Bragi keppir í Bocuse d´Or Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2023 14:28 Sigurjón Bragi Geirsson er hér annar frá hægri. Aðsend Matreiðslumaðurinn Sigurjón Bragi Geirsson mun keppa fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi næstkomandi sunnudag og mánudag. Í tilkynningu kemur fram að fulltrúar 24 þjóða muni keppa, en þjóðirnar fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu. Sigurjón Bragi vann keppnina Kokkur ársins 2019 og náði fimmta sæti í Bocuse d´Or Europe í Budapest í Ungverjalandi í október síðastliðnum. Þjálfari Sigurjóns er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2013 og 2021, og aðstoðarmaður Sigurjóns er Guðmundur Bender. Sigurjón er fjórði keppendinn í eldhúsið í Lyon, mánudaginn 23. janúar klukkan 08:52 að staðartíma. Verkefnið er þrír réttir á disk sem verða allir að innihalda grasker og fiskfat þar sem aðalhráefnið er skötuselur, hörpuskel og bláskel. Réttirnir þrír verða að vera bornir á borð fyrir dómnefndina fyrir klukkan 13:39 og fiskrétturinn klukkan 14:14 á íslenskum tíma. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og mun Friðgeir Eiríksson dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Seinni part mánudags munu úrslitin svo liggja fyrir. Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í tíu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun. Frakkland Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Mest lesið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að fulltrúar 24 þjóða muni keppa, en þjóðirnar fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu. Sigurjón Bragi vann keppnina Kokkur ársins 2019 og náði fimmta sæti í Bocuse d´Or Europe í Budapest í Ungverjalandi í október síðastliðnum. Þjálfari Sigurjóns er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2013 og 2021, og aðstoðarmaður Sigurjóns er Guðmundur Bender. Sigurjón er fjórði keppendinn í eldhúsið í Lyon, mánudaginn 23. janúar klukkan 08:52 að staðartíma. Verkefnið er þrír réttir á disk sem verða allir að innihalda grasker og fiskfat þar sem aðalhráefnið er skötuselur, hörpuskel og bláskel. Réttirnir þrír verða að vera bornir á borð fyrir dómnefndina fyrir klukkan 13:39 og fiskrétturinn klukkan 14:14 á íslenskum tíma. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og mun Friðgeir Eiríksson dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Seinni part mánudags munu úrslitin svo liggja fyrir. Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í tíu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.
Frakkland Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Mest lesið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira