Leggur til afnám við sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 23:48 Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðismanna vill ekki segja til um hvort að einstaklingum innan þjóðkirkjunnar fækki mikið með breytingunni. Málið snúist um prinisipp. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Breytingin felur í sér að færa ákvörðun um félagsaðild barna í trú- og lífsskoðunarfélög til foreldra og síðar til barnanna sjálfra þegar þau ná 12 ára aldri. Í gildandi lögum eru börn sjálfkrafa skráð í sama trú- eða lífsskoðunarfélag og foreldrar þess óháð því hvort skýr afstaða foreldranna liggi fyrir. Með breytingunni þyrfti skýr afstaða foreldra eða barns að vera til staðar. Þá verður úrsögnum úr trúar- og lífsskoðunarfélögum beint til Þjóðskrár en ekki til forstöðumanns félaganna. Loks verður börnum 12 ára og eldri gert kleift að ákveða félagsaðild sína í trú- og lífsskoðunarfélag sjálf en ekki 16 ára eins og kveðið er á um í dag. Hildur ræddi breytingarnar í Reykjavík síðdegis í dag: Hún segir að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á fjárhagsstöðu trúfélaga þar sem fjárhæð fylgi ekki einstaklingi í trúfélagi fyrr en hann nær 16 ára aldri. Hún vill ekki segja til um hvort það muni fækka mikið í þjóðkirkjunni með breytingunni. „Það eru örugglega áhyggjur einhverra, ég ætla ekki að gera lítið úr því, en það má líka spyrja sig hvort eðlilegt sé að fólk sé í þjóðkirkjunni en veit varla af því,“ segir Hildur. Hún segir eðlilegast að ákvörðun um skráningu sé tekin með skýrum vilja viðkomandi. „Ég vil nota tækifærið og segja að ég er í engri herferð gegn þjóðkirkjunni með þessu frumvarpi. Ég er sjálf í þjóðkirkjunni og hef ekkert upp á hana að klaga. Þetta snýst ekkert um það heldur miklu frekar prinsippið um að svona ákvörðun eigi að vera tekin með meðvitund einstaklings.“ Þjóðkirkjan Trúmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Í gildandi lögum eru börn sjálfkrafa skráð í sama trú- eða lífsskoðunarfélag og foreldrar þess óháð því hvort skýr afstaða foreldranna liggi fyrir. Með breytingunni þyrfti skýr afstaða foreldra eða barns að vera til staðar. Þá verður úrsögnum úr trúar- og lífsskoðunarfélögum beint til Þjóðskrár en ekki til forstöðumanns félaganna. Loks verður börnum 12 ára og eldri gert kleift að ákveða félagsaðild sína í trú- og lífsskoðunarfélag sjálf en ekki 16 ára eins og kveðið er á um í dag. Hildur ræddi breytingarnar í Reykjavík síðdegis í dag: Hún segir að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á fjárhagsstöðu trúfélaga þar sem fjárhæð fylgi ekki einstaklingi í trúfélagi fyrr en hann nær 16 ára aldri. Hún vill ekki segja til um hvort það muni fækka mikið í þjóðkirkjunni með breytingunni. „Það eru örugglega áhyggjur einhverra, ég ætla ekki að gera lítið úr því, en það má líka spyrja sig hvort eðlilegt sé að fólk sé í þjóðkirkjunni en veit varla af því,“ segir Hildur. Hún segir eðlilegast að ákvörðun um skráningu sé tekin með skýrum vilja viðkomandi. „Ég vil nota tækifærið og segja að ég er í engri herferð gegn þjóðkirkjunni með þessu frumvarpi. Ég er sjálf í þjóðkirkjunni og hef ekkert upp á hana að klaga. Þetta snýst ekkert um það heldur miklu frekar prinsippið um að svona ákvörðun eigi að vera tekin með meðvitund einstaklings.“
Þjóðkirkjan Trúmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira