Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Ólafur Björn Sverrisson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. janúar 2023 07:01 Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. vísir/sigurjón Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. Svo virðist sem færri hafi tök á að kaupa þær íbúðir sem nú eru á markaði en fyrir einstakling með allt að 250 þúsund króna greiðslubyrði eru innan við 100 íbúðir í boði miðað við 80 prósent óverðtryggt lán. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræddi áhrif verðtryggðra lána við Lillý Valgerði, fréttamann á Stöð 2: „Við sjáum hjá bönkunun að hrein, ný útlán eru 84 prósent verðtryggð sem er mikil breyting. Það er ár síðan fólk var að greiða upp í hrönnum,“ segir Kári en bætir við að verðtryggðu lánin séu að bjarga fasteignamarkaðnum frá því að vera í algjöru frosti en það sé vegna þess að færri eigi efni á að taka óverðtryggð lán. „Þetta getur dregið úr virkni peningastefnunnar, þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Hann telur að þróunin sé komin til að vera þar til að stýrivextir fari lækkandi. „Við sjáum það líka núna, ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, að þá eru verðtryggðu lánin í raun hagkvæmari. Það er bara viðsnúningur sem hefur átt sér stað síðustu mánuði, þar á undan höfðu óverðtryggðu lánin verið hagkvæmari í þónokkur ár,“ segir Kári. Hann segir nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðis kólna hraðar en önnur. „Hveragerði, Selfoss, Reykjanes en það mun koma skýrari mynd á það á næstu mánuðum. Í raun virðist þetta hafa minnst áhrif á landsbyggðina, enda eru íbúðaverð þannig á mörgum öðrum stöðum að greiðslugetan er ekki takmarkandi þáttur,“ segir Kári sem gerir ráð fyrir að markaðurinn kólni áfram þar til stýrivextir lækki á ný. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Svo virðist sem færri hafi tök á að kaupa þær íbúðir sem nú eru á markaði en fyrir einstakling með allt að 250 þúsund króna greiðslubyrði eru innan við 100 íbúðir í boði miðað við 80 prósent óverðtryggt lán. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræddi áhrif verðtryggðra lána við Lillý Valgerði, fréttamann á Stöð 2: „Við sjáum hjá bönkunun að hrein, ný útlán eru 84 prósent verðtryggð sem er mikil breyting. Það er ár síðan fólk var að greiða upp í hrönnum,“ segir Kári en bætir við að verðtryggðu lánin séu að bjarga fasteignamarkaðnum frá því að vera í algjöru frosti en það sé vegna þess að færri eigi efni á að taka óverðtryggð lán. „Þetta getur dregið úr virkni peningastefnunnar, þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Hann telur að þróunin sé komin til að vera þar til að stýrivextir fari lækkandi. „Við sjáum það líka núna, ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, að þá eru verðtryggðu lánin í raun hagkvæmari. Það er bara viðsnúningur sem hefur átt sér stað síðustu mánuði, þar á undan höfðu óverðtryggðu lánin verið hagkvæmari í þónokkur ár,“ segir Kári. Hann segir nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðis kólna hraðar en önnur. „Hveragerði, Selfoss, Reykjanes en það mun koma skýrari mynd á það á næstu mánuðum. Í raun virðist þetta hafa minnst áhrif á landsbyggðina, enda eru íbúðaverð þannig á mörgum öðrum stöðum að greiðslugetan er ekki takmarkandi þáttur,“ segir Kári sem gerir ráð fyrir að markaðurinn kólni áfram þar til stýrivextir lækki á ný.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira