Jafnréttisbarátta í 116 ár Tatjana Latinovic skrifar 27. janúar 2023 09:01 Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára í dag, stofnað 27. janúar 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Í stofnskrá stendur að félagið starfi að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Meira en öld frá þessum merka degi má með sanni segja að okkar hlutverk sé nú sem fyrr hið sama – að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, með áherslu á mannréttindi og starfi gegn hvers konar mismunun. Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi haldið í þá hefð að heiðra félaga sína sem skarað hafa fram úr í störfum sínum fyrir félagið, kvenréttindi og femíníska baráttu. Í ár er það okkur sönn ánægja að gera þrjár konur að heiðursfélögum í félaginu. Kvenréttindafélag Íslands heiðrar Esther Guðmundsdóttur fyrir áratugalöng störf í þágu félagsins og kvenréttinda, Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir störf í þágu kvenréttinda og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Esther, Kristín og Jóhanna hafa allar unnið ötullega að uppfylla þann draum sem súffragettur, Rauðsokkur og femínistar hafa borið í brjósti sér í meira en heila öld: að skapa samfélag sem byggist á kynjajafnrétti. Margt hefur áunnist, þökk sé þrotlausri baráttu þeirra, en því miður hafa konur á Íslandi ekki enn náð fullu jafnrétti á við karla og ekki njóta allar konur og kynsegin fólk á Íslandi góðs af jafnréttisbaráttu fyrri ára. Við skuldum þeim sem ruddu brautina fyrir okkur miklar þakkir en einnig loforð um að við munum halda baráttunni áfram þangað til jafnrétti er náð fyrir okkur öll. Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára ungt í dag. Við höldum baráttunni áfram og hvetjum öll til að taka þátt í henni með okkur. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hægt er að styðja við félagið til að halda áfram jafnréttisbaráttunni með því að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára í dag, stofnað 27. janúar 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Í stofnskrá stendur að félagið starfi að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Meira en öld frá þessum merka degi má með sanni segja að okkar hlutverk sé nú sem fyrr hið sama – að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, með áherslu á mannréttindi og starfi gegn hvers konar mismunun. Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi haldið í þá hefð að heiðra félaga sína sem skarað hafa fram úr í störfum sínum fyrir félagið, kvenréttindi og femíníska baráttu. Í ár er það okkur sönn ánægja að gera þrjár konur að heiðursfélögum í félaginu. Kvenréttindafélag Íslands heiðrar Esther Guðmundsdóttur fyrir áratugalöng störf í þágu félagsins og kvenréttinda, Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir störf í þágu kvenréttinda og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Esther, Kristín og Jóhanna hafa allar unnið ötullega að uppfylla þann draum sem súffragettur, Rauðsokkur og femínistar hafa borið í brjósti sér í meira en heila öld: að skapa samfélag sem byggist á kynjajafnrétti. Margt hefur áunnist, þökk sé þrotlausri baráttu þeirra, en því miður hafa konur á Íslandi ekki enn náð fullu jafnrétti á við karla og ekki njóta allar konur og kynsegin fólk á Íslandi góðs af jafnréttisbaráttu fyrri ára. Við skuldum þeim sem ruddu brautina fyrir okkur miklar þakkir en einnig loforð um að við munum halda baráttunni áfram þangað til jafnrétti er náð fyrir okkur öll. Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára ungt í dag. Við höldum baráttunni áfram og hvetjum öll til að taka þátt í henni með okkur. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hægt er að styðja við félagið til að halda áfram jafnréttisbaráttunni með því að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun