Með lögum skal land byggja en ekki með ólögum eyða Askur Hrafn Hannesson og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 27. janúar 2023 18:00 Þann 23. janúar síðastliðinn kom Alþingi saman í fyrsta sinn eftir jólafrí. Eina málið á dagskrá var hið umdeilda útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram heldur það fimmta og er Jón Gunnarsson fjórði ráðherrann til að leggja það fram. Lögleiðing mannréttindabrota Ástæðan fyrir því að við fundum okkur knúin til að skrifa þennan pistil er því okkur blöskrar við mannréttindabrotunum sem reynt er að lögleiða með þessu frumvarpi. Ekki eingöngu það heldur brýtur frumvarpið gegn stjórnarsáttmála núverandi stjórnar, lögfestum mannréttindasáttmálum og jafnréttislögum. Ekki var ráðgast við sérfræðinga í gerð frumvarpsins, enda er það skýrt að ekki er tekið tillit til jaðarhópa og annars fólks í mismunandi stöðu heldur bara öllum gefinn sami stimpill. Ef að Amnesty International, Rauði krossinn og Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna o.fl. eru að gagnrýna frumvarpið þá ætti það að vera frekar góð vísbending um að eitthvað sé að. Væri ekki viturlegra að hlusta á þessi samtök sem sérhæfa sig í mannréttindum frekar en að hunsa þau. Þó ríki sé þróað og eitthvað lýðræði sé til staðar þýðir það ekki að lögin verndi alla einstaklinga. Íslensk útlendingastefna hefur alltaf verið grimm. Sem er frekar mikil hræsni þegar tillit er tekið til þess að við erum afkomendur flóttafólks og innflytjenda. Ingólfur Arnarsson var flóttamaður frá Noregi. Er ekki kominn tími á að prófa eitthvað nýtt? Viljum við sem Íslendingar ekki sýna mannúð og manngæsku frekar? Hvenær urðu mannréttindi einskis virði? Frumvarpið hirðir lítið sem ekkert um mannréttindi og heldur það þvert á móti áfram með þá vegferð sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið á þegar kemur að málefnum fólks á flótta. Þetta er afar furðulegt þar sem eftir síðustu kosningar bað Katrín sérstaklega um að mannréttindamál væru undir hennar ráðuneyti. Hvernig getum við klappað okkur á bakið fyrir að vera draumavelferðarríki en samt sem áður haldið því fram að kerfið okkar sé of veikt til að við getum borið virðingu fyrir mannréttindum fólks á flótta. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin hafi hreint og sagt orðið þreytt á að vera ítrekað gerð afturreka með falleinkunn sína í mannréttindageiranum og sé því að áforma að breyta leikreglunum og geta með því móti haldið áfram að fremja mannréttindabrot í skjóli laganna. 6. gr frumvarpsins er ákvæði um að svipta fólk þeirri lágmarksaðstoð sem það fær, að 30 dögum liðnum eftir lokasynjun En í hverju er þessi lágmarksaðstoð nákvæmlega fólgin? 5.000-8.000 krónur á viku, herbergi jafnvel með ókunnugu fólki, neyðarheilbrigðisþjónusta, það er allt og sumt. Núverandi ríkisstjórn skrifaði undir stjórnarsáttmála og verið er að brjóta alvarlega gegn honum með þessu frumvarpi. Er engu líkara en að þingflokkur Vinstri grænna hafi hreinlega lagt upp laupana þegar kemur að stefnu þeirra í útlendingamálum. Sjaldan hefur skaupið hitt naglann jafn vel á höfuðið og þegar “grínast” var með að gildi þeirra séu til sölu. Barnasáttmálinn er lögfestur hér á landi en það virðist ekki skipta suma aðila máli þegar þeir vernda ákveðin ákvæði sem brjóta hann beint. Einnig er vert að nefna að fjölmörg brot eru á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Heilbrigðisþjónusta eru grundvallarmannréttindi. Lögreglu verður heimilt að afla vottorða frá heilbrigðisyfirvöldum um líkamlegt og andlegt heilbrigði einstaklings til að geta ferðast. Frumvarpið tryggir lögreglu heimild til þess að afla heilsufarsupplýsinga með því að neyða heilbrigðisstarfsfólk til að afhenda þessar viðkvæmur persónuupplýsingar. Lögreglu er gefin heimild til að neyða sjúklinga að gangast undir heilbrigðismat og læknisrannsókn. Í lögum um réttindi sjúklinga sem staðfest voru á þingi 1997 kemur skýrt fram að “sjúklingur ræður sjálfur hvort hann þiggi meðferð eða ekki og að enga meðferð megi framkvæma án samþykkis sjúklings” Í siðareglum félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gr.2.4 sem staðfestar voru 2015 stendur “Hjúkrunarfræðingur stendur vörð um rétt skjólstæðings til einkalífs með því að gæta trúnaðar og þagmælsku og fer að siðareglum og lögum þegar hann deilir persónugreinanlegum upplýsingum með öðrum.” Þetta er ekkert nema hreint brot á friðhelgi einkalífsins. Í hvaða heimi er þetta í lagi? Bæði Embætti Landlæknis og Læknafélag Íslands hafa skrifað umsagnir við frumvarpið þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum. Samræmi Þetta frumvarp á sér ekki fyrirmynd í stefnum annarra ríkja sama hvað sumir stjórnmálamenn halda fram. Jafnvel nágrannar okkar í Danmörku sem eru með ströngustu útlendingastefnu Evrópu ganga ekki jafn langt. Þar er lágmarksþjónusta aldrei felld niður. Raunverulegt markmið breytingarinnar á 6.gr. er að þvinga fólk til að fara “sjálfviljugt” úr landi þegar stjórnvöld geta ekki flutt það nauðugt. Meginmarkmið 1.gr um heimild til flýtimeðferðar, sem býr til skilgreininguna á endurtekinni umsókn, virðist eingöngu hafa verið gert sem afsökun til að hafna beiðnum. Að útrýma beiðnum um endurupptöku mála er ekki í samræmi við ákvæði Evróputilskipunarinnar sem vísað er til. Það að afnema rétt til endurupptöku máls meinar fólki um rétt sinn að sækja aftur um vegna nýrra gagna eða upplýsinga. Ætli það sé einhver tenging á milli þessarar tillögu og þeirrar staðreyndar að oft vinnast mál í endurupptöku eftir neikvæðan lokaúrskurð? Áhyggjur Íslendinga En auðvitað er skiljanlegt að þetta litla eyríki hafi einhverjar áhyggjur. Heyrst hefur að það sé alltof mikil vinna að breyta kerfinu. Hins vegar hefur móttaka flóttafólks frá Úkraínu sýnt að ekki þurfi að gera neinar lagabreytingar til þess að auka skilvirkni kerfisins til muna. Og sumir spyrja sig ef til vill, en hvað með kostnaðinn sem fylgir hælisleitendum sem íslenskir borgarar þurfa að greiða með sköttunum sínum. Þá er staðreyndin sú að breytingarnar sem þetta frumvarp reynir að innleiða verður til þess að einstaklingum sem eru hér árum saman án þess að fá niðurstöðu í máli sínu mun fjölga. Frumvarpið eyðileggur ákvæði sem sett voru sérstaklega til að leysa það vandamál. Kostnaður við uppihald og þjónustu eykst fyrir vikið. Það er peningur sem hefði getað verið nýttur til að bæta samfélagið og styrkja innviði landsins. Eða bara einfaldlega brenna þá, hefði nánast verið betri nýting. En peningar eru ekki allt. Þetta er fólk. Allt fólk er jafnt, en sumt fólk er jafnara en annað Við sem Ísland elskum að státa okkur af því að vera jafnréttindarparadís en síðan eru stjórnvöldin okkar að koma í gegn frumvörpum eins og þessu? Ekki er tekið tillit til sérstöðu fatlaðra, hinsegin og trans einstaklinga. Það er sorgleg staðreynd að þetta frumvarp mun ekki hafa áhrif á öll á sama hátt og því getum við ekki boxað alla sem “útlendinga”, meta þarf hverja umsókn á sínum eigin forsendum. 8.grein frumvarpsins gerir Útlendingastofnun heimilt að senda fólk til hvert sem þeim sýnist eftir synjun umsóknar. Löndin myndu ekki þurfa að vera skilgreind sem örugg ríki og ekki einu sinni vera með aðild að Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Útlendingastofnun telji eitt ríki öruggt þýðir það ekki að það ríki sé öruggt fyrir alla einstaklinga. Einkunn Íslands hjá Rainbow Europe telur stöðu hinsegin flóttafólks vera frekar góða. Samt sendum við fólk til Ungverjalands þar sem nánast enga lagalega vernd fyrir hinsegið fólk er að finna því það er talið “öruggt” af Útlendingastofnun. Frumvarpið mun gera þeim mun auðveldara að vísa fólki til landa sem munu brjóta á réttindum þeirra. Af hverju er íslenska ríkið að bregðast skyldu sinni með því að senda aftur einstaklinga í hættulegar og ómannúðlegar aðstæður? “Land tækifæranna” Ættum við ekki frekar að fjárfesta í innviðum? Eða aðlögun fólks að samfélaginu? Af hverju erum við að eyða tímanum okkar í að koma í gegn ómannúðlögum lögum frekar en eitthvað sem gagnast í raun fólki? Við héldum að við værum land tækifæranna, en það á greinilega bara við fyrir suma. Við skorum á stjórnvöld að stöðva þessa lögleiðingu mannréttindabrota undir eins. Höfundar eru meðlimir grasrótarhreyfingarinnar Fellum frumvarpið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 23. janúar síðastliðinn kom Alþingi saman í fyrsta sinn eftir jólafrí. Eina málið á dagskrá var hið umdeilda útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram heldur það fimmta og er Jón Gunnarsson fjórði ráðherrann til að leggja það fram. Lögleiðing mannréttindabrota Ástæðan fyrir því að við fundum okkur knúin til að skrifa þennan pistil er því okkur blöskrar við mannréttindabrotunum sem reynt er að lögleiða með þessu frumvarpi. Ekki eingöngu það heldur brýtur frumvarpið gegn stjórnarsáttmála núverandi stjórnar, lögfestum mannréttindasáttmálum og jafnréttislögum. Ekki var ráðgast við sérfræðinga í gerð frumvarpsins, enda er það skýrt að ekki er tekið tillit til jaðarhópa og annars fólks í mismunandi stöðu heldur bara öllum gefinn sami stimpill. Ef að Amnesty International, Rauði krossinn og Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna o.fl. eru að gagnrýna frumvarpið þá ætti það að vera frekar góð vísbending um að eitthvað sé að. Væri ekki viturlegra að hlusta á þessi samtök sem sérhæfa sig í mannréttindum frekar en að hunsa þau. Þó ríki sé þróað og eitthvað lýðræði sé til staðar þýðir það ekki að lögin verndi alla einstaklinga. Íslensk útlendingastefna hefur alltaf verið grimm. Sem er frekar mikil hræsni þegar tillit er tekið til þess að við erum afkomendur flóttafólks og innflytjenda. Ingólfur Arnarsson var flóttamaður frá Noregi. Er ekki kominn tími á að prófa eitthvað nýtt? Viljum við sem Íslendingar ekki sýna mannúð og manngæsku frekar? Hvenær urðu mannréttindi einskis virði? Frumvarpið hirðir lítið sem ekkert um mannréttindi og heldur það þvert á móti áfram með þá vegferð sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið á þegar kemur að málefnum fólks á flótta. Þetta er afar furðulegt þar sem eftir síðustu kosningar bað Katrín sérstaklega um að mannréttindamál væru undir hennar ráðuneyti. Hvernig getum við klappað okkur á bakið fyrir að vera draumavelferðarríki en samt sem áður haldið því fram að kerfið okkar sé of veikt til að við getum borið virðingu fyrir mannréttindum fólks á flótta. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin hafi hreint og sagt orðið þreytt á að vera ítrekað gerð afturreka með falleinkunn sína í mannréttindageiranum og sé því að áforma að breyta leikreglunum og geta með því móti haldið áfram að fremja mannréttindabrot í skjóli laganna. 6. gr frumvarpsins er ákvæði um að svipta fólk þeirri lágmarksaðstoð sem það fær, að 30 dögum liðnum eftir lokasynjun En í hverju er þessi lágmarksaðstoð nákvæmlega fólgin? 5.000-8.000 krónur á viku, herbergi jafnvel með ókunnugu fólki, neyðarheilbrigðisþjónusta, það er allt og sumt. Núverandi ríkisstjórn skrifaði undir stjórnarsáttmála og verið er að brjóta alvarlega gegn honum með þessu frumvarpi. Er engu líkara en að þingflokkur Vinstri grænna hafi hreinlega lagt upp laupana þegar kemur að stefnu þeirra í útlendingamálum. Sjaldan hefur skaupið hitt naglann jafn vel á höfuðið og þegar “grínast” var með að gildi þeirra séu til sölu. Barnasáttmálinn er lögfestur hér á landi en það virðist ekki skipta suma aðila máli þegar þeir vernda ákveðin ákvæði sem brjóta hann beint. Einnig er vert að nefna að fjölmörg brot eru á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Heilbrigðisþjónusta eru grundvallarmannréttindi. Lögreglu verður heimilt að afla vottorða frá heilbrigðisyfirvöldum um líkamlegt og andlegt heilbrigði einstaklings til að geta ferðast. Frumvarpið tryggir lögreglu heimild til þess að afla heilsufarsupplýsinga með því að neyða heilbrigðisstarfsfólk til að afhenda þessar viðkvæmur persónuupplýsingar. Lögreglu er gefin heimild til að neyða sjúklinga að gangast undir heilbrigðismat og læknisrannsókn. Í lögum um réttindi sjúklinga sem staðfest voru á þingi 1997 kemur skýrt fram að “sjúklingur ræður sjálfur hvort hann þiggi meðferð eða ekki og að enga meðferð megi framkvæma án samþykkis sjúklings” Í siðareglum félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gr.2.4 sem staðfestar voru 2015 stendur “Hjúkrunarfræðingur stendur vörð um rétt skjólstæðings til einkalífs með því að gæta trúnaðar og þagmælsku og fer að siðareglum og lögum þegar hann deilir persónugreinanlegum upplýsingum með öðrum.” Þetta er ekkert nema hreint brot á friðhelgi einkalífsins. Í hvaða heimi er þetta í lagi? Bæði Embætti Landlæknis og Læknafélag Íslands hafa skrifað umsagnir við frumvarpið þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum. Samræmi Þetta frumvarp á sér ekki fyrirmynd í stefnum annarra ríkja sama hvað sumir stjórnmálamenn halda fram. Jafnvel nágrannar okkar í Danmörku sem eru með ströngustu útlendingastefnu Evrópu ganga ekki jafn langt. Þar er lágmarksþjónusta aldrei felld niður. Raunverulegt markmið breytingarinnar á 6.gr. er að þvinga fólk til að fara “sjálfviljugt” úr landi þegar stjórnvöld geta ekki flutt það nauðugt. Meginmarkmið 1.gr um heimild til flýtimeðferðar, sem býr til skilgreininguna á endurtekinni umsókn, virðist eingöngu hafa verið gert sem afsökun til að hafna beiðnum. Að útrýma beiðnum um endurupptöku mála er ekki í samræmi við ákvæði Evróputilskipunarinnar sem vísað er til. Það að afnema rétt til endurupptöku máls meinar fólki um rétt sinn að sækja aftur um vegna nýrra gagna eða upplýsinga. Ætli það sé einhver tenging á milli þessarar tillögu og þeirrar staðreyndar að oft vinnast mál í endurupptöku eftir neikvæðan lokaúrskurð? Áhyggjur Íslendinga En auðvitað er skiljanlegt að þetta litla eyríki hafi einhverjar áhyggjur. Heyrst hefur að það sé alltof mikil vinna að breyta kerfinu. Hins vegar hefur móttaka flóttafólks frá Úkraínu sýnt að ekki þurfi að gera neinar lagabreytingar til þess að auka skilvirkni kerfisins til muna. Og sumir spyrja sig ef til vill, en hvað með kostnaðinn sem fylgir hælisleitendum sem íslenskir borgarar þurfa að greiða með sköttunum sínum. Þá er staðreyndin sú að breytingarnar sem þetta frumvarp reynir að innleiða verður til þess að einstaklingum sem eru hér árum saman án þess að fá niðurstöðu í máli sínu mun fjölga. Frumvarpið eyðileggur ákvæði sem sett voru sérstaklega til að leysa það vandamál. Kostnaður við uppihald og þjónustu eykst fyrir vikið. Það er peningur sem hefði getað verið nýttur til að bæta samfélagið og styrkja innviði landsins. Eða bara einfaldlega brenna þá, hefði nánast verið betri nýting. En peningar eru ekki allt. Þetta er fólk. Allt fólk er jafnt, en sumt fólk er jafnara en annað Við sem Ísland elskum að státa okkur af því að vera jafnréttindarparadís en síðan eru stjórnvöldin okkar að koma í gegn frumvörpum eins og þessu? Ekki er tekið tillit til sérstöðu fatlaðra, hinsegin og trans einstaklinga. Það er sorgleg staðreynd að þetta frumvarp mun ekki hafa áhrif á öll á sama hátt og því getum við ekki boxað alla sem “útlendinga”, meta þarf hverja umsókn á sínum eigin forsendum. 8.grein frumvarpsins gerir Útlendingastofnun heimilt að senda fólk til hvert sem þeim sýnist eftir synjun umsóknar. Löndin myndu ekki þurfa að vera skilgreind sem örugg ríki og ekki einu sinni vera með aðild að Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Útlendingastofnun telji eitt ríki öruggt þýðir það ekki að það ríki sé öruggt fyrir alla einstaklinga. Einkunn Íslands hjá Rainbow Europe telur stöðu hinsegin flóttafólks vera frekar góða. Samt sendum við fólk til Ungverjalands þar sem nánast enga lagalega vernd fyrir hinsegið fólk er að finna því það er talið “öruggt” af Útlendingastofnun. Frumvarpið mun gera þeim mun auðveldara að vísa fólki til landa sem munu brjóta á réttindum þeirra. Af hverju er íslenska ríkið að bregðast skyldu sinni með því að senda aftur einstaklinga í hættulegar og ómannúðlegar aðstæður? “Land tækifæranna” Ættum við ekki frekar að fjárfesta í innviðum? Eða aðlögun fólks að samfélaginu? Af hverju erum við að eyða tímanum okkar í að koma í gegn ómannúðlögum lögum frekar en eitthvað sem gagnast í raun fólki? Við héldum að við værum land tækifæranna, en það á greinilega bara við fyrir suma. Við skorum á stjórnvöld að stöðva þessa lögleiðingu mannréttindabrota undir eins. Höfundar eru meðlimir grasrótarhreyfingarinnar Fellum frumvarpið.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun