Gægjuþörfin meiri hjá þeim sem fylgjast með raunveruleikasjónvarpi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 21:59 Elva Björk Ágústsdóttir er sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin. Vísir Sálfræðikennari segir fólk sem fylgist vel með samfélagsmiðlastjörnum og raunveruleikasjónvarpi hafa meiri „gægjuþörf“ en aðrir. Forvitnin skýrist af áhuga fólks á því að fylgjast með öðrum. Suma dreymi jafnvel um að feta í fótspor áhrifavalda. Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist ekki ætla að halda því fram að allir liggi í djúpum þönkum yfir skjánum, sumir vilji einfaldlega horfa á eitthvað þægilegt efni. Hins vegar geti meira búið að baki. „Ef við hugsum þetta í þróunarlegu samhengi þá höfum við alltaf haft áhuga á öðru fólki og áhuga á hvað annað fólk var að gera. Þannig urðu þjóðsögur til og svo framvegis. Það eru margar sálfræðilegar pælingar á bak við þetta. Þær sálfræðilegu pælingar sem mér fannst „meika sens“ var ein hugmyndin, að í grunninn viljum við vita meira um fólk. Við viljum læra um fólk og hverjum við getum treyst og þess háttar. Þannig að það hjálpaði okkur sem dýrategund að lifa af með því að læra um fólk.“ Horfum á hin sem þora að taka stökkið Elva Björk segir að áhugi fólks á áhrifavöldum gæti skýrst af því að þeir standi manni jafnan nærri í daglegu lífi. Áhrifavaldar lifi jafnan ýktari útgáfu af lífinu. „Þannig að við erum kannski að lifa einhverju hversdagslegu lífi og höfum drauma um að gera hitt og þetta. Og í rauninni lifum við það í gegnum aðra, við þorum ekki að taka stökkið en horfum á hin sem þora að taka stökkið og finnst gaman að fylgjast með öðru fólki gera það. Svipað og að fylgjast með fólki flytja til útlanda.“ Skemmtilegra að fylgjast með einhverju raunverulegu Elva Björk segir að þeir sem hafi mikinn áhuga á raunveruleikasjónvarpi hafi sérstakan áhuga á því að fylgjast með fólki. „Það hefur verið gerð rannsókn á gægjuhneigð og hún er hærri hjá þeim sem fylgjast mikið með raunveruleikasjónvarpi. Það sem gerir þetta, eins og raunveruleikasjónvarp, samfélagsmiðlastjörnur og svoleiðis kannski áhugaverða, er að okkur finnst skemmtilegra að fylgjast með einhverju sem er raunverulega raunverulegt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Samfélagsmiðlar Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist ekki ætla að halda því fram að allir liggi í djúpum þönkum yfir skjánum, sumir vilji einfaldlega horfa á eitthvað þægilegt efni. Hins vegar geti meira búið að baki. „Ef við hugsum þetta í þróunarlegu samhengi þá höfum við alltaf haft áhuga á öðru fólki og áhuga á hvað annað fólk var að gera. Þannig urðu þjóðsögur til og svo framvegis. Það eru margar sálfræðilegar pælingar á bak við þetta. Þær sálfræðilegu pælingar sem mér fannst „meika sens“ var ein hugmyndin, að í grunninn viljum við vita meira um fólk. Við viljum læra um fólk og hverjum við getum treyst og þess háttar. Þannig að það hjálpaði okkur sem dýrategund að lifa af með því að læra um fólk.“ Horfum á hin sem þora að taka stökkið Elva Björk segir að áhugi fólks á áhrifavöldum gæti skýrst af því að þeir standi manni jafnan nærri í daglegu lífi. Áhrifavaldar lifi jafnan ýktari útgáfu af lífinu. „Þannig að við erum kannski að lifa einhverju hversdagslegu lífi og höfum drauma um að gera hitt og þetta. Og í rauninni lifum við það í gegnum aðra, við þorum ekki að taka stökkið en horfum á hin sem þora að taka stökkið og finnst gaman að fylgjast með öðru fólki gera það. Svipað og að fylgjast með fólki flytja til útlanda.“ Skemmtilegra að fylgjast með einhverju raunverulegu Elva Björk segir að þeir sem hafi mikinn áhuga á raunveruleikasjónvarpi hafi sérstakan áhuga á því að fylgjast með fólki. „Það hefur verið gerð rannsókn á gægjuhneigð og hún er hærri hjá þeim sem fylgjast mikið með raunveruleikasjónvarpi. Það sem gerir þetta, eins og raunveruleikasjónvarp, samfélagsmiðlastjörnur og svoleiðis kannski áhugaverða, er að okkur finnst skemmtilegra að fylgjast með einhverju sem er raunverulega raunverulegt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira