„Ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2023 12:02 Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins segir augljóst að með útspili sínu sé ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar óskaði í gær eftir fundi með Guðmundi Inga Guðbrandssyni vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA. Rikissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu, sem samninganefnd Eflingar hefur hafnað en ríkissáttasemjari vill leggja tillöguna fyrir Eflingarliða. Hann óskaði á föstudag eftir liðsinni héraðsdóms með að fá kjörskrá Eflingar afhenta, en stjórn Eflingar hefur neitað að afhenda hana. Sólveig Anna skrifar í pistli á Facebook sem hún birti í gærkvöldi að vegna útspils ríkissáttasemjara sé traust verkalýðsfélaga á honum skert og segir hún framferði hans óþolandi. „Við teljum að það sé ekki búið að fullreyna allar leiðir sem eru til staðar fyrir samningsaðila til að ná kjarasamningi og viljum skora á ríkissáttasemjara að draga þessa meintu miðlunartillögu til baka og gefa félaginu færi á að semja við viðsemjanda sinn,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu vonlaus í fjölmennu félagi Öll stærstu stéttarfélög landsins hafa gagnrýnt úspil ríkissáttasemjara og þingmenn sömuleiðis. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í gær að atkvæðagreiðsla ríkissáttasemjara væri skrumskæling á lýðræði. Kristján Þórður tekur undir það sjónarmið. „Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu, í svona stórum hópi, er þannig að stór hluti atkvæða þarf að falla gegn tillögunni til að geta fellt hana. Í svona fjölmennu félagi getur það reynst vonlaust. Það er það sem er mjög slæmt í þessu. Þetta er minna atriði þegar við erum með fámenna hópa. Þetta er verulega slæm leið til að fara.“ Alþingi þurfi að endurskoða ákvæði í lögum um miðlunartillögur. „Þetta hefur ekki reynst vera vandamál hingað til á almennum markaði, þar sem miðlunartillögur hafa ekki verið lagðar fram nema samningsaðilar séu sáttir um að það verði gert. Ríkissáttasemjarar hafa alltaf leitað samþykkis samningsaðila. Nú er breyting þar á sem ég tel gríðarlega slæma þróun,“ segir Kristján. „Ég held að það þurfi að stíga skref til baka með þessa tillögu, draga hana til baka, því hún er ekki að uppfylla þessi formsatriði sem venja er um á vinnumarkaði. Ef það er ekki gert er tímabært að endurskoða þetta ákvæði í lögum.“ Ráðherra gæti þurft að grípa inn í Er ríkissáttasemjari að reyna að auka sínar valdheimildir með þessu? „Já, þarna er ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar með því að brjóta niður þær venjur sem hafa verið á vinnumarkaði. Það er auðvitað algjörlega galið að grípa til þeirra aðgerða á þessum tímapunkti. Ég held hann þurfi að sjá að sér í þessu, draga þetta til baka og gefa samningsaðilum færi á að semja.“ Jafnvel þurfi ráðherra að grípa inn í. „Það gæti alveg farið svo að ráðherra þurfi að grípa inn í þessa stöðu. Nú þekki ég ekki hvaða heimildir hann hefur en það er auglóst að það þarf að afstýra þessu. Það er auðvitað samt sem áður ríkissáttsemjari sem þarf að taka ákvörðun og stíga skrefið.“ Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa náði af honum tali fyrir hádegi. Þá náðist ekki í Guðmund Inga Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra, við gerð fréttarinnar. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils sáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra en hún birti bréf þess efnis á Facebook síðu sinni. Hún segir traust verkalýðsfélaga til ríkissáttarsemjara skert og framferði hans óþolandi. 29. janúar 2023 09:44 Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50 Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar óskaði í gær eftir fundi með Guðmundi Inga Guðbrandssyni vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA. Rikissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu, sem samninganefnd Eflingar hefur hafnað en ríkissáttasemjari vill leggja tillöguna fyrir Eflingarliða. Hann óskaði á föstudag eftir liðsinni héraðsdóms með að fá kjörskrá Eflingar afhenta, en stjórn Eflingar hefur neitað að afhenda hana. Sólveig Anna skrifar í pistli á Facebook sem hún birti í gærkvöldi að vegna útspils ríkissáttasemjara sé traust verkalýðsfélaga á honum skert og segir hún framferði hans óþolandi. „Við teljum að það sé ekki búið að fullreyna allar leiðir sem eru til staðar fyrir samningsaðila til að ná kjarasamningi og viljum skora á ríkissáttasemjara að draga þessa meintu miðlunartillögu til baka og gefa félaginu færi á að semja við viðsemjanda sinn,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu vonlaus í fjölmennu félagi Öll stærstu stéttarfélög landsins hafa gagnrýnt úspil ríkissáttasemjara og þingmenn sömuleiðis. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í gær að atkvæðagreiðsla ríkissáttasemjara væri skrumskæling á lýðræði. Kristján Þórður tekur undir það sjónarmið. „Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu, í svona stórum hópi, er þannig að stór hluti atkvæða þarf að falla gegn tillögunni til að geta fellt hana. Í svona fjölmennu félagi getur það reynst vonlaust. Það er það sem er mjög slæmt í þessu. Þetta er minna atriði þegar við erum með fámenna hópa. Þetta er verulega slæm leið til að fara.“ Alþingi þurfi að endurskoða ákvæði í lögum um miðlunartillögur. „Þetta hefur ekki reynst vera vandamál hingað til á almennum markaði, þar sem miðlunartillögur hafa ekki verið lagðar fram nema samningsaðilar séu sáttir um að það verði gert. Ríkissáttasemjarar hafa alltaf leitað samþykkis samningsaðila. Nú er breyting þar á sem ég tel gríðarlega slæma þróun,“ segir Kristján. „Ég held að það þurfi að stíga skref til baka með þessa tillögu, draga hana til baka, því hún er ekki að uppfylla þessi formsatriði sem venja er um á vinnumarkaði. Ef það er ekki gert er tímabært að endurskoða þetta ákvæði í lögum.“ Ráðherra gæti þurft að grípa inn í Er ríkissáttasemjari að reyna að auka sínar valdheimildir með þessu? „Já, þarna er ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar með því að brjóta niður þær venjur sem hafa verið á vinnumarkaði. Það er auðvitað algjörlega galið að grípa til þeirra aðgerða á þessum tímapunkti. Ég held hann þurfi að sjá að sér í þessu, draga þetta til baka og gefa samningsaðilum færi á að semja.“ Jafnvel þurfi ráðherra að grípa inn í. „Það gæti alveg farið svo að ráðherra þurfi að grípa inn í þessa stöðu. Nú þekki ég ekki hvaða heimildir hann hefur en það er auglóst að það þarf að afstýra þessu. Það er auðvitað samt sem áður ríkissáttsemjari sem þarf að taka ákvörðun og stíga skrefið.“ Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa náði af honum tali fyrir hádegi. Þá náðist ekki í Guðmund Inga Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra, við gerð fréttarinnar.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils sáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra en hún birti bréf þess efnis á Facebook síðu sinni. Hún segir traust verkalýðsfélaga til ríkissáttarsemjara skert og framferði hans óþolandi. 29. janúar 2023 09:44 Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50 Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils sáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra en hún birti bréf þess efnis á Facebook síðu sinni. Hún segir traust verkalýðsfélaga til ríkissáttarsemjara skert og framferði hans óþolandi. 29. janúar 2023 09:44
Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 28. janúar 2023 16:50
Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22