Fjölbýli í blíðu og stríðu Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar 30. janúar 2023 11:31 Húseigendafélagið hefur langa og mikla reynslu í málum fjölbýlishúsa og samskiptum eigenda og íbúa þeirra. Á loftinu er kæti og kliður,Þótt klukkan sé þegar tólf.Og þá lýstur þanka niður,að þak mitt er annars gólf. Svona orti sænskt öndvegisskáld um miðja síðustu öld og snillingurinn Magnús Ásgeirsson þýddi. Í þessu ljóði er komið að kjarna fjölbýlis og að Palli er ekki einn í heiminum. Í fjölbýlishúsum er fólk undir sama þaki og inn á gafli hvert hjá öðru. Slíkt fyrirkomulag hefur marga kosti en býður á hinn bóginn upp á vandamál, sem flest má rekja til mannlegs breiskleika og skorti á þeim þroska, tillitssemi og umburðarlyndi, sem er forsenda fyrir heilbrigðu og farsælu sambýli. Gott sambýli byggist á málamiðlun þar sem gagnkvæmur skilningur, virðing, tillitssemi og umburðarlyndi vega þyngst. Þetta ljóðabrot segir margt og mikið og í því krystallast lífið í sambýli. Fólk er misjafnt eins og það er margt. Einn vill fjör en annar frið. Einn vakir og bröltir meðan annar vill sofa. Einn vill þetta og annar vill hitt. Einn er fyrirferðamikill og hávær meðan annar er músin sem læðist. Á einn bítur ekkert meðan annar er viðkvæmnin uppmáluð. Meðalhófið er vandratað. Góður granni er gulli betri. Hinn gullni meðalvegur er vandrataður. Þegar fólk er undir sama þaki og inn á gafli hvert hjá öðru og deilir gögnum og gæðum og kostnaði og ábyrgð, má lítið út af bregða. Fólk veður að gæta gá að sér og stíga varlega til jarðar því víða leynst viðkvæmar tær sem ekki má trampa á. Það þarf þó nokkurn þroska til að vera hæfur í húsum og fjölbýli. Tillitssemi á annnan kantinn og og umburðarlyndi á hinn eru dýrmæt gildi sem hafa verður í hávegum ef sambýli á að lukkast. Ef við værum nógu þroskuð og þessi gildi væru rótgróin og innvígð þyrfti ekki mikla lagabálka og lögfræðinga til að bjástra á þessu sviði. Það verður að miða við það sem er venjulegt hjá svona upp og ofan fólki, hjá jónum og gunnum þessa lands. Þá dyggðu lög dýranna í Hálsaskógi. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og ekkert dýr má éta annað dýr. En því miður þá eru svo margir Mikkar og refir í okkar heimi að það kallar á flóknari lög og fleiri lögfræðinga en í Hálsaskógi. Til Húseigendafélagins rata mál í öllum regnbogans litum og af öllum stærðum og gerðum. Allt frá léttum pirringi upp í háalvarleg mál þar sem miklir hagsmuninir, fjárhagslegir og mannlegir, eru í húfi. Öll mannleg athafnasemi getur þróast í ónæði gagnvart sambýlingum. Það getur verið hávaði af öllum toga, sóðaskapur, lykt, reykur, titringur og hvaðeina. Menn geta valdið vandræðum og verið hver öðrum til ama og leiðinda með óteljandi móti og jafnvel með yfirþyrmandi og skefjalausum elskulegheitum, sem geta víst verið óþolandi til lengdar í stórum skömmtum. Málin eru árstíðabundin. Mál vegna aspa og sláttuvélahávaða, koma af einhverjum ástæðum upp á sumrin, en mál vegna jólaljósa, skötustækja og hálkuslysa spretta upp á veturna. Á haustin í kjölfar mikillla vatnsveðra koma svo gallamál vegna leka og raka. Sumir segja að það sé a.m.k. einn friðarspillir og leiðindamaur í hverju fjölebýlishúsi, nánast merktur inn á samþykktri teikningu. Einhvers staðar verða jú vondir að vera. Menn deila um framkvæmddir, nú eða eða framkvæmdaleysi og um kostnað og skiptingu hans. Hvað þurfi að gera og þurfi ekki að gera. Víglínan liggur oft um bílastæði og þvottahús. Dýr, hundar og kettir eru oft deiluefni og líka blórabögglar. Aspir eru ört vaxandi vandamál. Ofvirkir sláttumenn fara hamförum. Einn vill skrúðgarð en annar malbik og stæði. Einn vill vanda til viðhalds meðan annar vill láta reka á reiðanum eða hefur ekki efni á slíku. Einn stendur í skilum við hússjóð uppfyllir allra sínar skyldur meðan annar skuldar og nennir engu og kemur sér undan öllu, t.d að sitja í hússjórn. Reykingar valda deilum, reykpúandi grannar á svölum. Hávaðasamt og stórkallalegt kynlíf veldur titringi: Hljóðfæraleikur, trommur, bumbur og básúnur. Sekkjapípur til vandræða. Hávært tónlist, partýstand, drykkjulæti og fyllerí. Heimavinna. Barnagæsla, hljóðfærakennsla. Jólaljósabrjálæði. Skötustækja. Meira að segja hefur hávært og hömlulaust kynlíf eða mannlegar náttúruhamfarir, orðið til vandræða. Það er gömul saga og ný að sumir eru fyrirferðarmeiri í því efni en aðrir og aðrir viðkvæmari en sumir. Þar sannast fullkomnlega hið fornkveðna að það sem einum er til ánægju og yndisauka getur verið öðrum til ama, óþæginda og leiðinda. Það er gömul saga og ný að sumir eru fyrirferðarmeiri í því efni en aðrir og aðrir viðkvæmari en sumir. Þar sannast hið fornkveðna að það sem einum er til ánægju og yndisauka getur verið öðrum til ama, óþæginda og leiðinda. Ég kem nánar að því hér á eftir. Mál eru mis tillfingaþrungin og illvíg. Það er oft skammt öfgana á milli í fjölbýli. Einna heitastar eru tilfinningar þegar hundar, kettir, skata, reykingar og bílastæði eiga í hlut. Lífið og samskiptin í fjölbýli eru línudans. Þar gildir hið gullna meðalhóf sem mörgum gengur svo tregt að finna og rata. Mörkin milli athafnafrelsis eins og friðar og næðisréttar annars eru hárfín og þarf lítið til að raska því með afdrifaríkum afleiðingum.Smæstu mál geta á augabragði orðið stór og blossað upp í illviðráðanlegt ófriðarbál þar sem deilt er um allt. Hús hins himneska friðar getur á orskotsstundu breyst í vítishús þar sem hvorki er vært né í burtu fært. Friður verður að fullum fjandskap þar sem öllum vopnum er beitt og ekkert er heilagt. Þá eru það hinar mætu og sómakæru systur, skynsemi og sanngirni, sem fyrstar flýja hús. Svona húsböl gerir líf fólks illbærilegt. Fólki er lífsnauðsynlegt að fá frið og næði heima til að hvílast og safna kröfum fyrir lífsbaráttuna. Nágrannadeilur eru slítandi orkusugur og eitra mikið og fljótt úr frá sér. Í stað þess að fólk hvílist og hlaði batteríin heima þá er það vansælt og úttaugað þegar það fer að heiman. Undirrót deilu er kannski skór á sameiginlegum gangi en birtingamyndin og víglínan er orðin allt önnur. Orðahnippingar þróast í alsherjarstríð þar umburðarlyndi og tillitsemi falla fyrst í valinn og þar sem ekkert er heilagt og öllum vopnum er beitt. Afleiðingin verður vansælt fólk, slæmur andi, fullkomið samskiptaleysi, lamað húsfélag og niðurnýdd sameign. Friður verður að fullum fjandskap þar sem öllum vopnum er beitt og ekkert er heilagt. Þá eru það hinar mætu og sómakæru systur, skynsemi og sanngirni, sem fyrstar flýja hús. Svona húsböl gerir líf fólks illbærilegt. Fólki er lífsnauðsynlegt að fá frið og næði heima til að hvílast og safna kröfum fyrir lífsbaráttuna. Nágrannadeilur eru slítandi orkusugur og eitra mikið og fljótt úr frá sér. Í stað þess að fólk hvílist og hlaði batteríin heima þá er það vansælt og úttaugað þegar það fer að heiman. Undirrót deilu er kannski skór á sameiginlegum gangi en birtingamyndin og víglínan er orðin allt önnur. Orðahnippingar þróast í alsherjarstríð þar umburðarlyndi og tillitsemi falla fyrst í valinn og þar sem ekkert er heilagt og öllum vopnum er beitt. Afleiðingin verður vansælt fólk, slæmur andi, fullkomið samskiptaleysi, lamað húsfélag og niðurnýdd sameign. Borgarlíf og náið sambýli á sér ekki ýkja langa sögu hér. Við erum enn doldið vanþróuð í samskiptum við sameigendur okkar. Alla vega virðast ófriður. leiðindi, þras og þrætur í fjölbýli vera algengara hér en annars staðar. Við virðumst vera seinfærari í sambýli og reglufylgni en siðaðar þjóðir. Það er einatt stutt í landnámsmanninn og freki og fúli kallinn kemur víða við. Menn seilast eins langt og þeir mögulega geta og helst lengra ef það er smuga. Þeir slá eign sinni á sameign sem liggur vel við og nýta sameign eins og hún sé þeirra einkaeign og gefa sameigendum sínum langt nef. Landamerkjaþrætur eru forn þjóðaríþrótt sem hefur flutst á mölina og inn í fjölbýlishúsin og lifir þar góðu lífi og nærist á frekju, tillitsleysi og yfirgangi. Eigendum er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum. Eiganda ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns og fara eftir lögum og reglum og samþykktum húsfélagsins í því efni. Í flestum tilvikum er sambýlið til allrar hamingju með ágætum og þá oftast af sjálfu sér án þess að menn séu að velta fyrir sér reglum og fari meðvitað eftir þeim. Hin nauðsynlegu gildi, tillitssemi og umburðalyndi, eru sem betur fer í heiðri hjá flestu fólki. Þessi gullnu gildi og eðlileg gagnkvæm virðing eru lykillinn að góðu og friðsömu sambýli. Gleymsist þau þá fer allt í háaloft og hund og kött hvað sem lög og reglur segja. Nágrannar verða að sætta sig við viss óþægindi og vissar truflanir sem óhjákvæmilega fylgja fjölbýli. Venjulegt fjölskyldubrambolt verða menn að þola. Fólk í fjölbýli er ekki eitt í heiminum og kemst aldrei hjá því að verða vart við granna sína og það brölt sem fylgir venjulegu heimilislífi. Það er einatt mjög erfitt að draga mörkin milli þess sem má og ekki má. Sumar athafnir eru leyfilegar þótt þeim fylgi ónæði og óþægindi. Lítil fjölbýishús geta verið slæm. Þar mætast stálinn stinn. Þar eru það einstaklingar sem kljást en ekki meiri og minnihluti. Þar er maður á mann. Smá mál verða stór á augabragði. Það er mikill ófriðarmatur og mögnun í návíginu. Það sem virðast fáránleg smámál og tilllingaskítur eru stórmál þrungin miklum tilfinningum hjá þeim sem hlut eiga að máli. Þess vegna eru aðgerðir og viðbrögð fólks oft ýkt og furðuleg og ekki í takt við tilefnið í augum þeirra sem utan standa. Líður manni stundum eins og maður hafi villst inn á svið í leikhúsi fáránsleikans. Sínu erfiðust eru eldri fjölbýishús sem upphaflega voru einbýlishús. Staðsetning, afstaða og aðkoma að sameign er oft klúður. Í þannig húsum er oft innibyggð uppspretta fyrir leiðindi og deilur sem standa áratugum saman og kosta eigendur fúlgur, fyrirhöfn, frið og andlega heilsu. Eigendur hljóta alltaf að verða fyrir einhverju ónæði eða óþægindum. Hjá því verður ekki komist, það leiðir af eðli hlutanna, Palli er ekki einn í heiminum, loft eins er annars gólf o.s.frv.Þeir sem eru fyrirferðarmiklir og háværir eiga ekki kröfu á því að sameigendurnir umlíði þeim það auka ónæði og röskun sem því fylgir. Sömuleiðis eiga eigendur sem eru viðkvæmari en gengur og gerist fyrir ónæði eða áreiti ekki kröfu á því að sameigendurnir taki sérstakt tillit til þeirra. Stundum passar fólk bara ekki saman. Það er yndælt, normalt og ágætt sitt i hvoru lagi og getur búið í sátt og saamlyndi við alla á jarðríki, alla nema bara ekki þessa granna sína. Þá finnst manni sem einhver dularfullt efnafræði eða hormónaflækja stýri því hvernig fólki kemur saman. Grannaglímu og grannadeilum fylgja ekki bara arnmæða og leiðindi því eignir í logandi deiluhúsum geta lækkað í verði eða orðið illseljanlegar. Þá skaðast allir sem hlut eiga að máli. Og svo því sé haldið til haga þá virðast konur ekki hótinu skárri í sambýli en karlar. Þær draga ekkert af sér ef þannig verkast og vill. Vilja sumir meira að segja meina að á bak við allar deilur og leiðindi standi kona sem etji vesælum bónda sínum eins og tusku til vondra verka. Slíkt var íþrótt eða list til forna og eflaust eimir eitthvað enn eftir af því. Ef fólk færi almennt eftir hinni góðu bók um að gera öðrum ekki neitt sem það vill ekki að aðrir gjöri því þá væri allt í himnalagi. En við erum því miður upp til hópa þrjóskir, yfirgangssamir, ráðríkir, heimaríkir, frekjuhundar sem eiga bágt með að setja sig í spor annarra og beita málamiðlun. Í stað þess að fara eftir þessu boði Nýja testamentisins virðist fóki á stundum tamara að fara eftir grimmum hefndarboðum Gamla testamentinu um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Og þá er sko andskotinn laus. Seint verður fullhefnt og lengi loga ófriðarbálin. Af furðumálum má nefna: Beitingar í kjallaraíbúð í miðborginni. Roskinn sjónamaður fór að taka vinnuna sína heim. Beitti alsæll fyrir framan sjónvarpið. Mikil lykt af beitunni og fyrirgangur þegar bjóð voru borin um þrönga sameign. Sambýisfólkið varð fyrir miklu ónæði af lykt og bröltti og kom til Húseigendafélagsins og spurði: Má beita í tvíbýlihúsi? Nýbúarhafa vissulega auðgað íslenskt samfélag. Margir þeirra búa í fjölbýli og eru upp til hópa velliðnir og góðir grannar í hvívetna. Þeir líta hins vegar silfrið oft öðrum augum en mörlandinn og sjá gjarnan tækifæri sem við komum ekki auga á vegna vana og nálægðar. Hjá þeim er einatt mörg matarholan og engar bjargir bannaðar. Fjölskylda frá Austurlöndum fjær starfrækti umfangsmikið fyrirtæki í kjallara í stóru fjölbýlishúsi. Hún var mjög samhent og dugleg og verkaði þar fisk og kjöt fyrir veitingahús við mjög frumstæðar aðstæður . Þetta vakti að vonum ekki fögnuð hjá öðrum íbúum hússins sem reyndu að kvarta en uppskáru handapat og orðaflaum á fjarlægri útlensku. Fjölskylduföðurnum fannst það yfirmáta frekja og yfirgangur að sambýlisfólk hans væri með múður þótt verkunin færi að mestu fram í sameiginlegu þvottahúsi og sameign og hefði mikinn sóðaskap og óþef i för með sér. Þessi matverkun var vitaskuld án tilskilinna leyfa og sjálfsagt stórháskaleg fyrir ugglausa veitingahúsagesti. Þessi starfsemi var stöðvuð og viðkomandi fjölskylda flutti og eftirbúendur tóku gleði sína. Það bar við um sömu mundir að kattheimta í hverfinu batnaði mjög og skyndilega en mikið hafði verið um að spakir, spikaðir og elskaðir heimiliskettir hyrfu sporlaust. Kattahvörfin voru mikil og dularfull ráðgáta og ýmsar tilgátur voru settar fram. Ein var að hafernir hefðu ánetjast gómsætri kattabráð, sumir bentu á köttinn í sekknum, en flestir hölluðust þó að því að hér væru geimverur á ferð og er það enn ríkjandi skoðun. Að lokun ætla ég að fjalla ögn nánar um hávært kynlíf í hljóbæru fjölbýli enda brennnur það á mörgum.Hávært kynlíf í fjölbýli eitt gleggsta dæmið um að það sem er einum til ánægju og yndisauka geti verið öðrum til ama og leiðinda. Sínum augum lítur hver á silfrið. Það er vitaskuld ekkert grín og gaman að vera ófús og óumbeðið þátttakandi í kynlífi annars fólks. Yfirleitt á fólk fullt í fangi með sitt prívat kynlíf og er sjaldan á það bætandi. Í raun og veru gilda alveg sömu sjónarmið og reglur um kynlíf í fjölbýli og um aðrar mannlegar athafnir sem til ónæðis og ama geta verið fyrir aðra í húsinu. Ámúrbroti og kynlífi er í sjálfu sér hvað þetta varðar fremur birtingar- og stigsmunur en eðlis. Hér eru það eins og endranær hagsmunamat og hin gullnu gildi.tillitssemi og umburðarlyndi sem ráða því hvað má og ekki má. Pallar einir í heiminum eiga ekki heima í fjölbýli, hvorki í múrbroti né kynlífi. Það er meðalhófið sem gildir um kynlífið eins og aðrar mannlegar athafnir í fjöleignarhúsum. Það er gömul saga og ný að sumir eru fyrirferðarmeiri í því efni en aðrir og aðrir viðkvæmari fyrir kynlífi en sumir. Sumt fólk er hömlulausara og háværara en annað í því efni. Sumir fara hægt og hljótt meðan aðrir koma með látum. Meðan sumir láta sitja við fágað og kúltíverað andvarp þá hrína aðrir eins og stungnir grísir. Stundum eru þetta hreinar náttúruhamfarir. Það er alveg ljóst og enda dæmi um það að það er hægt að gerast offari í þessu efni með fyrirgangi og óhljóðum sem fara út fyrir allt velsæmi og æra bæði stöðugan og óstöðugan. Í slíkum tilvikum er sameigendum óskylt að búa við ósköpin. Samt er það afstætt í tíma og rúmi hvað má og ekki má og hvað er viðeigandi og eðlilegt og hvað er óviðeigandi og óeðlilegt. Það eru engar reglur eða staðlar til um þetta og meira að segja EBhefur látið þetta svið í friði. Þekktasta málið af þessum toga er hið svakalega “Óp-og stunumál í Kópavogi” sem upp kom fyrir einum og hálfum áratug og olli því að þjóðin stóð á hreinlega á öndinni yfir lýsingum fólks á miklum, tíðum og háværum samförum eða öllu heldur hamförum sambýlinga í húsinu. Ástarleikirnir vou 3 á dag og stóðu þrjá tíma hver og á þessu hafði gengið linnulaust í 7 mánuði áður en sambýlisfólkið bugaðist og sagði Ekki meir! Ekki meir! Fram að því vissu fæstir að Kópavogur væri til og bærinn þótti lítið spennandi. Frægt var þegar dívan Guðrún, heitin,Símonardóttir upplýsti í sjónvarpi með fyrirlitingarsvip sem enn hefur ekki verið toppaður, að hún væri flutt i Kópavoginn. “Of all pleises”. En þetta mál kom Kópavogi á kortið og síðan hefur verið þar rífandi uppgangur og velmegun. Eftir þetta hefur verið gott að búa í Kópavogi. Að lokum þetta: Ég á mér þann draum að íbúar fjölbýlishúsa líði um í kristilegri glaðværð og þurfi ekki lagabálka til að breyta rétt. Heldur dugi þeim lög dýranna í Hálsaskógi til að lifa í sátt og friði. Sem sagt: 1. gr. Allir í skóginum eiga að vera vinir. 2. gr. Ekkert dýr má éta annað dýr. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Húseigendafélagið hefur langa og mikla reynslu í málum fjölbýlishúsa og samskiptum eigenda og íbúa þeirra. Á loftinu er kæti og kliður,Þótt klukkan sé þegar tólf.Og þá lýstur þanka niður,að þak mitt er annars gólf. Svona orti sænskt öndvegisskáld um miðja síðustu öld og snillingurinn Magnús Ásgeirsson þýddi. Í þessu ljóði er komið að kjarna fjölbýlis og að Palli er ekki einn í heiminum. Í fjölbýlishúsum er fólk undir sama þaki og inn á gafli hvert hjá öðru. Slíkt fyrirkomulag hefur marga kosti en býður á hinn bóginn upp á vandamál, sem flest má rekja til mannlegs breiskleika og skorti á þeim þroska, tillitssemi og umburðarlyndi, sem er forsenda fyrir heilbrigðu og farsælu sambýli. Gott sambýli byggist á málamiðlun þar sem gagnkvæmur skilningur, virðing, tillitssemi og umburðarlyndi vega þyngst. Þetta ljóðabrot segir margt og mikið og í því krystallast lífið í sambýli. Fólk er misjafnt eins og það er margt. Einn vill fjör en annar frið. Einn vakir og bröltir meðan annar vill sofa. Einn vill þetta og annar vill hitt. Einn er fyrirferðamikill og hávær meðan annar er músin sem læðist. Á einn bítur ekkert meðan annar er viðkvæmnin uppmáluð. Meðalhófið er vandratað. Góður granni er gulli betri. Hinn gullni meðalvegur er vandrataður. Þegar fólk er undir sama þaki og inn á gafli hvert hjá öðru og deilir gögnum og gæðum og kostnaði og ábyrgð, má lítið út af bregða. Fólk veður að gæta gá að sér og stíga varlega til jarðar því víða leynst viðkvæmar tær sem ekki má trampa á. Það þarf þó nokkurn þroska til að vera hæfur í húsum og fjölbýli. Tillitssemi á annnan kantinn og og umburðarlyndi á hinn eru dýrmæt gildi sem hafa verður í hávegum ef sambýli á að lukkast. Ef við værum nógu þroskuð og þessi gildi væru rótgróin og innvígð þyrfti ekki mikla lagabálka og lögfræðinga til að bjástra á þessu sviði. Það verður að miða við það sem er venjulegt hjá svona upp og ofan fólki, hjá jónum og gunnum þessa lands. Þá dyggðu lög dýranna í Hálsaskógi. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og ekkert dýr má éta annað dýr. En því miður þá eru svo margir Mikkar og refir í okkar heimi að það kallar á flóknari lög og fleiri lögfræðinga en í Hálsaskógi. Til Húseigendafélagins rata mál í öllum regnbogans litum og af öllum stærðum og gerðum. Allt frá léttum pirringi upp í háalvarleg mál þar sem miklir hagsmuninir, fjárhagslegir og mannlegir, eru í húfi. Öll mannleg athafnasemi getur þróast í ónæði gagnvart sambýlingum. Það getur verið hávaði af öllum toga, sóðaskapur, lykt, reykur, titringur og hvaðeina. Menn geta valdið vandræðum og verið hver öðrum til ama og leiðinda með óteljandi móti og jafnvel með yfirþyrmandi og skefjalausum elskulegheitum, sem geta víst verið óþolandi til lengdar í stórum skömmtum. Málin eru árstíðabundin. Mál vegna aspa og sláttuvélahávaða, koma af einhverjum ástæðum upp á sumrin, en mál vegna jólaljósa, skötustækja og hálkuslysa spretta upp á veturna. Á haustin í kjölfar mikillla vatnsveðra koma svo gallamál vegna leka og raka. Sumir segja að það sé a.m.k. einn friðarspillir og leiðindamaur í hverju fjölebýlishúsi, nánast merktur inn á samþykktri teikningu. Einhvers staðar verða jú vondir að vera. Menn deila um framkvæmddir, nú eða eða framkvæmdaleysi og um kostnað og skiptingu hans. Hvað þurfi að gera og þurfi ekki að gera. Víglínan liggur oft um bílastæði og þvottahús. Dýr, hundar og kettir eru oft deiluefni og líka blórabögglar. Aspir eru ört vaxandi vandamál. Ofvirkir sláttumenn fara hamförum. Einn vill skrúðgarð en annar malbik og stæði. Einn vill vanda til viðhalds meðan annar vill láta reka á reiðanum eða hefur ekki efni á slíku. Einn stendur í skilum við hússjóð uppfyllir allra sínar skyldur meðan annar skuldar og nennir engu og kemur sér undan öllu, t.d að sitja í hússjórn. Reykingar valda deilum, reykpúandi grannar á svölum. Hávaðasamt og stórkallalegt kynlíf veldur titringi: Hljóðfæraleikur, trommur, bumbur og básúnur. Sekkjapípur til vandræða. Hávært tónlist, partýstand, drykkjulæti og fyllerí. Heimavinna. Barnagæsla, hljóðfærakennsla. Jólaljósabrjálæði. Skötustækja. Meira að segja hefur hávært og hömlulaust kynlíf eða mannlegar náttúruhamfarir, orðið til vandræða. Það er gömul saga og ný að sumir eru fyrirferðarmeiri í því efni en aðrir og aðrir viðkvæmari en sumir. Þar sannast fullkomnlega hið fornkveðna að það sem einum er til ánægju og yndisauka getur verið öðrum til ama, óþæginda og leiðinda. Það er gömul saga og ný að sumir eru fyrirferðarmeiri í því efni en aðrir og aðrir viðkvæmari en sumir. Þar sannast hið fornkveðna að það sem einum er til ánægju og yndisauka getur verið öðrum til ama, óþæginda og leiðinda. Ég kem nánar að því hér á eftir. Mál eru mis tillfingaþrungin og illvíg. Það er oft skammt öfgana á milli í fjölbýli. Einna heitastar eru tilfinningar þegar hundar, kettir, skata, reykingar og bílastæði eiga í hlut. Lífið og samskiptin í fjölbýli eru línudans. Þar gildir hið gullna meðalhóf sem mörgum gengur svo tregt að finna og rata. Mörkin milli athafnafrelsis eins og friðar og næðisréttar annars eru hárfín og þarf lítið til að raska því með afdrifaríkum afleiðingum.Smæstu mál geta á augabragði orðið stór og blossað upp í illviðráðanlegt ófriðarbál þar sem deilt er um allt. Hús hins himneska friðar getur á orskotsstundu breyst í vítishús þar sem hvorki er vært né í burtu fært. Friður verður að fullum fjandskap þar sem öllum vopnum er beitt og ekkert er heilagt. Þá eru það hinar mætu og sómakæru systur, skynsemi og sanngirni, sem fyrstar flýja hús. Svona húsböl gerir líf fólks illbærilegt. Fólki er lífsnauðsynlegt að fá frið og næði heima til að hvílast og safna kröfum fyrir lífsbaráttuna. Nágrannadeilur eru slítandi orkusugur og eitra mikið og fljótt úr frá sér. Í stað þess að fólk hvílist og hlaði batteríin heima þá er það vansælt og úttaugað þegar það fer að heiman. Undirrót deilu er kannski skór á sameiginlegum gangi en birtingamyndin og víglínan er orðin allt önnur. Orðahnippingar þróast í alsherjarstríð þar umburðarlyndi og tillitsemi falla fyrst í valinn og þar sem ekkert er heilagt og öllum vopnum er beitt. Afleiðingin verður vansælt fólk, slæmur andi, fullkomið samskiptaleysi, lamað húsfélag og niðurnýdd sameign. Friður verður að fullum fjandskap þar sem öllum vopnum er beitt og ekkert er heilagt. Þá eru það hinar mætu og sómakæru systur, skynsemi og sanngirni, sem fyrstar flýja hús. Svona húsböl gerir líf fólks illbærilegt. Fólki er lífsnauðsynlegt að fá frið og næði heima til að hvílast og safna kröfum fyrir lífsbaráttuna. Nágrannadeilur eru slítandi orkusugur og eitra mikið og fljótt úr frá sér. Í stað þess að fólk hvílist og hlaði batteríin heima þá er það vansælt og úttaugað þegar það fer að heiman. Undirrót deilu er kannski skór á sameiginlegum gangi en birtingamyndin og víglínan er orðin allt önnur. Orðahnippingar þróast í alsherjarstríð þar umburðarlyndi og tillitsemi falla fyrst í valinn og þar sem ekkert er heilagt og öllum vopnum er beitt. Afleiðingin verður vansælt fólk, slæmur andi, fullkomið samskiptaleysi, lamað húsfélag og niðurnýdd sameign. Borgarlíf og náið sambýli á sér ekki ýkja langa sögu hér. Við erum enn doldið vanþróuð í samskiptum við sameigendur okkar. Alla vega virðast ófriður. leiðindi, þras og þrætur í fjölbýli vera algengara hér en annars staðar. Við virðumst vera seinfærari í sambýli og reglufylgni en siðaðar þjóðir. Það er einatt stutt í landnámsmanninn og freki og fúli kallinn kemur víða við. Menn seilast eins langt og þeir mögulega geta og helst lengra ef það er smuga. Þeir slá eign sinni á sameign sem liggur vel við og nýta sameign eins og hún sé þeirra einkaeign og gefa sameigendum sínum langt nef. Landamerkjaþrætur eru forn þjóðaríþrótt sem hefur flutst á mölina og inn í fjölbýlishúsin og lifir þar góðu lífi og nærist á frekju, tillitsleysi og yfirgangi. Eigendum er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum. Eiganda ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns og fara eftir lögum og reglum og samþykktum húsfélagsins í því efni. Í flestum tilvikum er sambýlið til allrar hamingju með ágætum og þá oftast af sjálfu sér án þess að menn séu að velta fyrir sér reglum og fari meðvitað eftir þeim. Hin nauðsynlegu gildi, tillitssemi og umburðalyndi, eru sem betur fer í heiðri hjá flestu fólki. Þessi gullnu gildi og eðlileg gagnkvæm virðing eru lykillinn að góðu og friðsömu sambýli. Gleymsist þau þá fer allt í háaloft og hund og kött hvað sem lög og reglur segja. Nágrannar verða að sætta sig við viss óþægindi og vissar truflanir sem óhjákvæmilega fylgja fjölbýli. Venjulegt fjölskyldubrambolt verða menn að þola. Fólk í fjölbýli er ekki eitt í heiminum og kemst aldrei hjá því að verða vart við granna sína og það brölt sem fylgir venjulegu heimilislífi. Það er einatt mjög erfitt að draga mörkin milli þess sem má og ekki má. Sumar athafnir eru leyfilegar þótt þeim fylgi ónæði og óþægindi. Lítil fjölbýishús geta verið slæm. Þar mætast stálinn stinn. Þar eru það einstaklingar sem kljást en ekki meiri og minnihluti. Þar er maður á mann. Smá mál verða stór á augabragði. Það er mikill ófriðarmatur og mögnun í návíginu. Það sem virðast fáránleg smámál og tilllingaskítur eru stórmál þrungin miklum tilfinningum hjá þeim sem hlut eiga að máli. Þess vegna eru aðgerðir og viðbrögð fólks oft ýkt og furðuleg og ekki í takt við tilefnið í augum þeirra sem utan standa. Líður manni stundum eins og maður hafi villst inn á svið í leikhúsi fáránsleikans. Sínu erfiðust eru eldri fjölbýishús sem upphaflega voru einbýlishús. Staðsetning, afstaða og aðkoma að sameign er oft klúður. Í þannig húsum er oft innibyggð uppspretta fyrir leiðindi og deilur sem standa áratugum saman og kosta eigendur fúlgur, fyrirhöfn, frið og andlega heilsu. Eigendur hljóta alltaf að verða fyrir einhverju ónæði eða óþægindum. Hjá því verður ekki komist, það leiðir af eðli hlutanna, Palli er ekki einn í heiminum, loft eins er annars gólf o.s.frv.Þeir sem eru fyrirferðarmiklir og háværir eiga ekki kröfu á því að sameigendurnir umlíði þeim það auka ónæði og röskun sem því fylgir. Sömuleiðis eiga eigendur sem eru viðkvæmari en gengur og gerist fyrir ónæði eða áreiti ekki kröfu á því að sameigendurnir taki sérstakt tillit til þeirra. Stundum passar fólk bara ekki saman. Það er yndælt, normalt og ágætt sitt i hvoru lagi og getur búið í sátt og saamlyndi við alla á jarðríki, alla nema bara ekki þessa granna sína. Þá finnst manni sem einhver dularfullt efnafræði eða hormónaflækja stýri því hvernig fólki kemur saman. Grannaglímu og grannadeilum fylgja ekki bara arnmæða og leiðindi því eignir í logandi deiluhúsum geta lækkað í verði eða orðið illseljanlegar. Þá skaðast allir sem hlut eiga að máli. Og svo því sé haldið til haga þá virðast konur ekki hótinu skárri í sambýli en karlar. Þær draga ekkert af sér ef þannig verkast og vill. Vilja sumir meira að segja meina að á bak við allar deilur og leiðindi standi kona sem etji vesælum bónda sínum eins og tusku til vondra verka. Slíkt var íþrótt eða list til forna og eflaust eimir eitthvað enn eftir af því. Ef fólk færi almennt eftir hinni góðu bók um að gera öðrum ekki neitt sem það vill ekki að aðrir gjöri því þá væri allt í himnalagi. En við erum því miður upp til hópa þrjóskir, yfirgangssamir, ráðríkir, heimaríkir, frekjuhundar sem eiga bágt með að setja sig í spor annarra og beita málamiðlun. Í stað þess að fara eftir þessu boði Nýja testamentisins virðist fóki á stundum tamara að fara eftir grimmum hefndarboðum Gamla testamentinu um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Og þá er sko andskotinn laus. Seint verður fullhefnt og lengi loga ófriðarbálin. Af furðumálum má nefna: Beitingar í kjallaraíbúð í miðborginni. Roskinn sjónamaður fór að taka vinnuna sína heim. Beitti alsæll fyrir framan sjónvarpið. Mikil lykt af beitunni og fyrirgangur þegar bjóð voru borin um þrönga sameign. Sambýisfólkið varð fyrir miklu ónæði af lykt og bröltti og kom til Húseigendafélagsins og spurði: Má beita í tvíbýlihúsi? Nýbúarhafa vissulega auðgað íslenskt samfélag. Margir þeirra búa í fjölbýli og eru upp til hópa velliðnir og góðir grannar í hvívetna. Þeir líta hins vegar silfrið oft öðrum augum en mörlandinn og sjá gjarnan tækifæri sem við komum ekki auga á vegna vana og nálægðar. Hjá þeim er einatt mörg matarholan og engar bjargir bannaðar. Fjölskylda frá Austurlöndum fjær starfrækti umfangsmikið fyrirtæki í kjallara í stóru fjölbýlishúsi. Hún var mjög samhent og dugleg og verkaði þar fisk og kjöt fyrir veitingahús við mjög frumstæðar aðstæður . Þetta vakti að vonum ekki fögnuð hjá öðrum íbúum hússins sem reyndu að kvarta en uppskáru handapat og orðaflaum á fjarlægri útlensku. Fjölskylduföðurnum fannst það yfirmáta frekja og yfirgangur að sambýlisfólk hans væri með múður þótt verkunin færi að mestu fram í sameiginlegu þvottahúsi og sameign og hefði mikinn sóðaskap og óþef i för með sér. Þessi matverkun var vitaskuld án tilskilinna leyfa og sjálfsagt stórháskaleg fyrir ugglausa veitingahúsagesti. Þessi starfsemi var stöðvuð og viðkomandi fjölskylda flutti og eftirbúendur tóku gleði sína. Það bar við um sömu mundir að kattheimta í hverfinu batnaði mjög og skyndilega en mikið hafði verið um að spakir, spikaðir og elskaðir heimiliskettir hyrfu sporlaust. Kattahvörfin voru mikil og dularfull ráðgáta og ýmsar tilgátur voru settar fram. Ein var að hafernir hefðu ánetjast gómsætri kattabráð, sumir bentu á köttinn í sekknum, en flestir hölluðust þó að því að hér væru geimverur á ferð og er það enn ríkjandi skoðun. Að lokun ætla ég að fjalla ögn nánar um hávært kynlíf í hljóbæru fjölbýli enda brennnur það á mörgum.Hávært kynlíf í fjölbýli eitt gleggsta dæmið um að það sem er einum til ánægju og yndisauka geti verið öðrum til ama og leiðinda. Sínum augum lítur hver á silfrið. Það er vitaskuld ekkert grín og gaman að vera ófús og óumbeðið þátttakandi í kynlífi annars fólks. Yfirleitt á fólk fullt í fangi með sitt prívat kynlíf og er sjaldan á það bætandi. Í raun og veru gilda alveg sömu sjónarmið og reglur um kynlíf í fjölbýli og um aðrar mannlegar athafnir sem til ónæðis og ama geta verið fyrir aðra í húsinu. Ámúrbroti og kynlífi er í sjálfu sér hvað þetta varðar fremur birtingar- og stigsmunur en eðlis. Hér eru það eins og endranær hagsmunamat og hin gullnu gildi.tillitssemi og umburðarlyndi sem ráða því hvað má og ekki má. Pallar einir í heiminum eiga ekki heima í fjölbýli, hvorki í múrbroti né kynlífi. Það er meðalhófið sem gildir um kynlífið eins og aðrar mannlegar athafnir í fjöleignarhúsum. Það er gömul saga og ný að sumir eru fyrirferðarmeiri í því efni en aðrir og aðrir viðkvæmari fyrir kynlífi en sumir. Sumt fólk er hömlulausara og háværara en annað í því efni. Sumir fara hægt og hljótt meðan aðrir koma með látum. Meðan sumir láta sitja við fágað og kúltíverað andvarp þá hrína aðrir eins og stungnir grísir. Stundum eru þetta hreinar náttúruhamfarir. Það er alveg ljóst og enda dæmi um það að það er hægt að gerast offari í þessu efni með fyrirgangi og óhljóðum sem fara út fyrir allt velsæmi og æra bæði stöðugan og óstöðugan. Í slíkum tilvikum er sameigendum óskylt að búa við ósköpin. Samt er það afstætt í tíma og rúmi hvað má og ekki má og hvað er viðeigandi og eðlilegt og hvað er óviðeigandi og óeðlilegt. Það eru engar reglur eða staðlar til um þetta og meira að segja EBhefur látið þetta svið í friði. Þekktasta málið af þessum toga er hið svakalega “Óp-og stunumál í Kópavogi” sem upp kom fyrir einum og hálfum áratug og olli því að þjóðin stóð á hreinlega á öndinni yfir lýsingum fólks á miklum, tíðum og háværum samförum eða öllu heldur hamförum sambýlinga í húsinu. Ástarleikirnir vou 3 á dag og stóðu þrjá tíma hver og á þessu hafði gengið linnulaust í 7 mánuði áður en sambýlisfólkið bugaðist og sagði Ekki meir! Ekki meir! Fram að því vissu fæstir að Kópavogur væri til og bærinn þótti lítið spennandi. Frægt var þegar dívan Guðrún, heitin,Símonardóttir upplýsti í sjónvarpi með fyrirlitingarsvip sem enn hefur ekki verið toppaður, að hún væri flutt i Kópavoginn. “Of all pleises”. En þetta mál kom Kópavogi á kortið og síðan hefur verið þar rífandi uppgangur og velmegun. Eftir þetta hefur verið gott að búa í Kópavogi. Að lokum þetta: Ég á mér þann draum að íbúar fjölbýlishúsa líði um í kristilegri glaðværð og þurfi ekki lagabálka til að breyta rétt. Heldur dugi þeim lög dýranna í Hálsaskógi til að lifa í sátt og friði. Sem sagt: 1. gr. Allir í skóginum eiga að vera vinir. 2. gr. Ekkert dýr má éta annað dýr. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun