Landasali fyrir norðan talinn hafa hagnast um margar milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2023 08:25 Málið er til meðferðar hjá Hérðasdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Jónas Páll Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært tvo einstaklinga fyrir nokkuð umfangsmikla sölu á sígarettum og tóbaki. Annar einstaklinganna er einnig ákærður fyrir landasölu. Er viðkomandi talinn hafa hagnast um 5,6 milljónir vegna málsins. Aðalmeðferð í máli einstaklinganna fer fram fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í næsta mánuði. Í ákæru yfir þeim kemur fram að öðrum einstaklingnum, konu, er gefið að sök að hafa yfir tæplega tveggja ára tímabil, á Akureyri frá sumrinu 2018 til sumarsins 2020 selt ótilgreindum fjölda einstaklinga ótiltekið magn af heimatilbúnu áfengu, svokölluðum landa. Tekið er fram að 21 þeirra sem hún seldi landa hafi verið undir tuttugu ára aldri. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa haft á heimili sínu 33 lítra af landa, ætlað í söluskyni. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa án heimildar selt ótiltekið magn af sígarettum og tóbaki á sama tímabili. Fram kemur í ákærunni að með þessari ólögmætu starfsemi hafi hún aflað sér ávinnings upp á 5,6 milljónir króna. Þá er hún einnig sökuð um að hafa millifært tæpa eina milljón króna á hinn einstaklinginn, sem útvegaði henni tóbak sem konan seldi. Er konan sökuð um brot gegn lögum um peningaþvætti, brot gegn áfengislögum og brot gegn tóbaksvörnum. Hinn einstaklingurinn, karlmaður, er ákærður fyrir að hafa frá sumrinu 2019 til sumarsins 2020, staðið saman með konunni að því að selja frá heimili hennar sígarettur og tóbaksvörur. Með þessu hafi hann hagnast um umrædda tæpu milljón, sem hann hafi nýtt til eigin framfærslu og reksturs. Lögreglustjórinn gerir kröfu um að þau verði bæði dæmd til refsingar, auk þess sem að gerð er krafa um að gerðar verði upptækar rúmlega 150 þúsund krónur, sem lögregla lagði hald á í peningum. Áfengi og tóbak Dómsmál Akureyri Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Aðalmeðferð í máli einstaklinganna fer fram fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í næsta mánuði. Í ákæru yfir þeim kemur fram að öðrum einstaklingnum, konu, er gefið að sök að hafa yfir tæplega tveggja ára tímabil, á Akureyri frá sumrinu 2018 til sumarsins 2020 selt ótilgreindum fjölda einstaklinga ótiltekið magn af heimatilbúnu áfengu, svokölluðum landa. Tekið er fram að 21 þeirra sem hún seldi landa hafi verið undir tuttugu ára aldri. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa haft á heimili sínu 33 lítra af landa, ætlað í söluskyni. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa án heimildar selt ótiltekið magn af sígarettum og tóbaki á sama tímabili. Fram kemur í ákærunni að með þessari ólögmætu starfsemi hafi hún aflað sér ávinnings upp á 5,6 milljónir króna. Þá er hún einnig sökuð um að hafa millifært tæpa eina milljón króna á hinn einstaklinginn, sem útvegaði henni tóbak sem konan seldi. Er konan sökuð um brot gegn lögum um peningaþvætti, brot gegn áfengislögum og brot gegn tóbaksvörnum. Hinn einstaklingurinn, karlmaður, er ákærður fyrir að hafa frá sumrinu 2019 til sumarsins 2020, staðið saman með konunni að því að selja frá heimili hennar sígarettur og tóbaksvörur. Með þessu hafi hann hagnast um umrædda tæpu milljón, sem hann hafi nýtt til eigin framfærslu og reksturs. Lögreglustjórinn gerir kröfu um að þau verði bæði dæmd til refsingar, auk þess sem að gerð er krafa um að gerðar verði upptækar rúmlega 150 þúsund krónur, sem lögregla lagði hald á í peningum.
Áfengi og tóbak Dómsmál Akureyri Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira