Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 10:03 Þjóðhagsspá Íslandsbanka var birt í morgun. Vísir/Vilhelm Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. Útlit er fyrir að hagvöxtur á síðasta árið hafi verið 7,0 prósent þar sem mikill kraftur var í eftirspurnarvexti og ferðaþjónustan náði vopnum sínum á ný. Þá hafa hagvaxtarhorfur í ár batnað frá síðustu spá og 3,4 prósenta hagvexti spáð á árinu. Fram kemur í Þjóðhagsspá Íslandsbanka að útlit sé fyrir samskonar hagvöxt á næsta ári þar sem hlutur einkaneyslu og fjárfestingar eykst á ný en dregur úr útflutningsvexti. Á síðasta ári spátímans, árið 2025, er spáð tæplega 3 prósenta hagvexti og ræður hægari útflutningsvöxtur mestu um hægari hagvöxt. Eins og áður segir spáir greiningardeildin því að verðbólgan hjaðni. Ársverðbólga jókst nú í janúar og mælist 9,9 prósent. Spáin hljóðar svo að verðbólgan verði að meðaltali 7,6 prósent á þessu ári. Á næsta ári verði hún að meðaltali 4,5 prósent og 2,8 prósent árið 2025. Þannig verði verðbólgan árið 2025 farin að nálgast 2,5 prósenta markmið Seðlabankans ef allt gengur eftir. Þá mun draga úr spennu á vinnumarkaði að mati greiningardeildar. Áfram verði þó talsverð þörf fyrir aðflutt vinnuafl, sérstaklega í greinum eins og byggingarstarfsemi. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtæki landsins telja 53 prósent þeirra skort vera á starfsfólki. Mestur skorturinn er í byggingargeiranum. Næst mestur mælist skortur á starfsfólki hjá fyrirtækjum í verslun og þar á eftir ferðaþjónustu. Útlit er því fyrir enn frekari fjölgun starfa á næstu misserum sem líklegt er talið að verði að stórum hluta mönnuð af erlendu starfsfólki. Erlent starfsfólk hérlendis telur um 45 þúsund, eða um 21 prósent allra á vinnumarkaði. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. Atvinnuleysi er þá talið munu standa í stað á árinu. Skráð atvinnuleysi mældist 3,3 prósent í desember og spáir bankinn því að það haldist svipað á árinu. Deildin spáir því þá að kaupmáttur launa aukist á nýjan leik strax á þessu ári vegna þeirra samninga sem hafa verið undirritaðir af 40 prósent vinnumarkaðar. Bankinn spáir 1 prósenta kaupmáttarvexti á árinu og tæplega 2 prósentum árin 2024 og 2025 Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Útlit er fyrir að hagvöxtur á síðasta árið hafi verið 7,0 prósent þar sem mikill kraftur var í eftirspurnarvexti og ferðaþjónustan náði vopnum sínum á ný. Þá hafa hagvaxtarhorfur í ár batnað frá síðustu spá og 3,4 prósenta hagvexti spáð á árinu. Fram kemur í Þjóðhagsspá Íslandsbanka að útlit sé fyrir samskonar hagvöxt á næsta ári þar sem hlutur einkaneyslu og fjárfestingar eykst á ný en dregur úr útflutningsvexti. Á síðasta ári spátímans, árið 2025, er spáð tæplega 3 prósenta hagvexti og ræður hægari útflutningsvöxtur mestu um hægari hagvöxt. Eins og áður segir spáir greiningardeildin því að verðbólgan hjaðni. Ársverðbólga jókst nú í janúar og mælist 9,9 prósent. Spáin hljóðar svo að verðbólgan verði að meðaltali 7,6 prósent á þessu ári. Á næsta ári verði hún að meðaltali 4,5 prósent og 2,8 prósent árið 2025. Þannig verði verðbólgan árið 2025 farin að nálgast 2,5 prósenta markmið Seðlabankans ef allt gengur eftir. Þá mun draga úr spennu á vinnumarkaði að mati greiningardeildar. Áfram verði þó talsverð þörf fyrir aðflutt vinnuafl, sérstaklega í greinum eins og byggingarstarfsemi. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtæki landsins telja 53 prósent þeirra skort vera á starfsfólki. Mestur skorturinn er í byggingargeiranum. Næst mestur mælist skortur á starfsfólki hjá fyrirtækjum í verslun og þar á eftir ferðaþjónustu. Útlit er því fyrir enn frekari fjölgun starfa á næstu misserum sem líklegt er talið að verði að stórum hluta mönnuð af erlendu starfsfólki. Erlent starfsfólk hérlendis telur um 45 þúsund, eða um 21 prósent allra á vinnumarkaði. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. Atvinnuleysi er þá talið munu standa í stað á árinu. Skráð atvinnuleysi mældist 3,3 prósent í desember og spáir bankinn því að það haldist svipað á árinu. Deildin spáir því þá að kaupmáttur launa aukist á nýjan leik strax á þessu ári vegna þeirra samninga sem hafa verið undirritaðir af 40 prósent vinnumarkaðar. Bankinn spáir 1 prósenta kaupmáttarvexti á árinu og tæplega 2 prósentum árin 2024 og 2025
Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira