Endurhæfing Reykjalundar á sannarlega mikilvæga bakhjarla Bryndís Haraldsdóttir og Pétur Magnússon skrifa 3. febrúar 2023 09:01 Heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum samfélagsins. Til að við hlúum sem best að þessum dýrmæta grunni samfélagsins er mikilvægt að þeir fjármunir sem fara í heilbrigðisþjónustu séu nýttir eins markvisst og mögulegt er með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði. Með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi meðalaldri er nauðsynlegt að horfa til bættrar þátta eins og lýðheilsu og endurhæfingu í auknum mæli þegar fjallað er um heilbrigðismál. Endurhæfing eflir fólk á öllum aldri til að viðhalda eða ná aftur færni í daglegu lífi eftir sjúkdóma eða slys. Endurhæfing miðar að því að auka lífsgæði einstaklingsins og þeirra sem næst honum standa og er sannarlega þjóðhagslega hagkvæm þegar horft er til nýtingu fjármagns í samfélaginu. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar öllu landinu. Starfsemin hófst árið 1945 og var hún byggð upp af eldhugum og frumkvöðlum í upphafi til að berjast við berkla. Þó hlutverkið hafi breyst er Reykjalundur nú sem fyrr í eigu SÍBS. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Markmið endurhæfingar er að endurheimta fyrri getu eða bæta heilsu. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustuna á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Hollvinasamtök Reykjalundar mikilvægur bakhjarl Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa komist aftur út í lífið sem virkir þátttakendur eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við tökum vel á móti nýjum hollvinum. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Tilgangur Hollvinasamtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar og er það gert með þrennum hætti: Með Fjáröflun og fjárstuðningi frá hollvinum og öðrum aðilum, með kynningarstarfsemi á opinberum vettvangi og með ýmsum öðrum stuðningi við starfsemi Reykjalundar Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir um 70 milljónir. Aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar á laugardaginn Eftir hlé á fundarhöldum samtakanna vegna Covid, verður aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar haldinn í hátíðarsal Reykjalundar nú á laugardaginn 4. febrúar 2023, kl. 14:00. Á dagskrá verða auk venjulegra aðalfundarstafa tvö stutt fræðsluerindi um meðhöndlun á langtímaeinkennum Covid og endurhæfingu hjartasjúklinga. Gaman er að segja frá því að á fundinum munu Hollvinir afhenda Reykjalundi hjartarafrit og sex senda af fullkomnustu gerð, til að fylgjast með hjartalínuriti einstaklinga í þjálfun en gjöfin er að verðmæti tæplega 4 miljónir króna. Hollvinir eru hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir. Mikilvægi endurhæfingar til að bæta samfélagið okkar hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna og þar gegnir starfsemi Reykjalundar lykilhlutverki. Hvernig hljómar að gerast Hollvinur með okkur? Nánari upplýsingar um Hollvinasamtökin má finna hér. Bryndís Haraldsdóttir er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Félagasamtök Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum samfélagsins. Til að við hlúum sem best að þessum dýrmæta grunni samfélagsins er mikilvægt að þeir fjármunir sem fara í heilbrigðisþjónustu séu nýttir eins markvisst og mögulegt er með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði. Með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi meðalaldri er nauðsynlegt að horfa til bættrar þátta eins og lýðheilsu og endurhæfingu í auknum mæli þegar fjallað er um heilbrigðismál. Endurhæfing eflir fólk á öllum aldri til að viðhalda eða ná aftur færni í daglegu lífi eftir sjúkdóma eða slys. Endurhæfing miðar að því að auka lífsgæði einstaklingsins og þeirra sem næst honum standa og er sannarlega þjóðhagslega hagkvæm þegar horft er til nýtingu fjármagns í samfélaginu. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar öllu landinu. Starfsemin hófst árið 1945 og var hún byggð upp af eldhugum og frumkvöðlum í upphafi til að berjast við berkla. Þó hlutverkið hafi breyst er Reykjalundur nú sem fyrr í eigu SÍBS. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Markmið endurhæfingar er að endurheimta fyrri getu eða bæta heilsu. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustuna á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Hollvinasamtök Reykjalundar mikilvægur bakhjarl Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa komist aftur út í lífið sem virkir þátttakendur eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við tökum vel á móti nýjum hollvinum. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Tilgangur Hollvinasamtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar og er það gert með þrennum hætti: Með Fjáröflun og fjárstuðningi frá hollvinum og öðrum aðilum, með kynningarstarfsemi á opinberum vettvangi og með ýmsum öðrum stuðningi við starfsemi Reykjalundar Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir um 70 milljónir. Aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar á laugardaginn Eftir hlé á fundarhöldum samtakanna vegna Covid, verður aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar haldinn í hátíðarsal Reykjalundar nú á laugardaginn 4. febrúar 2023, kl. 14:00. Á dagskrá verða auk venjulegra aðalfundarstafa tvö stutt fræðsluerindi um meðhöndlun á langtímaeinkennum Covid og endurhæfingu hjartasjúklinga. Gaman er að segja frá því að á fundinum munu Hollvinir afhenda Reykjalundi hjartarafrit og sex senda af fullkomnustu gerð, til að fylgjast með hjartalínuriti einstaklinga í þjálfun en gjöfin er að verðmæti tæplega 4 miljónir króna. Hollvinir eru hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir. Mikilvægi endurhæfingar til að bæta samfélagið okkar hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna og þar gegnir starfsemi Reykjalundar lykilhlutverki. Hvernig hljómar að gerast Hollvinur með okkur? Nánari upplýsingar um Hollvinasamtökin má finna hér. Bryndís Haraldsdóttir er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar