Ráðherra „vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 13:35 Sigmar gagnrýnir dómsmálaráðherra harðlega í grein sem birtist á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir dómsmálaráðherra vísan til að kaupa hopphjól fyrir Landhelgisgæsluna til að fylla í skarð flugvélarinnar sem á að selja. Hann segir ráðherra engan skilning hafa á mikilvægi flugvélarinnar. „Það [gerist] ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. Ekkert var um þetta rætt í fjárlagagerðinni og ekki einu sinni haft fyrir því að biðja um heimild til sölu á þeirri ríkiseign sem flugvélin er.“ Þetta skrifar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Vísar hann þar til tilkynningar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Ráðherrar starað í gaupnir sér Sigmar bendir á að þessi áform hafi verið harðlega gagnrýnd af Gæslunni, vísindasamfélaginu og þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann furðar sig á að aðrir ráðherrar hafi ekki mótmælt áformum Jóns. „Sennilegast er þetta skýringin á því hvers vegna ráðherrabekkurinn á Alþingi hefur verið þögull, lúpulegur og starað í gaupnir sér undir ræðum þingmanna sem hafa fordæmt þetta, allir sem einn. Sennilega yrði tillaga um söluna felld með atkvæðum allra þingmanna nema ráðherrana tólf, væri hún borin upp í þinginu,“ skrifar Sigmar. „Veiklulegt muldur í baksýnisspeglinum er ekki sannfærandi.“ Segir ráðherra líta á samþykki þingsins sem formsatriði Hann segir þetta augljóslega part af stærrra vandamáli. „Einstaka ráðherrar og stundum ríkisstjórnin öll, gengur út frá því í ýmsum risastórum grundvallarmálum að samþykki þingsins sé bara formsatriði. Það þurfi ekki einu sinni að fá heimild þingsins áður en vaðið er af stað með gassagangi, eins og dómsmálaráðherra hefur reyndar sérhæft sig í. En ríkiseigur eru hvorki keyptar né seldar nema með skýrri heimild þingsins.“ Hann bendir á að vísindasamfélag og almannavarnir hafi mótmælt sölunni og útskýrt hvers vegna flugvélin skipti grundvallarmáli. Sérhæfður tækjabúnaður hennar sé þar lykilatriði. „Dómsmálaráðherra virðist ekki vita af þessum búnaði, né til hvers hann er notaður, því hann sagði orðrétt í þinginu í gær að „það vill nú svo til að það er nóg til af flugvélum í landinu“,“ skrifar Sigmar og vísar í orð Jóns. „Þetta yfirgripsmikla vanmat ráðherrans á hlutverki flugvélarinnar fær mann til að halda ða hann sé vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar. Án þess að sækja um heimild, að sjálfsögðu.“ Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00 Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20 „Það verður fróðlegt að lesa þá skýrslu sem hlýtur að liggja fyrir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, er undrandi á áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvélina TF-SIF, sem hefur verið hluti af flota Landhelgisgæslunnar frá árinu 2009. Hann segist vona að ítarleg greining búi að baki ákvörðuninni. Almannavarnir hafi ekki komið að slíkri greiningu. 2. febrúar 2023 18:19 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Það [gerist] ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. Ekkert var um þetta rætt í fjárlagagerðinni og ekki einu sinni haft fyrir því að biðja um heimild til sölu á þeirri ríkiseign sem flugvélin er.“ Þetta skrifar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Vísar hann þar til tilkynningar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Ráðherrar starað í gaupnir sér Sigmar bendir á að þessi áform hafi verið harðlega gagnrýnd af Gæslunni, vísindasamfélaginu og þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann furðar sig á að aðrir ráðherrar hafi ekki mótmælt áformum Jóns. „Sennilegast er þetta skýringin á því hvers vegna ráðherrabekkurinn á Alþingi hefur verið þögull, lúpulegur og starað í gaupnir sér undir ræðum þingmanna sem hafa fordæmt þetta, allir sem einn. Sennilega yrði tillaga um söluna felld með atkvæðum allra þingmanna nema ráðherrana tólf, væri hún borin upp í þinginu,“ skrifar Sigmar. „Veiklulegt muldur í baksýnisspeglinum er ekki sannfærandi.“ Segir ráðherra líta á samþykki þingsins sem formsatriði Hann segir þetta augljóslega part af stærrra vandamáli. „Einstaka ráðherrar og stundum ríkisstjórnin öll, gengur út frá því í ýmsum risastórum grundvallarmálum að samþykki þingsins sé bara formsatriði. Það þurfi ekki einu sinni að fá heimild þingsins áður en vaðið er af stað með gassagangi, eins og dómsmálaráðherra hefur reyndar sérhæft sig í. En ríkiseigur eru hvorki keyptar né seldar nema með skýrri heimild þingsins.“ Hann bendir á að vísindasamfélag og almannavarnir hafi mótmælt sölunni og útskýrt hvers vegna flugvélin skipti grundvallarmáli. Sérhæfður tækjabúnaður hennar sé þar lykilatriði. „Dómsmálaráðherra virðist ekki vita af þessum búnaði, né til hvers hann er notaður, því hann sagði orðrétt í þinginu í gær að „það vill nú svo til að það er nóg til af flugvélum í landinu“,“ skrifar Sigmar og vísar í orð Jóns. „Þetta yfirgripsmikla vanmat ráðherrans á hlutverki flugvélarinnar fær mann til að halda ða hann sé vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar. Án þess að sækja um heimild, að sjálfsögðu.“
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00 Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20 „Það verður fróðlegt að lesa þá skýrslu sem hlýtur að liggja fyrir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, er undrandi á áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvélina TF-SIF, sem hefur verið hluti af flota Landhelgisgæslunnar frá árinu 2009. Hann segist vona að ítarleg greining búi að baki ákvörðuninni. Almannavarnir hafi ekki komið að slíkri greiningu. 2. febrúar 2023 18:19 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00
Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20
„Það verður fróðlegt að lesa þá skýrslu sem hlýtur að liggja fyrir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, er undrandi á áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvélina TF-SIF, sem hefur verið hluti af flota Landhelgisgæslunnar frá árinu 2009. Hann segist vona að ítarleg greining búi að baki ákvörðuninni. Almannavarnir hafi ekki komið að slíkri greiningu. 2. febrúar 2023 18:19