„Allt sem átti að vera inni í höfðinu var ekkert inni í höfðinu lengur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 09:00 Í nýjasta þætti af Baklandinu var meðal annars rætt við sjúkraflutningamanninn Höskuld Sverri Friðriksson. Stöð 2 „Ég gleymi þessu aldrei því þetta hef ég aldrei séð, fyrr né síðar,“ segir sjúkraflutningamaðurinn Höskuldur Sverrir Friðriksson, sem rætt var við í nýjasta þætti af Baklandinu. Höskuldur hefur starfað sem sjúkraflutningamaður í 36 ár. Í dag er hann sjúkraflutningamaður á Selfossi, en áður starfaði hann við sjúkraflutningar í Bandaríkjunum. „Þegar maður er búinn að vinna við þetta í þetta mörg ár, þá er kannski ekki einhver ein saga sem er merkilegri en aðrar,“ segir hann. Hann rifjar þó upp útkall sem kom þegar hann starfaði sem sjúkraflutningamaður í Fort Lauderdale í Flórída, þar sem var mikið um eiturlyfjasölu. Þar upplifði hann atvik sem hann gleymir aldrei. „Ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi“ „Við fórum á hótel þar sem einhver viðskipti voru búin að vera í gangi,“ rifjar hann upp. „Það var talað um að þetta væri aftaka. Maður hafði verið skotinn í höfuðið en hann væri ennþá á lífi.“ Höskuldur hafði áður sinnt útköllum þar sem einstaklingur hafði verið skotinn í höfuðið en var ennþá við lífsmark. „Maður sá samt að eiginlega allt sem átti að vera inni í höfðinu, var ekkert inni í höfðinu lengur. Það er ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi. Þetta var það sem ég hélt ég væri að fara í. Við erum með púls en við erum ekkert að fara bjarga þessum gaur ef hann er skotinn í höfuðið.“ Aldrei upplifað annað eins Þegar Höskuldur kom upp á hótelherbergið blasti við honum ótrúleg sjón. Hinn skotni stóð og ræddi við lögregluna. Þegar Höskuldur kom nær sá hann að hluti af púða stóð út úr hálsinum á viðkomandi. „Ég fer að spyrja hann út í þetta og þá segir hann mér það að þeir hafi sett púða yfir höfuðið á honum og skotið hann í gegnum púðann. Hann ákveður það að vera alveg kyrr. Þegar þeir voru farnir þá náði hann að hringja eftir hjálp.“ Í hálsinum er mikið af æðum, barkinn og vélindað og því afar hættulegt að vera skotinn í hálsinn. Í tilfelli þessa manns virtist hins vegar ekkert af þessum líkamshlutum hafa skaddast. „Hann var stöðugur og hann var stabíll. Einhvern veginn hefur kúlan farið á milli, án þess að fara í nokkuð af þessum hlutum,“ segir Höskuldur sem segist aldrei upplifað annað eins. Maðurinn var skotinn með 9mm byssu og það virtist ekkert vera að honum. Klippa: Baklandið - Kom að manni sem hafði verið skotinn í hálsinn Baklandið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30 „Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36 Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Höskuldur hefur starfað sem sjúkraflutningamaður í 36 ár. Í dag er hann sjúkraflutningamaður á Selfossi, en áður starfaði hann við sjúkraflutningar í Bandaríkjunum. „Þegar maður er búinn að vinna við þetta í þetta mörg ár, þá er kannski ekki einhver ein saga sem er merkilegri en aðrar,“ segir hann. Hann rifjar þó upp útkall sem kom þegar hann starfaði sem sjúkraflutningamaður í Fort Lauderdale í Flórída, þar sem var mikið um eiturlyfjasölu. Þar upplifði hann atvik sem hann gleymir aldrei. „Ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi“ „Við fórum á hótel þar sem einhver viðskipti voru búin að vera í gangi,“ rifjar hann upp. „Það var talað um að þetta væri aftaka. Maður hafði verið skotinn í höfuðið en hann væri ennþá á lífi.“ Höskuldur hafði áður sinnt útköllum þar sem einstaklingur hafði verið skotinn í höfuðið en var ennþá við lífsmark. „Maður sá samt að eiginlega allt sem átti að vera inni í höfðinu, var ekkert inni í höfðinu lengur. Það er ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi. Þetta var það sem ég hélt ég væri að fara í. Við erum með púls en við erum ekkert að fara bjarga þessum gaur ef hann er skotinn í höfuðið.“ Aldrei upplifað annað eins Þegar Höskuldur kom upp á hótelherbergið blasti við honum ótrúleg sjón. Hinn skotni stóð og ræddi við lögregluna. Þegar Höskuldur kom nær sá hann að hluti af púða stóð út úr hálsinum á viðkomandi. „Ég fer að spyrja hann út í þetta og þá segir hann mér það að þeir hafi sett púða yfir höfuðið á honum og skotið hann í gegnum púðann. Hann ákveður það að vera alveg kyrr. Þegar þeir voru farnir þá náði hann að hringja eftir hjálp.“ Í hálsinum er mikið af æðum, barkinn og vélindað og því afar hættulegt að vera skotinn í hálsinn. Í tilfelli þessa manns virtist hins vegar ekkert af þessum líkamshlutum hafa skaddast. „Hann var stöðugur og hann var stabíll. Einhvern veginn hefur kúlan farið á milli, án þess að fara í nokkuð af þessum hlutum,“ segir Höskuldur sem segist aldrei upplifað annað eins. Maðurinn var skotinn með 9mm byssu og það virtist ekkert vera að honum. Klippa: Baklandið - Kom að manni sem hafði verið skotinn í hálsinn
Baklandið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30 „Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36 Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30
„Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36
Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31