„Leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun“ Atli Arason skrifar 3. febrúar 2023 23:01 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að grínast örlítið og brosa út að eyrum eftir öflugan 20 stiga sigur hans manna á heimavelli gegn Breiðablik í kvöld, 109-89. „Flottur leikur þar sem allir voru að leggja í púkkið, eintóm gleði og gaman. Varnarlega fannst mér við vera frábærir og sérstaklega fyrstu 15 mínúturnar. Þetta var fínasta frammistaða en það vantaði einbeitinguna á köflum,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Með einbeitingarleysi átti Hjalti þá sérstaklega við kafla undir lok fyrri hálfleiks þar sem Keflavík var komið í 23 stiga forskot um miðbik 2. leikhluta en missti það niður í sjö stig á rúmum fjórum mínútum. „Það voru margir mættir á völlinn og það er leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun,“ grínaðist Hjalti og hló áður en hann bætti við. „Nei nei alls ekki, við þurfum auðvitað að halda einbeitingu og klára leikinn þegar við erum komnir 20 og eitthvað stigum yfir en við gerðum vel að svara áhlaupinu þeirra, við gerðum síðustu fimm stig fyrri hálfleiks og menn gerðu vel að svara fyrir sig.“ „Það var einbeitingarleysi og þá sérstaklega í innköstum hjá okkur við endalínuna þar sem þeir fengu a.m.k. tvo galopna þrista og það á bara ekki að gerast.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali fyrir leikinn að Blikarnir ætluðu að spila hraðan og skemmtilegan bolta, ásamt litlum sem engum varnarleik. Aðspurður út í varnarleysi Breiðabliks sagði Hjalti það spilast vel upp í hendurnar á sínum leikmönnum en það væri þó eitthvað sem menn þurfa að passa sig á. „Það sást fyrstu 15 mínúturnar þar sem við skoruðum nánast úr hverri sókn. Svo fórum við svolítið að fara út úr okkar plani og vorum kærulausir að taka léleg skot og framkvæma sóknirnar okkar illa. Þá hlaupa þeir í bakið á þér og þeir eru mjög fljótir að setja punkta á töfluna.“ Jaka Brodnik hefur ekkert spilað með Keflvíkingum síðan fyrir jól vegna axlarmeiðsla en hann tók örlítinn þátt í upphitun Keflavík fyrir leikinn í kvöld án þess að beita sér að einhverri hörku. Hjalti býst við að Brodnik verður mættur aftur á leikvöllinn í næsta mánuði. „Við erum að stefna á mars en það er svo sem ekki alveg vitað. Hann er byrjaður að æfa aðeins, farinn að skjóta og hreyfa sig eitthvað. Hann er að verða góður í öxlinni en honum þarf að líða vel með það og vera tilbúinn að leggja sig fram og beita sér að krafti,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Flottur leikur þar sem allir voru að leggja í púkkið, eintóm gleði og gaman. Varnarlega fannst mér við vera frábærir og sérstaklega fyrstu 15 mínúturnar. Þetta var fínasta frammistaða en það vantaði einbeitinguna á köflum,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Með einbeitingarleysi átti Hjalti þá sérstaklega við kafla undir lok fyrri hálfleiks þar sem Keflavík var komið í 23 stiga forskot um miðbik 2. leikhluta en missti það niður í sjö stig á rúmum fjórum mínútum. „Það voru margir mættir á völlinn og það er leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun,“ grínaðist Hjalti og hló áður en hann bætti við. „Nei nei alls ekki, við þurfum auðvitað að halda einbeitingu og klára leikinn þegar við erum komnir 20 og eitthvað stigum yfir en við gerðum vel að svara áhlaupinu þeirra, við gerðum síðustu fimm stig fyrri hálfleiks og menn gerðu vel að svara fyrir sig.“ „Það var einbeitingarleysi og þá sérstaklega í innköstum hjá okkur við endalínuna þar sem þeir fengu a.m.k. tvo galopna þrista og það á bara ekki að gerast.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali fyrir leikinn að Blikarnir ætluðu að spila hraðan og skemmtilegan bolta, ásamt litlum sem engum varnarleik. Aðspurður út í varnarleysi Breiðabliks sagði Hjalti það spilast vel upp í hendurnar á sínum leikmönnum en það væri þó eitthvað sem menn þurfa að passa sig á. „Það sást fyrstu 15 mínúturnar þar sem við skoruðum nánast úr hverri sókn. Svo fórum við svolítið að fara út úr okkar plani og vorum kærulausir að taka léleg skot og framkvæma sóknirnar okkar illa. Þá hlaupa þeir í bakið á þér og þeir eru mjög fljótir að setja punkta á töfluna.“ Jaka Brodnik hefur ekkert spilað með Keflvíkingum síðan fyrir jól vegna axlarmeiðsla en hann tók örlítinn þátt í upphitun Keflavík fyrir leikinn í kvöld án þess að beita sér að einhverri hörku. Hjalti býst við að Brodnik verður mættur aftur á leikvöllinn í næsta mánuði. „Við erum að stefna á mars en það er svo sem ekki alveg vitað. Hann er byrjaður að æfa aðeins, farinn að skjóta og hreyfa sig eitthvað. Hann er að verða góður í öxlinni en honum þarf að líða vel með það og vera tilbúinn að leggja sig fram og beita sér að krafti,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira