Sundlauganótt er partur af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar en uppákomur í laugum borgarinnar verða af margvíslegum toga. Má til að mynda nefna Zumba, slökun, diskó, vatnabolta, sjóaraslagara og ýmislegt fleira.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að „ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, og gestir eru hvattir til að slaka á og njóta stundarinnar.“
Sundlaugarnar í Reykjavík verða opnar frá klukkan 17 til 22 í kvöld.
Þær sundlaugar sem taka þátt í Sundlauganótt eru:
- Laugardalslaug
- Vesturbæjarlaug
- Sundhöll Reykjavíkur
- Breiðholtslaug
- Grafarvogslaug
- Dalslaug
- Árbæjarlaug
- Salalaug
- Seltjarnarneslaug
- Ásgarðslaug
- Ásvallalaug
Upplýsingar um dagskrá í hverri laug fyrir sig má nálgast á heimasíðu Vetrarhátíðar.