Formaður og stjórn eru kjörin til tveggja ára í senn. Sextán framboð til stjórnar voru úrskurðuð lögleg en alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.
Frambjóðendur til stjórnar VR eru, í stafrófsröð:
- Árni Konráð Árnason
- Halla Gunnarsdóttir
- Helga Ingólfsdóttir
- Jennifer Schröder
- Jóhanna Gunnarsdóttir
- Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
- Nökkvi Harðarson
- Ólafur Reimar Gunnarsson
- Sigríður Hallgrímsdóttir
- Sigurður Sigfússon
- Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
- Tómas Gabríel Benjamin
- Vala Ólöf Kristinsdóttir
- Þorsteinn Þórólfsson
- Þórir Hilmarsson
- Ævar Þór Magnússon
Ekkert mótframboð barst gegn lista stjórnar og trúnaðarráðs í trúnaðarráð félagsins og telst hann því löglega kjörinn.
Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra verða birtar á vef VR fljótlega.