Hvert húsið hrundi á eftir öðru Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2023 20:00 Leitað í rústum í Adana í Tyrklandi. AP/Khalil Hamra Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg í kjölfar öflugra jarðskjálfta sem orðið hafa í Tyrklandi og Sýrlandi. Fjölmargir eru dánir en þeim mun líklegast fjölga mikið á næstu dögum. Skjálftarnir ollu gífurlegum skemmdum í báðum löndum. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt þeim stóra. Minnst 145 eftirskjálftar hafa greinst og þar af þrír stærri en sex stig. Fjölmörg hús hafa hrunið í bæði Tyrklandi og Sýrlandi og eru skemmdirnar mjög umfangsmiklar. Fyrir skjálftana hafa vetrarhörkur valdið íbúum í Suður-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi miklum ama. Milljónir manna halda til í flóttamannabúðum á svæðinu eftir langvarandi átök í Sýrlandi. „Þetta var eins og heimsendir,“ segir Abdul Salam al-Mahmoud, sem býr í Atareb í norðurhluta Sýrlands. „Það er mjög kalt og mikil rigning. Það þarf að bjarga fólki.“ Heilbrigðisráðherra Tyrklands segir minnst 1.651 hafa dáið í Tyrklandi og 11.119 séu slasaðir. Vitað er að nærri því 1.300 hafi dáið í Sýrlandi, samkvæmt yfirvöldum þar en líklegt er þessar tölur muni hækka á komandi dögum. Tyrkir hafa birt mörg myndbönd á samfélagsmiðlum í dag sem sýna heilu fjölbýlishúsin hrynja. Ljóst er að eyðileggingin er gífurlega mikil. Newly constructed building in Malatya, Turkey pic.twitter.com/WhDqW5LE2Y— Faytuks News (@Faytuks) February 6, 2023 Fjölmörg ríki heims eru að senda björgunarsveitir og annars konar aðstoð á svæðið Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi. Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03 Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. 6. febrúar 2023 12:10 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt þeim stóra. Minnst 145 eftirskjálftar hafa greinst og þar af þrír stærri en sex stig. Fjölmörg hús hafa hrunið í bæði Tyrklandi og Sýrlandi og eru skemmdirnar mjög umfangsmiklar. Fyrir skjálftana hafa vetrarhörkur valdið íbúum í Suður-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi miklum ama. Milljónir manna halda til í flóttamannabúðum á svæðinu eftir langvarandi átök í Sýrlandi. „Þetta var eins og heimsendir,“ segir Abdul Salam al-Mahmoud, sem býr í Atareb í norðurhluta Sýrlands. „Það er mjög kalt og mikil rigning. Það þarf að bjarga fólki.“ Heilbrigðisráðherra Tyrklands segir minnst 1.651 hafa dáið í Tyrklandi og 11.119 séu slasaðir. Vitað er að nærri því 1.300 hafi dáið í Sýrlandi, samkvæmt yfirvöldum þar en líklegt er þessar tölur muni hækka á komandi dögum. Tyrkir hafa birt mörg myndbönd á samfélagsmiðlum í dag sem sýna heilu fjölbýlishúsin hrynja. Ljóst er að eyðileggingin er gífurlega mikil. Newly constructed building in Malatya, Turkey pic.twitter.com/WhDqW5LE2Y— Faytuks News (@Faytuks) February 6, 2023 Fjölmörg ríki heims eru að senda björgunarsveitir og annars konar aðstoð á svæðið Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi.
Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03 Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. 6. febrúar 2023 12:10 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03
Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. 6. febrúar 2023 12:10