Selenskí í óvæntri heimsókn til Bretlands í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 10:40 Sunak tók á móti Selenskí á flugvellinum. Instagram Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun í dag heimsækja Bretland í fyrsta sinn síðan Rússar réðust inn í heimaland hans fyrir tæpu ári síðan. Heimsóknin er óvænt en við því er búist að Selenskí muni á morgun ferðast til Brussel til fundar við Evrópusambandið. Breska ríkisútvarpið greinir frá heimsókn Selenskí og segir í frétt BBC að hann muni að öllum líkindum ávarpa breska þingið í dag. Líklegt er talið að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, muni á sama tíma tilkynna frekari hernaðar- og fjárhagsaðstoð við Úkraínumenn. Þar á meðal muni Sunak bjóða Úkraínumönnum að þjálfa fyrir þá herflugmenn og boða frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. View this post on Instagram A post shared by (@zelenskiy_official) Buckingham höll tilkynnti klukkan 10:30 að íslenskum tíma að Selenskí muni hitta Karl þriðja Bretakonung í þessari heimsókn sinni. Hafa gefið Úkraínumönnum milljarða Þetta er þriðja opinbera heimsókn Selenskí frá upphafi stríðsins. Sú fyrsta var rétt fyrir jól þegar hann heimsótti Bandaríkin en á heimleið heimsótti hann Pólland. Þá segir í frétt breska ríkisútvarpsins að Selenskí hafi síðast heimsótt Bretland árið 2020. Þá hefur Sunak fundað með Selenskí áður en hann fór til Kænugarðs í nóvember. Í þeirri heimsókn tilkynnti forsætisráðherrann 50 milljón punda fjárhagsaðstoð til Úkraínu, sem nemur um 8,5 milljörðum króna. Sunak sagði þegar hann tilkynnti þann aðstoðarpakka að Bretar vissu hvað þyrfti til til að berjast fyrir frelsi. Bretar hafa stutt þétt við bakið á Úkraínumönnum frá upphafi stríðs og hafa meðal annars sent hergögn og fjármagn. Bretland hefur gefið Úkraínu 2,3 milljarða punda frá upphafi stríðsins, sem nemur um 400 milljörðum króna, og heitið því að gefa annað eins á þessu ári. Líklegur til að funda með ESB Eins og áður segir er talið líklegt að Selenskí muni á þessu ferðalagi sínu fara til Brussel í Belgíu til að funda með Evrópusambandinu. Það hefur þó ekki verið staðfest formlega en upplýsingum um fyrirhugaðan fund hans í Brussel var lekið í síðustu viku. Talið er líklegt að hann muni ávarpa Evrópuþingið á morgun áður en hann heldur á fund leiðtoga ESB ríkjanna. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá heimsókn Selenskí og segir í frétt BBC að hann muni að öllum líkindum ávarpa breska þingið í dag. Líklegt er talið að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, muni á sama tíma tilkynna frekari hernaðar- og fjárhagsaðstoð við Úkraínumenn. Þar á meðal muni Sunak bjóða Úkraínumönnum að þjálfa fyrir þá herflugmenn og boða frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. View this post on Instagram A post shared by (@zelenskiy_official) Buckingham höll tilkynnti klukkan 10:30 að íslenskum tíma að Selenskí muni hitta Karl þriðja Bretakonung í þessari heimsókn sinni. Hafa gefið Úkraínumönnum milljarða Þetta er þriðja opinbera heimsókn Selenskí frá upphafi stríðsins. Sú fyrsta var rétt fyrir jól þegar hann heimsótti Bandaríkin en á heimleið heimsótti hann Pólland. Þá segir í frétt breska ríkisútvarpsins að Selenskí hafi síðast heimsótt Bretland árið 2020. Þá hefur Sunak fundað með Selenskí áður en hann fór til Kænugarðs í nóvember. Í þeirri heimsókn tilkynnti forsætisráðherrann 50 milljón punda fjárhagsaðstoð til Úkraínu, sem nemur um 8,5 milljörðum króna. Sunak sagði þegar hann tilkynnti þann aðstoðarpakka að Bretar vissu hvað þyrfti til til að berjast fyrir frelsi. Bretar hafa stutt þétt við bakið á Úkraínumönnum frá upphafi stríðs og hafa meðal annars sent hergögn og fjármagn. Bretland hefur gefið Úkraínu 2,3 milljarða punda frá upphafi stríðsins, sem nemur um 400 milljörðum króna, og heitið því að gefa annað eins á þessu ári. Líklegur til að funda með ESB Eins og áður segir er talið líklegt að Selenskí muni á þessu ferðalagi sínu fara til Brussel í Belgíu til að funda með Evrópusambandinu. Það hefur þó ekki verið staðfest formlega en upplýsingum um fyrirhugaðan fund hans í Brussel var lekið í síðustu viku. Talið er líklegt að hann muni ávarpa Evrópuþingið á morgun áður en hann heldur á fund leiðtoga ESB ríkjanna.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41
Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36
Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47