Þúsundir Íslendinga sleikja sólina á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. febrúar 2023 21:01 Á meðan landsmenn búa við rysjótt veður viku eftir viku þá njóta þúsundir Íslendinga veðurblíðunnar á Tenerife til skemmri eða lengri tíma. Flugið til Tenerife frá Íslandi tekur um fimm klukkutíma, stundum aðeins meira og stundum aðeins minna. Mikil aðsókn hefur verið í vetur á eyjuna enda margir hverjir orðnir ansi þreyttir og leiðir á veðráttunni á Íslandi. Íslendingar eru duglegir að fara í fjölbreyttar ferðir með Tenerifeferðum, sem Svali og hans starfsfólk eru með. „Hér er eyjan bókstaflega að springa af ferðamönnum, ekki bara Íslendingum, heldur bara ferðamönnum almennt. Helstu áhyggjur Kanaríabúa er að geta ekki verið með nægjanlega skipulagða innviði, könnumst við ekki við það á Íslandi líka. Á síðasta ári komu 8,3 milljónir ferðamanna og það stefnir í enn þá meira í ár,“ segir Svali og bætir við. „Ég myndi segja að hérna væru hátt í tvö þúsund Íslendingar í hverri viku. Íslendingar eru fyrst og fremst að sækjast eftir veðrinu getað bara slakað aðeins á, það er allt annað tempó hérna.“ Svali (Sigvaldi) Kaldalóns hjá Tenerifeferðum á Tenerife hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að fara í ferðir með Íslendinga um eyjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir Íslendingar, sem fara á Tenerife verða strax varir við að það eru nánast Íslendingar á hverju götuhorni. „Ég er búin að koma hingað fjórtán sinnum, ég er bara háð þess. Ætli maður eyði ekki ellinni hérna, það stefnir allavega í það“, segir Ólöf Ingbergsdóttir hlægjandi. Ólöf Ingibergsdóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er yndislegt, maður þarf að koma hingað á hverju einasta ári,“ segir Bjarni Sigurjónsson, sem sleikti sólina á Tene á sólbekknum. Bjarni Sigurjónsson, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og við náðum líka í fjölskyldu, sem var að fara heim eftir að hafa verið að eyjunni þrettán sinnum og á örugglega eftir að koma oft aftur. „Þetta er bara svo næs, bara gott veður og mjög fínt. Það er dásamlegt að vera með krakka hérna, allir geta bara verið frjálsir og þurfa ekki að vera í úlpum,“ segir Þorgerður Gísladóttir. Þorgerður Gísladóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Flugið til Tenerife frá Íslandi tekur um fimm klukkutíma, stundum aðeins meira og stundum aðeins minna. Mikil aðsókn hefur verið í vetur á eyjuna enda margir hverjir orðnir ansi þreyttir og leiðir á veðráttunni á Íslandi. Íslendingar eru duglegir að fara í fjölbreyttar ferðir með Tenerifeferðum, sem Svali og hans starfsfólk eru með. „Hér er eyjan bókstaflega að springa af ferðamönnum, ekki bara Íslendingum, heldur bara ferðamönnum almennt. Helstu áhyggjur Kanaríabúa er að geta ekki verið með nægjanlega skipulagða innviði, könnumst við ekki við það á Íslandi líka. Á síðasta ári komu 8,3 milljónir ferðamanna og það stefnir í enn þá meira í ár,“ segir Svali og bætir við. „Ég myndi segja að hérna væru hátt í tvö þúsund Íslendingar í hverri viku. Íslendingar eru fyrst og fremst að sækjast eftir veðrinu getað bara slakað aðeins á, það er allt annað tempó hérna.“ Svali (Sigvaldi) Kaldalóns hjá Tenerifeferðum á Tenerife hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að fara í ferðir með Íslendinga um eyjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir Íslendingar, sem fara á Tenerife verða strax varir við að það eru nánast Íslendingar á hverju götuhorni. „Ég er búin að koma hingað fjórtán sinnum, ég er bara háð þess. Ætli maður eyði ekki ellinni hérna, það stefnir allavega í það“, segir Ólöf Ingbergsdóttir hlægjandi. Ólöf Ingibergsdóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er yndislegt, maður þarf að koma hingað á hverju einasta ári,“ segir Bjarni Sigurjónsson, sem sleikti sólina á Tene á sólbekknum. Bjarni Sigurjónsson, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og við náðum líka í fjölskyldu, sem var að fara heim eftir að hafa verið að eyjunni þrettán sinnum og á örugglega eftir að koma oft aftur. „Þetta er bara svo næs, bara gott veður og mjög fínt. Það er dásamlegt að vera með krakka hérna, allir geta bara verið frjálsir og þurfa ekki að vera í úlpum,“ segir Þorgerður Gísladóttir. Þorgerður Gísladóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira