Einstakt á Íslandi og jafnvel í heiminum Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 9. febrúar 2023 21:50 Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR. Vísir/Hulda Margrét Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, var skiljanlega mjög ánægður í viðtali eftir sigurinn gegn Breiðabliki í kvöld. Sigurinn var annar sigur liðsins í röð og talsvert bjartara yfir ÍR-ingum miðað við fyrir sigurleikina tvo. Ísak sagði að liðsheildin hafi verið lykillinn að sigrinum. „Ef við horfum á stigatöfluna þá er einn maður með 20 stig, aðrir minna. Níu leikmenn með fimm stig eða meira og einn af þeim spilaði bara í fyrsta leikhluta. Þetta var geggjaður liðssigur og menn sýndu breiddina sem liðið hefur.“ „Það er ógeðslega gaman að fá framlag frá öllum sem komu inná, það sýnir styrk liðsins í þessari brekku sem við vorum í og erum byrjaðir að klífa upp núna.“ Skömmu fyrir viðtalið varð ljóst að Höttur vann KR. Liðin þrjú eru öll í fallbaráttu. Skiptir það einhverju máli? „Við þurfum að vinna fullt af leikjum til að halda okkur í deildinni. Það er svo mikið eftir af þessu móti að við ætlum ekki að útiloka úrslitakeppni. Núna förum við bara í þetta með smá „fokk-it“ hugarfari og ætlum að vinna hvern einasta leik.“ Ísak grínaðist með að breytingin á ÍR-liðinu fælist í því að ÍR goðsögnin Sveinbjörn Claessen væri mættur á bekkinn með þjálfunum. „Hann kom á bekkinn og það kemur ferskur blær með honum. Það vita allir hvað hann stendur fyrir.“ „Það keyptu sig líka allir inn í hvað planið var og aldrei datt mórallinn í eitthvað þrot. Það segir mikið um gæjana í þessu liði.“ Ísak var beðinn um að meta stöðuna eins og hún er akkúrat núna. „Það er annað sem hefur breyst. Ég er hættur að kíkja á stöðutöfluna. Ég veit varla hvað liðin eru með mörg stig. Við ætlum að vinna eins marga leiki og við getum og sjá hvað það skilar okkur.“ Stuðningsveit ÍR-inga, Ghetto Hooligans, studdi sína menn frábærlega í kvöld, vel mætt og mikill hávaði í þeim. Hvernig er að spila á útivelli en samt í rauninni á heimavelli með þennan stuðning? „Það er bara geggjað. Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir þeim. Þetta er alveg einstakt held ég á Íslandi og þess vegna í heiminum. Við fengum frábæran stuðning á móti Grindavík á heimavelli í síðasta leik. Við vinnum hann, vorum búnir að tapa sex eða sjö leikjum á undan því, mætum svo hérna þar sem mesta stemningslið deildarinnar er að spila. Mínir menn eiga þessa stúku og það er bara ógeðslega gaman,“ sagði Ísak. Í viðtalinu var hann einnig spurður út í vítanýtingu Taylor Jones sem setti niður þrjú af fjórum vítaskotum sínum. Ísak segir að hann búist ekki við öðrum hauskúpuleik af vítalínunni aftur eins og gegn Grindavík þar sem ekkert gekk. Ísak var þá ánægður með Hákon Örn Hjálmarsson sem endaði stigahæstur í kvöld hjá gestunum með tuttugu stig. Hákon byrjaði á bekknum. Ísak segist heppinn að vera með þrjá frábæra bakverði, allir vilji byrja og enda leikina en á meðan sigrarnir koma þá hljóti allir að vera sáttir. Loks var hann spurður út í Luciano Massarelli sem meiddist snemma í leiknum og segir Ísak að sinn maður fari í myndatöku á morgun. Subway-deild karla ÍR Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-104 | Breiðhyltingar komnir á bragðið ÍR hleypti mikilli spennu í botnbaráttu Subway-deildar karla með sigri á Breiðabliki í Smáranum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:55 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Ísak sagði að liðsheildin hafi verið lykillinn að sigrinum. „Ef við horfum á stigatöfluna þá er einn maður með 20 stig, aðrir minna. Níu leikmenn með fimm stig eða meira og einn af þeim spilaði bara í fyrsta leikhluta. Þetta var geggjaður liðssigur og menn sýndu breiddina sem liðið hefur.“ „Það er ógeðslega gaman að fá framlag frá öllum sem komu inná, það sýnir styrk liðsins í þessari brekku sem við vorum í og erum byrjaðir að klífa upp núna.“ Skömmu fyrir viðtalið varð ljóst að Höttur vann KR. Liðin þrjú eru öll í fallbaráttu. Skiptir það einhverju máli? „Við þurfum að vinna fullt af leikjum til að halda okkur í deildinni. Það er svo mikið eftir af þessu móti að við ætlum ekki að útiloka úrslitakeppni. Núna förum við bara í þetta með smá „fokk-it“ hugarfari og ætlum að vinna hvern einasta leik.“ Ísak grínaðist með að breytingin á ÍR-liðinu fælist í því að ÍR goðsögnin Sveinbjörn Claessen væri mættur á bekkinn með þjálfunum. „Hann kom á bekkinn og það kemur ferskur blær með honum. Það vita allir hvað hann stendur fyrir.“ „Það keyptu sig líka allir inn í hvað planið var og aldrei datt mórallinn í eitthvað þrot. Það segir mikið um gæjana í þessu liði.“ Ísak var beðinn um að meta stöðuna eins og hún er akkúrat núna. „Það er annað sem hefur breyst. Ég er hættur að kíkja á stöðutöfluna. Ég veit varla hvað liðin eru með mörg stig. Við ætlum að vinna eins marga leiki og við getum og sjá hvað það skilar okkur.“ Stuðningsveit ÍR-inga, Ghetto Hooligans, studdi sína menn frábærlega í kvöld, vel mætt og mikill hávaði í þeim. Hvernig er að spila á útivelli en samt í rauninni á heimavelli með þennan stuðning? „Það er bara geggjað. Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir þeim. Þetta er alveg einstakt held ég á Íslandi og þess vegna í heiminum. Við fengum frábæran stuðning á móti Grindavík á heimavelli í síðasta leik. Við vinnum hann, vorum búnir að tapa sex eða sjö leikjum á undan því, mætum svo hérna þar sem mesta stemningslið deildarinnar er að spila. Mínir menn eiga þessa stúku og það er bara ógeðslega gaman,“ sagði Ísak. Í viðtalinu var hann einnig spurður út í vítanýtingu Taylor Jones sem setti niður þrjú af fjórum vítaskotum sínum. Ísak segir að hann búist ekki við öðrum hauskúpuleik af vítalínunni aftur eins og gegn Grindavík þar sem ekkert gekk. Ísak var þá ánægður með Hákon Örn Hjálmarsson sem endaði stigahæstur í kvöld hjá gestunum með tuttugu stig. Hákon byrjaði á bekknum. Ísak segist heppinn að vera með þrjá frábæra bakverði, allir vilji byrja og enda leikina en á meðan sigrarnir koma þá hljóti allir að vera sáttir. Loks var hann spurður út í Luciano Massarelli sem meiddist snemma í leiknum og segir Ísak að sinn maður fari í myndatöku á morgun.
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-104 | Breiðhyltingar komnir á bragðið ÍR hleypti mikilli spennu í botnbaráttu Subway-deildar karla með sigri á Breiðabliki í Smáranum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:55 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-104 | Breiðhyltingar komnir á bragðið ÍR hleypti mikilli spennu í botnbaráttu Subway-deildar karla með sigri á Breiðabliki í Smáranum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:55
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti