NFL goðsögn segir óskynsamlegt að veðja gegn Mahomes - en gerir það samt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 09:30 Shaun Alexander fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Bandaríkjunum. Shaun Alexander, fyrrum hlaupari Seattle Seahawks í NFL-deildinni og einn besti leikmaður deildarinnar á fyrsta áratug aldarinnar, telur að Philadelphia Eagles muni bera sigur úr býtum í Super Bowl leiknum á sunnudag. Eagles mætir þá Kansas City Chiefs en Alexander hefur sterkari tengingar við Eagles í gegnum Alabama-háskólann, hans gamla lið. Klippa: Viðtal við Shaun Alexander „Ég fór í Alabama-háskólann, sem er með eitt stærsta lið háskólaboltans. Ég er náinn tveimur leikmönnum Eagles sem voru í Alabama, leikstjórnendanum Jalen Hurts og útherjanum DeVonta Smith, þannig að ég mun styðja þá í leiknum,“ segir hann brosandi í samtali við Vísi. Viðtalið fór fram fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona, þar sem Super Bowl fer fram. Alexander kom þar fram fyrir hönd góðgerðarsamtakanna Players Coalition. Það eru samtök leikmanna, þjálfara og eiganda í NFL-deildinni sem berjast fyrir auknu jafnrétti í Bandaríkjunum. Ekki takmarkið að komast yfir endalínuna Shaun Alexander í leik með Seattle Seahawks árið 2006.Getty / Scott Halleran „NFL-deildin gerir sér grein fyrir því að við getum náð til margra. Við viljum nýta okkar vettvang til að vekja athygli á þeim málefnum sem þurfa á umræðu að halda,“ sagði Alexander og sagði að það væri hægt að gera það á marga vegu. „En mestu máli skiptir að það sé gert á réttan máta.“ Samfélagsmálefni, líkt og kynþáttafordómar og misrétti, hafa verið í brenndidepli í bandarísku samfélagi undanfarna áratugi og umræðan hefur snert flesta fleti samfélagsins - einnig NFL-deildina en hún er stærsta og vinsælasta atvinnumannaíþróttinn þar í landi. „Markmiðið er að halda áfram að þroskast og vaxa,“ sagði Alexander spurður hvort að baráttan fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum væri langt á veg komin eða ætti enn langt í land. „Við hugsum ekki um þetta eins og að það þurfi að komast yfir endalínu. Við viljum halda áfram að bæta okkur - get ég gert betur í ár en á síðasta ári? Það er það sem við gerum í okkar samtökum og það er það sem við gerum sem samfélag.“ Eagles hefur klárað sína leiki með yfirburðum Shaun Alexander slapp þó ekki úr viðtalinu án þess að ræða Super Bowl leikinn á sunnudag. Alexander var sem fyrr segir einn besti hlaupari deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta og segir ljóst að Eagles hafi farið langt á sterkum hlaupaleik þetta tímabilið. „Kansas City er með frábæra vörn en Eagles hefur klárað sína tvo leiki í úrslitakeppninni með miklum yfirburðum og með því að spilaá sínum styrkleikum. Ég held að Eagles eigi góðan möguleika á að klára verkefnið og vinna þann stóra.“ Spurður um möguleika Chiefs í leiknum sagði Alexander að svarið væri einfalt og að möguleikarnir væru fyrst og fremst bundnir í leikstjórnendanum Patrick Mahomes. „Hann er besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er frábær leikmaður og frábær leiðtogi. Margir halda því fram að það væri óskynsamlegt að veðja á móti slíkum leikmanni og ég væri venjulega sammála því, nema að nú er hann að keppa gegn tveimur Alabama-mönnum.“ NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Eagles mætir þá Kansas City Chiefs en Alexander hefur sterkari tengingar við Eagles í gegnum Alabama-háskólann, hans gamla lið. Klippa: Viðtal við Shaun Alexander „Ég fór í Alabama-háskólann, sem er með eitt stærsta lið háskólaboltans. Ég er náinn tveimur leikmönnum Eagles sem voru í Alabama, leikstjórnendanum Jalen Hurts og útherjanum DeVonta Smith, þannig að ég mun styðja þá í leiknum,“ segir hann brosandi í samtali við Vísi. Viðtalið fór fram fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona, þar sem Super Bowl fer fram. Alexander kom þar fram fyrir hönd góðgerðarsamtakanna Players Coalition. Það eru samtök leikmanna, þjálfara og eiganda í NFL-deildinni sem berjast fyrir auknu jafnrétti í Bandaríkjunum. Ekki takmarkið að komast yfir endalínuna Shaun Alexander í leik með Seattle Seahawks árið 2006.Getty / Scott Halleran „NFL-deildin gerir sér grein fyrir því að við getum náð til margra. Við viljum nýta okkar vettvang til að vekja athygli á þeim málefnum sem þurfa á umræðu að halda,“ sagði Alexander og sagði að það væri hægt að gera það á marga vegu. „En mestu máli skiptir að það sé gert á réttan máta.“ Samfélagsmálefni, líkt og kynþáttafordómar og misrétti, hafa verið í brenndidepli í bandarísku samfélagi undanfarna áratugi og umræðan hefur snert flesta fleti samfélagsins - einnig NFL-deildina en hún er stærsta og vinsælasta atvinnumannaíþróttinn þar í landi. „Markmiðið er að halda áfram að þroskast og vaxa,“ sagði Alexander spurður hvort að baráttan fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum væri langt á veg komin eða ætti enn langt í land. „Við hugsum ekki um þetta eins og að það þurfi að komast yfir endalínu. Við viljum halda áfram að bæta okkur - get ég gert betur í ár en á síðasta ári? Það er það sem við gerum í okkar samtökum og það er það sem við gerum sem samfélag.“ Eagles hefur klárað sína leiki með yfirburðum Shaun Alexander slapp þó ekki úr viðtalinu án þess að ræða Super Bowl leikinn á sunnudag. Alexander var sem fyrr segir einn besti hlaupari deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta og segir ljóst að Eagles hafi farið langt á sterkum hlaupaleik þetta tímabilið. „Kansas City er með frábæra vörn en Eagles hefur klárað sína tvo leiki í úrslitakeppninni með miklum yfirburðum og með því að spilaá sínum styrkleikum. Ég held að Eagles eigi góðan möguleika á að klára verkefnið og vinna þann stóra.“ Spurður um möguleika Chiefs í leiknum sagði Alexander að svarið væri einfalt og að möguleikarnir væru fyrst og fremst bundnir í leikstjórnendanum Patrick Mahomes. „Hann er besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er frábær leikmaður og frábær leiðtogi. Margir halda því fram að það væri óskynsamlegt að veðja á móti slíkum leikmanni og ég væri venjulega sammála því, nema að nú er hann að keppa gegn tveimur Alabama-mönnum.“
NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira