Vinur minn Róbert Guðfinnsson Valgeir Tómas Sigurðsson skrifar 10. febrúar 2023 12:00 Fyrst vil ég þakka fjölmörgum Siglfirðingum bæði búsettum og brottfluttum fyrir jákvæð símtöl, skilboð og auðsýndu þakklæti fyrir greinarkorn mitt um mismerkilega Siglfirðinga. Þessi sterku viðbrögð komu ánægjulega á óvart. Það sem flestir tala um, er hvers vegna heyrist ekkert í bæjarstjórn Fjallabyggðar um þetta alvarlega málið. Einu andmælin sem hafa komið fram eru feisbókarskrif Róberts Guðfinnssonar, en hann var einn af þeim sem fékk Þormóð ramma afhentan á silfurfati á sínum tíma, frá fyrrum flokksbróður sínum Ólafi Ragnari Grímssyni og það var sú gjöf sem kom honum á kortið. Róbert fær læk úr óvæntum áttum m.a. frá reykvískum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Páli símaskipstjóra Samherja og jafnframt frá aðilum sem málið er skylt á borð við Svanfríði Jónasdóttir sem var sérlegur aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar þáverandi flokksbróður Róberts, þegar Þormóður rammi var afhentur. Róbert Guðfinnsson ágætur kunningi minn kvartar sáran undan mér, að ég hafi ekki sýnt sölumönnum á útræðrarétti Siglufjarðar sanngirni í skrifum mínum. Það gefur auga leiða að skýrsla ríkisendurskoðunar um sölu Ólafs Ragnars á Þormóði ramma til pólitískra samherja er ekki falleg lesning, en hún er sönn og því óneitanlega sanngjörn. Ekki geri ég athugasemd við það að litlir slorkarlar frá Siglufirði eigi sér stóra drauma og vilji máta jakkaföt og bindi til að vængja sig á alþjóðavettvangi viðskipta. Þeir eiga ekki að gera það með stolnum fjöðrum af litla manninum með sölu útróðrarrétti þeirra, frá Siglufirði. Það væri miklu nær að þeir gerðu það á eigin forsendum og byggju til sitt eigið, í stað þess að eyðileggja framtíð Siglufjarðar sem fóstraði þá. Róbert Guðfinnsson virðist trúa því að framþróun íslensk sjávarútvegs sé háð enn frekari samþjöppun en nú er þegar orðin, en ekki færir hann nokkur rök fyrir því á nokkurn hátt. Það er rétt að staldra við þessa fullyrðingu, þar sem farið var með nákvæmlega sömu rullu og gert var við sameiningu Ramma og Sæbergs. Staðreyndin er einfaldlega sú að byggðirnar í Ólafsfirði og Siglufirði voru mun blómlegri á meðan drift var í öllum þessum fyrirtækjum; Þormóði ramma, Sæberg, Magnúsi Gamalíelson og Siglfirðing ofl. sem hafa sameinast í Ramma. Hvar endar brjálæðið Hver segir að þessi sameiningarárátta sé á enda komin og hvar endar brjálæðið? Ef stjórnvöld og bæjaryfirvöld beita sér ekki fyrir því komið verði í veg fyrir sameininguna má fastlega búast við því nýtt sameinað félag renni innan tíðar inn í annað enn stærra og þess vegna í eigu erlendra auðhringja. Reyndar er það svo að einstaka kvótagreifi eða -þegi er farinn að kalla eftir því að fá að selja fiskimiðin til erlendra aðila. Höfundur er Siglfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. 8. febrúar 2023 10:30 Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrst vil ég þakka fjölmörgum Siglfirðingum bæði búsettum og brottfluttum fyrir jákvæð símtöl, skilboð og auðsýndu þakklæti fyrir greinarkorn mitt um mismerkilega Siglfirðinga. Þessi sterku viðbrögð komu ánægjulega á óvart. Það sem flestir tala um, er hvers vegna heyrist ekkert í bæjarstjórn Fjallabyggðar um þetta alvarlega málið. Einu andmælin sem hafa komið fram eru feisbókarskrif Róberts Guðfinnssonar, en hann var einn af þeim sem fékk Þormóð ramma afhentan á silfurfati á sínum tíma, frá fyrrum flokksbróður sínum Ólafi Ragnari Grímssyni og það var sú gjöf sem kom honum á kortið. Róbert fær læk úr óvæntum áttum m.a. frá reykvískum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Páli símaskipstjóra Samherja og jafnframt frá aðilum sem málið er skylt á borð við Svanfríði Jónasdóttir sem var sérlegur aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar þáverandi flokksbróður Róberts, þegar Þormóður rammi var afhentur. Róbert Guðfinnsson ágætur kunningi minn kvartar sáran undan mér, að ég hafi ekki sýnt sölumönnum á útræðrarétti Siglufjarðar sanngirni í skrifum mínum. Það gefur auga leiða að skýrsla ríkisendurskoðunar um sölu Ólafs Ragnars á Þormóði ramma til pólitískra samherja er ekki falleg lesning, en hún er sönn og því óneitanlega sanngjörn. Ekki geri ég athugasemd við það að litlir slorkarlar frá Siglufirði eigi sér stóra drauma og vilji máta jakkaföt og bindi til að vængja sig á alþjóðavettvangi viðskipta. Þeir eiga ekki að gera það með stolnum fjöðrum af litla manninum með sölu útróðrarrétti þeirra, frá Siglufirði. Það væri miklu nær að þeir gerðu það á eigin forsendum og byggju til sitt eigið, í stað þess að eyðileggja framtíð Siglufjarðar sem fóstraði þá. Róbert Guðfinnsson virðist trúa því að framþróun íslensk sjávarútvegs sé háð enn frekari samþjöppun en nú er þegar orðin, en ekki færir hann nokkur rök fyrir því á nokkurn hátt. Það er rétt að staldra við þessa fullyrðingu, þar sem farið var með nákvæmlega sömu rullu og gert var við sameiningu Ramma og Sæbergs. Staðreyndin er einfaldlega sú að byggðirnar í Ólafsfirði og Siglufirði voru mun blómlegri á meðan drift var í öllum þessum fyrirtækjum; Þormóði ramma, Sæberg, Magnúsi Gamalíelson og Siglfirðing ofl. sem hafa sameinast í Ramma. Hvar endar brjálæðið Hver segir að þessi sameiningarárátta sé á enda komin og hvar endar brjálæðið? Ef stjórnvöld og bæjaryfirvöld beita sér ekki fyrir því komið verði í veg fyrir sameininguna má fastlega búast við því nýtt sameinað félag renni innan tíðar inn í annað enn stærra og þess vegna í eigu erlendra auðhringja. Reyndar er það svo að einstaka kvótagreifi eða -þegi er farinn að kalla eftir því að fá að selja fiskimiðin til erlendra aðila. Höfundur er Siglfirðingur.
Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. 8. febrúar 2023 10:30
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar