25 ákærðir fyrir hnífaárásina á Bankastræti Club Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 17:26 Myndband úr öryggismyndavél á Bankastræti Club fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. RÚV greinir frá útgáfu ákærunnar. Einn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fjórtán fyrir hlutdeild í árásinni. Þrír karlmenn slösuðust í árásinni. Í frétt RÚV kemur fram að sá sem er ákærður fyrir manndrápstilraun hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Sá hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur sem er mesti mögulegi tími án útgáfu ákæru. Honum er gefið að sök að hafa stungið þrjá menn með hníf en hinir tíu veist að þeim með því að kýla og sparka í þá. Mennirnir þrír sem slösuðust krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Óhætt er að segja að árásin á Bankastræti Club hafi valdið óhug meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins og víðar. Öryggisgæsla í miðbænum var efld til muna um helgina og þá virðist árásin tengjast deilum tveggja hópa. Þær deilur hafa leitt af sér frekari hótanir í formi bensínsprengja á hús og líkamsárásar í fangelsi. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu lak myndbandi af árásinni úr öryggismyndavél. Honum var vikið frá störfum og hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu ekki verið óskað eftir frekara framlagi hans. Lekinn er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45 Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
RÚV greinir frá útgáfu ákærunnar. Einn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fjórtán fyrir hlutdeild í árásinni. Þrír karlmenn slösuðust í árásinni. Í frétt RÚV kemur fram að sá sem er ákærður fyrir manndrápstilraun hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Sá hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur sem er mesti mögulegi tími án útgáfu ákæru. Honum er gefið að sök að hafa stungið þrjá menn með hníf en hinir tíu veist að þeim með því að kýla og sparka í þá. Mennirnir þrír sem slösuðust krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Óhætt er að segja að árásin á Bankastræti Club hafi valdið óhug meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins og víðar. Öryggisgæsla í miðbænum var efld til muna um helgina og þá virðist árásin tengjast deilum tveggja hópa. Þær deilur hafa leitt af sér frekari hótanir í formi bensínsprengja á hús og líkamsárásar í fangelsi. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu lak myndbandi af árásinni úr öryggismyndavél. Honum var vikið frá störfum og hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu ekki verið óskað eftir frekara framlagi hans. Lekinn er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45 Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45
Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23