Alvotech tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði frá og með næstkomandi mánaðarmótum. Það ætti að hafa í för með sér aukna fjárfestingu frá erlendum vísitölusjóðum en Alvotech bíður þess nú sömuleiðis að vera bætt við nýmarkaðsvísitöluna hjá FTSE Russell.
Tengdar fréttir

Íslenskir fjárfestar komnir með um fimmtíu milljarða hlutabréfastöðu í Alvotech
Íslenskir fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir, fjárfestingafélög og efnameiri einstaklingar, áttu í byrjun þessa árs hlutabréf í líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir að lágmarki um tuttugu milljarða króna miðað við núverandi gengi. Sú fjárhæð hefur núna tvöfaldast eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins en á meðal nýrra fjárfesta sem bættust þá í hluthafahópinn var lífeyrissjóðurinn Birta sem keypti fyrir tvo milljarða.