Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2023 15:17 Úkraínskir hermenn að störfum í Dónetsk héraði. Getty/Mustafa Ciftci Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. Annarsstaðar á víglínunum í Dónetsk og Lúhansk eru Rússar sagðir hafa náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Politico hefur eftir einum talsmanna úkraínska hersins að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli við Vuhledar og Mariinka. Margir af yfirmönnum stórfylkisins hafi verið felldir og minnst 36 skriðdrekum hafi verið grandað. Það sama eigi við tugi bryndreka. Allt frá 150 til þrjú hundruð rússneskir landgönguliðar eru sagðir hafa fallið á degi hverjum við Vuhledar. Um fimm þúsund landgönguliðar í stórfylkingu hefðu fallið, særst eða verið handsamaðir. Áðurnefndur talsmaður sagði þó að Úkraínumenn vantaði frekari hergögn og skotfæri til að verjast árásum Rússa. Þeir héldu áfram að gera árásir nærri Vuhledar. Hér að neðan má sjá kort af stöðunni í Dónetsk héraði. Kortið er unnið af starfsmönnum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Eastern #Ukraine - #Donetsk Oblast:Russian forces continued ground attacks around #Bakhmut, #Avdiivka, and #Vuhledar on February 12.#Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin claimed that Wagner Group forces seized Krasna Hora just north of Bakhmut. https://t.co/fK4qbyJKlx pic.twitter.com/jMsmItUEAl— ISW (@TheStudyofWar) February 13, 2023 Rússar sagðir í basli með stóru sóknina Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Úkraínu varað við því að Rússar hafi ætlað í stórsókn í febrúar og að næstu vikur myndu reynast Úkraínumönnum erfiðar. Sérfræðingar sem fylgjast með átökunum sögðu þó í síðustu viku að þessi sókn væri líklegast þegar byrjuð. Sjá einnig: Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu Nú segja Úkraínumenn að Rússar eigi í basli með að hefja þessa sókn. AP fréttaveitan hefur eftir ráðamanni úr þjóðaröryggisráði Úkraínu að sóknin sé hafin en Rússar vilji ekki segja það. Úkraínumenn séu að verjast vel og að ráðamenn í Rússlandi séu ósáttir með það hve litlum árangri rússneski herinn hafi náð. Rússneskir herbloggarar, sem fjalla um her Rússa af tiltölulega miklu frelsi, hafa lýst yfir mikilli reiði vegna árása landgönguliðanna við Vuhledar og hafa jafnvel kallað eftir því að yfirmenn stórfylkisins verði dregnir til ábyrgðar fyrir að senda mennina í þessar árásir og endurtaka gömul mistök. Þeir segja einnig að Rússar eigi í basli með að gera umfangsmikla sókn í Úkraínu. #Ukraine: Two Russian T-80BV tanks were taken out of action by Ukrainian AT mines in quick succession in the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/wppGOPLOoQ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 12, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Annarsstaðar á víglínunum í Dónetsk og Lúhansk eru Rússar sagðir hafa náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Politico hefur eftir einum talsmanna úkraínska hersins að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli við Vuhledar og Mariinka. Margir af yfirmönnum stórfylkisins hafi verið felldir og minnst 36 skriðdrekum hafi verið grandað. Það sama eigi við tugi bryndreka. Allt frá 150 til þrjú hundruð rússneskir landgönguliðar eru sagðir hafa fallið á degi hverjum við Vuhledar. Um fimm þúsund landgönguliðar í stórfylkingu hefðu fallið, særst eða verið handsamaðir. Áðurnefndur talsmaður sagði þó að Úkraínumenn vantaði frekari hergögn og skotfæri til að verjast árásum Rússa. Þeir héldu áfram að gera árásir nærri Vuhledar. Hér að neðan má sjá kort af stöðunni í Dónetsk héraði. Kortið er unnið af starfsmönnum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Eastern #Ukraine - #Donetsk Oblast:Russian forces continued ground attacks around #Bakhmut, #Avdiivka, and #Vuhledar on February 12.#Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin claimed that Wagner Group forces seized Krasna Hora just north of Bakhmut. https://t.co/fK4qbyJKlx pic.twitter.com/jMsmItUEAl— ISW (@TheStudyofWar) February 13, 2023 Rússar sagðir í basli með stóru sóknina Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Úkraínu varað við því að Rússar hafi ætlað í stórsókn í febrúar og að næstu vikur myndu reynast Úkraínumönnum erfiðar. Sérfræðingar sem fylgjast með átökunum sögðu þó í síðustu viku að þessi sókn væri líklegast þegar byrjuð. Sjá einnig: Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu Nú segja Úkraínumenn að Rússar eigi í basli með að hefja þessa sókn. AP fréttaveitan hefur eftir ráðamanni úr þjóðaröryggisráði Úkraínu að sóknin sé hafin en Rússar vilji ekki segja það. Úkraínumenn séu að verjast vel og að ráðamenn í Rússlandi séu ósáttir með það hve litlum árangri rússneski herinn hafi náð. Rússneskir herbloggarar, sem fjalla um her Rússa af tiltölulega miklu frelsi, hafa lýst yfir mikilli reiði vegna árása landgönguliðanna við Vuhledar og hafa jafnvel kallað eftir því að yfirmenn stórfylkisins verði dregnir til ábyrgðar fyrir að senda mennina í þessar árásir og endurtaka gömul mistök. Þeir segja einnig að Rússar eigi í basli með að gera umfangsmikla sókn í Úkraínu. #Ukraine: Two Russian T-80BV tanks were taken out of action by Ukrainian AT mines in quick succession in the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/wppGOPLOoQ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 12, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34
Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34
Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06