Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:54 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Holuhraun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland birti í gær gervihnattamyndir sem sýna hraða bráðnun á ísnum á Öskjuvatni milli föstudags og laugardags. Á þessum sólarhring stækkaði vökin um fimmtíu hektara - eða því sem nemur um sjötíu fótboltavöllum. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir þróunina hafa haldið áfram. „Við fengum mynd í gær og núna er meira en helmingurinn af vatninu orðinn íslaus og svo er bara íshrafl að mestu. Eina sem er eftir er bara í víkinni við Víti. Þannig að vatnið er eiginlega alveg búið að hreinsa sig.“ Þetta sé augljóst merki um aukinn jarðhita. „Þetta er alveg klárlega merki um að það styttist í að fjallið fari í gang. Það bræðir ísinn og þetta er svo snöggt að það er mjög mikill hiti og kvikan er væntanlega farin að nálgast yfirborðið og kvikuhólfið komið að þrýstimörkum.“ Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2. Hann bendir á að Askja sé búin að vera óróleg frá árinu 2012 og að þróunin hafi verið nokkuð stöðug. Sprungur hafi líklega gliðnað í skjálfta í byrjun febrúar - sem hafi flýtt fyrir bráðnun þar sem vatnið hafi komist í snertingu við heitara berg. Eftir standi spurningin hvort gosið verði lítið basaltgos líkt og voru algeng á tuttugustu öld eða stórt, líkt og varð til dæmis á níjtándu öld. „Rannsóknarleiðangrar frá háskólanum í Cambridge hafa sýnt að það sé mikið magn af kviku undir Öskju sem getur rennt stoðum undir það að það gæti orðið stórt gos. En ef það er stórt og mikið sprengigos er það stutt,“ segir Ármann. Stórt gos hefði fyrst og fremst áhrif á flugumferð en fíngerð aska gæti einnig valdið óþægindum í byggð. Miðað við þróunina telur Ármann líklegt að það gæti komið til goss innan næstu tveggja til þriggja ára. „Skjálftakerfi Veðurstofunnar kemur til með að sjá þegar kvikan leggur af stað af krafti upp á yfirborðið þannig við fáum einhvern fyrirvara upp á sólarhring eða tvo.“ Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland birti í gær gervihnattamyndir sem sýna hraða bráðnun á ísnum á Öskjuvatni milli föstudags og laugardags. Á þessum sólarhring stækkaði vökin um fimmtíu hektara - eða því sem nemur um sjötíu fótboltavöllum. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir þróunina hafa haldið áfram. „Við fengum mynd í gær og núna er meira en helmingurinn af vatninu orðinn íslaus og svo er bara íshrafl að mestu. Eina sem er eftir er bara í víkinni við Víti. Þannig að vatnið er eiginlega alveg búið að hreinsa sig.“ Þetta sé augljóst merki um aukinn jarðhita. „Þetta er alveg klárlega merki um að það styttist í að fjallið fari í gang. Það bræðir ísinn og þetta er svo snöggt að það er mjög mikill hiti og kvikan er væntanlega farin að nálgast yfirborðið og kvikuhólfið komið að þrýstimörkum.“ Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2. Hann bendir á að Askja sé búin að vera óróleg frá árinu 2012 og að þróunin hafi verið nokkuð stöðug. Sprungur hafi líklega gliðnað í skjálfta í byrjun febrúar - sem hafi flýtt fyrir bráðnun þar sem vatnið hafi komist í snertingu við heitara berg. Eftir standi spurningin hvort gosið verði lítið basaltgos líkt og voru algeng á tuttugustu öld eða stórt, líkt og varð til dæmis á níjtándu öld. „Rannsóknarleiðangrar frá háskólanum í Cambridge hafa sýnt að það sé mikið magn af kviku undir Öskju sem getur rennt stoðum undir það að það gæti orðið stórt gos. En ef það er stórt og mikið sprengigos er það stutt,“ segir Ármann. Stórt gos hefði fyrst og fremst áhrif á flugumferð en fíngerð aska gæti einnig valdið óþægindum í byggð. Miðað við þróunina telur Ármann líklegt að það gæti komið til goss innan næstu tveggja til þriggja ára. „Skjálftakerfi Veðurstofunnar kemur til með að sjá þegar kvikan leggur af stað af krafti upp á yfirborðið þannig við fáum einhvern fyrirvara upp á sólarhring eða tvo.“
Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent