Björgvin Páll: Stuðningurinn hélt okkur á tánum og gerði útslagið Andri Már Eggertsson skrifar 14. febrúar 2023 22:00 Björgvin Páll Gústavsson var afar ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var frábær í stórkostlegum sex marka sigri Vals 35-29. Björgvin Páll fékk skurð á hendina í síðasta leik en það kom ekki niður á hans leik þar sem hann varði 13 skot og skoraði 2 mörk. „Mér er ekki illt núna en það kemur örugglega á eftir. Þetta gekk frábærlega upp hjá okkur. Ég var í smá brasi með hægra hornið hjá þeim en þessi geðveiki sem fór í gang í vörninni hjá okkur var ólýsanleg,“ sagði Björgvin Páll ánægður með sigurinn. Ramiro Martinez fór á kostum og skoraði átta mörk. Hann klikkaði ekki á skoti þar til hann var tekinn af velli og kom aftur inn á sem var kærkomið fyrir Björgvin. „Á meðan það var bara einn leikmaður að skora þá var þetta í lagi þar sem við héldum öðrum niðri. Þeir spiluðu vel einum fleiri og ég hefði viljað verja fleiri bolta í fyrri hálfleik. Vörnin kom mér í gang og auðveldaði mér lífið og þá fór ég að verja sem skilaði auðveldum mörkum.“ Benidorm spilaði einum fleiri í sókn nánast allan leikinn sem Valur nýttir sér ansi oft með auðveldum mörkum í tómt markið. „Við vorum hálfu skrefi framar og vinnusemin var upp á tíu. Að vera að spila tvo leiki í viku og fá svona vinnusemi er ólýsanlegt.“ Björgvin hrósaði stuðningum sem Valur fékk og að hans mati gerði það útslagið og skilaði sex marka sigri. „Höllin gerði útslagið og að fá stuðninginn þegar við vorum í veseni þá hélt stúkan okkur á tánum og þegar við skoruðum tvö, þrjú mörk yfir allan völlinn fór allt í háaloft. Að fá svona stuðning á heimavelli í Evrópukeppnni er gæsahúðar augnablik.“ „Ef maður horfir upp í stúkuna okkar þá sér maður strætóskýlið og heyrir söngva. Síðan horfir maður bakvið mörkin og þá eru leikmenn í hinum liðunum að klappa fyrir okkur líka og það gefur manni mikla orku að vita að við séum í þessu saman sem er frábært. Ég þakka fyrir allan stuðninginn hvort sem það sé frá Völsurum eða einhverjum öðrum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Sjá meira
„Mér er ekki illt núna en það kemur örugglega á eftir. Þetta gekk frábærlega upp hjá okkur. Ég var í smá brasi með hægra hornið hjá þeim en þessi geðveiki sem fór í gang í vörninni hjá okkur var ólýsanleg,“ sagði Björgvin Páll ánægður með sigurinn. Ramiro Martinez fór á kostum og skoraði átta mörk. Hann klikkaði ekki á skoti þar til hann var tekinn af velli og kom aftur inn á sem var kærkomið fyrir Björgvin. „Á meðan það var bara einn leikmaður að skora þá var þetta í lagi þar sem við héldum öðrum niðri. Þeir spiluðu vel einum fleiri og ég hefði viljað verja fleiri bolta í fyrri hálfleik. Vörnin kom mér í gang og auðveldaði mér lífið og þá fór ég að verja sem skilaði auðveldum mörkum.“ Benidorm spilaði einum fleiri í sókn nánast allan leikinn sem Valur nýttir sér ansi oft með auðveldum mörkum í tómt markið. „Við vorum hálfu skrefi framar og vinnusemin var upp á tíu. Að vera að spila tvo leiki í viku og fá svona vinnusemi er ólýsanlegt.“ Björgvin hrósaði stuðningum sem Valur fékk og að hans mati gerði það útslagið og skilaði sex marka sigri. „Höllin gerði útslagið og að fá stuðninginn þegar við vorum í veseni þá hélt stúkan okkur á tánum og þegar við skoruðum tvö, þrjú mörk yfir allan völlinn fór allt í háaloft. Að fá svona stuðning á heimavelli í Evrópukeppnni er gæsahúðar augnablik.“ „Ef maður horfir upp í stúkuna okkar þá sér maður strætóskýlið og heyrir söngva. Síðan horfir maður bakvið mörkin og þá eru leikmenn í hinum liðunum að klappa fyrir okkur líka og það gefur manni mikla orku að vita að við séum í þessu saman sem er frábært. Ég þakka fyrir allan stuðninginn hvort sem það sé frá Völsurum eða einhverjum öðrum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti