Eignarnámsógn í samningaviðræðum við landeigendur við Þjórsá Anna Björk Hjaltadóttir skrifar 15. febrúar 2023 10:00 Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina. Í svargrein Landsvirkjunar segir: Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Það er rétt að landeigendur nutu aðstoðar lögmanns, lögmanns sem Landsvirkjun greiddi fyrir. Í tilfelli þeirra landeigenda sem birtu opinberu yfirlýsinguna þá var það einmitt lögfræðingur sem var greiddur af Landsvirkjun sem átti að verja hagsmuni landeigenda. Það var þessi lögfræðingur sem ítrekað talaði um það við „skjólstæðinga“ sína að ef þeir semdu ekki við Landsvirkjun þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi. Ég veit ekki hvernig greiðslum til lögfræðingsins var háttað, en svona framkoma hljómar eins og það sé hagur lögfræðingsins að ná fram samningnum. Þetta er aðili sem átti að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna, en var í raun eingöngu að sinna hagsmunum þeirra sem greiddu þóknun hans. Hérna er yfirlýsing landeigenda orðrétt og var birt á Facebook Íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Við landeigendur í Fossnesi og Haga 2 höfum alla tíð verið á móti virkjunarframkvæmdum við Hvammsvirkjun. Ólafur Björnsson var okkar lögfræðingur og treystum við því að hann gætti okkar hagsmuna. Og minnti okkur oft á að ef við gengjum ekki til samninga yrðum við tekin eignanámi, og hefðum þar með lítið um málið að segja. Landsvirkjun borgaði þessum lögfræðing og hafi hann ekki síður verið með hagsmuni Landsvirkjunnar að leiðarljósi og ýtt okkur til samninga, sem voru engan veginn tímabærir. En óháð því hvort samninganefnd Landsvirkjunar hafi passað sig á því að nefna aldrei orðið eignarnám í viðræðum sínum við landeigendur þá hefur þetta alltaf legið fyrir eignarnáms yrði krafist ef ekki yrði samið, ef til framkvæmda kæmi. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa tekið orðið eignarnám sér til munns, t.d. á opinberum fundi í Árnesi þann 8. mars 2022 þegar Kristín Linda Árnadóttir talaði um eignarnám sem hluta af ferlinu. Það er því ekki hægt að kalla þá samninga sem eru gerðir undir eignarnámsógn sem frjálsa samninga. Staðreyndir málsins eru svona: Sveitastjórnir við Þjórsá gerðu það að kröfu að samið yrði við landeigendur áður en skipulagsgögnum yrði breytt fyrir virkjun. Landeigendur vildu ekki semja við Landsvirkjun. Ríkið lánaði Landsvirkjun vatnsréttindin endurgjaldslaust 9. Maí 2007, þremur dögum fyrir kosningar. Tilgangurinn var, að því haft er eftir Árna Matthisen, einn þeirra ráðherra sem skrifuðu undir samninginn við Landsvirkjun, að tryggja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart landeigendum „því annars hefði málið stöðvast“. Ríkisendurskoðun mat samninginn ekki bindandi fyrir ríkissjóð í desember 2007. Landsvirkjun fer, þrátt fyrir úrskurð Ríkisendurskoðunar, af stað í samningaviðræður við landeigendur með eignarnámsógnun í formi vatnsréttinda hangandi yfir viðræðum – jafnvel þó Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar haldi því fram að eignarnám hafi aldrei verið rætt í samningaviðræðunum. Landsvirkjun greiddi fyrir lögfræðing(a) sem átti að vera fulltrúi landeigenda og tryggja hagsmuni þeirra – en þar með búa til tvöfeldni í hagsmunum fyrir lögfræðinginn varðandi þóknun. Varðandi eignarhald Landsvirkjunar á vatnsréttindunum þá þarf óháða og lögfróða aðila til að meta löggildi „eignarréttar“ Landsvirkjunar á vatnsréttindunum. Það dugar ekki að treysta svörum Landsvirkjunar varðandi þetta. Höfundur er Formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina. Í svargrein Landsvirkjunar segir: Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Það er rétt að landeigendur nutu aðstoðar lögmanns, lögmanns sem Landsvirkjun greiddi fyrir. Í tilfelli þeirra landeigenda sem birtu opinberu yfirlýsinguna þá var það einmitt lögfræðingur sem var greiddur af Landsvirkjun sem átti að verja hagsmuni landeigenda. Það var þessi lögfræðingur sem ítrekað talaði um það við „skjólstæðinga“ sína að ef þeir semdu ekki við Landsvirkjun þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi. Ég veit ekki hvernig greiðslum til lögfræðingsins var háttað, en svona framkoma hljómar eins og það sé hagur lögfræðingsins að ná fram samningnum. Þetta er aðili sem átti að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna, en var í raun eingöngu að sinna hagsmunum þeirra sem greiddu þóknun hans. Hérna er yfirlýsing landeigenda orðrétt og var birt á Facebook Íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Við landeigendur í Fossnesi og Haga 2 höfum alla tíð verið á móti virkjunarframkvæmdum við Hvammsvirkjun. Ólafur Björnsson var okkar lögfræðingur og treystum við því að hann gætti okkar hagsmuna. Og minnti okkur oft á að ef við gengjum ekki til samninga yrðum við tekin eignanámi, og hefðum þar með lítið um málið að segja. Landsvirkjun borgaði þessum lögfræðing og hafi hann ekki síður verið með hagsmuni Landsvirkjunnar að leiðarljósi og ýtt okkur til samninga, sem voru engan veginn tímabærir. En óháð því hvort samninganefnd Landsvirkjunar hafi passað sig á því að nefna aldrei orðið eignarnám í viðræðum sínum við landeigendur þá hefur þetta alltaf legið fyrir eignarnáms yrði krafist ef ekki yrði samið, ef til framkvæmda kæmi. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa tekið orðið eignarnám sér til munns, t.d. á opinberum fundi í Árnesi þann 8. mars 2022 þegar Kristín Linda Árnadóttir talaði um eignarnám sem hluta af ferlinu. Það er því ekki hægt að kalla þá samninga sem eru gerðir undir eignarnámsógn sem frjálsa samninga. Staðreyndir málsins eru svona: Sveitastjórnir við Þjórsá gerðu það að kröfu að samið yrði við landeigendur áður en skipulagsgögnum yrði breytt fyrir virkjun. Landeigendur vildu ekki semja við Landsvirkjun. Ríkið lánaði Landsvirkjun vatnsréttindin endurgjaldslaust 9. Maí 2007, þremur dögum fyrir kosningar. Tilgangurinn var, að því haft er eftir Árna Matthisen, einn þeirra ráðherra sem skrifuðu undir samninginn við Landsvirkjun, að tryggja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart landeigendum „því annars hefði málið stöðvast“. Ríkisendurskoðun mat samninginn ekki bindandi fyrir ríkissjóð í desember 2007. Landsvirkjun fer, þrátt fyrir úrskurð Ríkisendurskoðunar, af stað í samningaviðræður við landeigendur með eignarnámsógnun í formi vatnsréttinda hangandi yfir viðræðum – jafnvel þó Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar haldi því fram að eignarnám hafi aldrei verið rætt í samningaviðræðunum. Landsvirkjun greiddi fyrir lögfræðing(a) sem átti að vera fulltrúi landeigenda og tryggja hagsmuni þeirra – en þar með búa til tvöfeldni í hagsmunum fyrir lögfræðinginn varðandi þóknun. Varðandi eignarhald Landsvirkjunar á vatnsréttindunum þá þarf óháða og lögfróða aðila til að meta löggildi „eignarréttar“ Landsvirkjunar á vatnsréttindunum. Það dugar ekki að treysta svörum Landsvirkjunar varðandi þetta. Höfundur er Formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun