Ráðin til Nox Medical Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2023 10:32 Brynja Vignisdóttir, Carlos Teixera, Hlynur Davíð Hlynsson og Ellisif Sigurjónsdóttir. Aðsend Brynja Vignisdóttir, Ellisif Sigurjónsdóttir, Hlynur Davíð Hlynsson, Carlos Teixera og Lisa Spear hafa öll verið ráðin til íslenska hátæknifyfirtækisins Nox Medical. Fyrirtækið framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma en starfsmenn telja nú hátt í níutíu og hefur þeim fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Í tilkynningu kemur fram að Brynja komi til starfa sem sérfræðingur í persónuverndarmálum hjá gæðadeild Nox Medical. „Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Maastricht í Hollandi 2021 þar sem hún nam lögfræði með áherslu á Evrópuréttindi, með sérhæfingu í persónuvernd og upplýsingaöryggismálum. Meðfram námi og eftir útskrift starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi hjá Háskólanum í Maastricht þar sem hún kom að fjölbreyttum verkefnum á sviði persónuverndar. Brynja mun bæði sjá um að veita ráðgjöf og vinna að persónuverndarmálum innan Nox Medical. Hún mun einnig veita ráðgjöf til starfshópa innan fyrirtækisins í samstarfi við rannsóknaraðila og þjónustuverkefni þar sem unnið er með persónuupplýsingar og/eða persónugögn. Ellisif Sigurjónsdóttir kemur til starfa sem markaðssérfræðingur. Ellisif er með tvær meistaragráður í markaðs- og viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri markaðssviðs hjá Ásbirni Ólafssyni þar sem hún stýrði markaðssetningu fjölmargra ólíkra vörumerkja. Hún mun stýra sýnileika og þátttöku Nox Medical í erlendum ráðstefnum og viðburðum auk þess að sjá um framkvæmd og eftirfylgni með markaðsefni og markaðsherferðum fyrirtækisins Hlynur Davíð Hlynsson kemur til starfa sem sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum. Hann lauk nýlega doktorsprófi í gervigreind frá Ruhr-háskólanum í Bochum og var nýdoktor hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í að vinna með læknisfræðileg textagögn. Í starfi sínu hjá Nox Medical mun hann vinna við rannsóknir á klínískum gögnum með það að markmiði að greina heilsufarslegan og fjárhagslegan ávinning af heilbrigðisþjónustu bandarískra systurfyrirtækja Nox Medical - Nox Enterprise og FusionSleep. Carlos Teixera er ráðinn sem sérfræðingur í klínískum rannsóknum. Carlos er með mastersgráðu í taugavísindum og gráðu í líftölfræði á sviði heilbrigðisvísinda. Hann hefur sérhæft sig í kæfisvefni og er núverandi forseti Evrópskra svefntæknifræðingafélagsins. Hjá Nox Medical mun Carlos vinna með læknum og vísindafólki við að birta nýjustu niðurstöður rannsókna á svefni. Einnig mun hann sjá um klíníska þjálfun sölufólks, dreifingaraðila og viðskiptavina Nox Medical ásamt því að styðja við markaðsaðgerðir fyrirtækisins um allan heim. Carlos kemur til Nox Medical frá Philips þar sem hann sinnti sambærilegu hlutverki ásamt því að leiða viðskiptaþróun á svefnmarkaða fyrirtækisins. Lisa Spear kemur til Nox Medical sem samskiptastjóri og textasmiður. Lisa er með meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskólanum og hefur víðtæka reynslu sem blaðamaður og ritstjóri með áherslu á vísindi. Lisa starfaði áður sem aðstoðarritstjóri og blaðamaður hjá tímaritinu Sleep Review Magazine, sem fjallar um nýjustu tækni og vísindi í svefnrannsóknum. Hún hefur einnig skrifað fyrir Newsweek, Newspapers of New England, og TIME magazine,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Fyrirtækið framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma en starfsmenn telja nú hátt í níutíu og hefur þeim fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Í tilkynningu kemur fram að Brynja komi til starfa sem sérfræðingur í persónuverndarmálum hjá gæðadeild Nox Medical. „Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Maastricht í Hollandi 2021 þar sem hún nam lögfræði með áherslu á Evrópuréttindi, með sérhæfingu í persónuvernd og upplýsingaöryggismálum. Meðfram námi og eftir útskrift starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi hjá Háskólanum í Maastricht þar sem hún kom að fjölbreyttum verkefnum á sviði persónuverndar. Brynja mun bæði sjá um að veita ráðgjöf og vinna að persónuverndarmálum innan Nox Medical. Hún mun einnig veita ráðgjöf til starfshópa innan fyrirtækisins í samstarfi við rannsóknaraðila og þjónustuverkefni þar sem unnið er með persónuupplýsingar og/eða persónugögn. Ellisif Sigurjónsdóttir kemur til starfa sem markaðssérfræðingur. Ellisif er með tvær meistaragráður í markaðs- og viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri markaðssviðs hjá Ásbirni Ólafssyni þar sem hún stýrði markaðssetningu fjölmargra ólíkra vörumerkja. Hún mun stýra sýnileika og þátttöku Nox Medical í erlendum ráðstefnum og viðburðum auk þess að sjá um framkvæmd og eftirfylgni með markaðsefni og markaðsherferðum fyrirtækisins Hlynur Davíð Hlynsson kemur til starfa sem sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum. Hann lauk nýlega doktorsprófi í gervigreind frá Ruhr-háskólanum í Bochum og var nýdoktor hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í að vinna með læknisfræðileg textagögn. Í starfi sínu hjá Nox Medical mun hann vinna við rannsóknir á klínískum gögnum með það að markmiði að greina heilsufarslegan og fjárhagslegan ávinning af heilbrigðisþjónustu bandarískra systurfyrirtækja Nox Medical - Nox Enterprise og FusionSleep. Carlos Teixera er ráðinn sem sérfræðingur í klínískum rannsóknum. Carlos er með mastersgráðu í taugavísindum og gráðu í líftölfræði á sviði heilbrigðisvísinda. Hann hefur sérhæft sig í kæfisvefni og er núverandi forseti Evrópskra svefntæknifræðingafélagsins. Hjá Nox Medical mun Carlos vinna með læknum og vísindafólki við að birta nýjustu niðurstöður rannsókna á svefni. Einnig mun hann sjá um klíníska þjálfun sölufólks, dreifingaraðila og viðskiptavina Nox Medical ásamt því að styðja við markaðsaðgerðir fyrirtækisins um allan heim. Carlos kemur til Nox Medical frá Philips þar sem hann sinnti sambærilegu hlutverki ásamt því að leiða viðskiptaþróun á svefnmarkaða fyrirtækisins. Lisa Spear kemur til Nox Medical sem samskiptastjóri og textasmiður. Lisa er með meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskólanum og hefur víðtæka reynslu sem blaðamaður og ritstjóri með áherslu á vísindi. Lisa starfaði áður sem aðstoðarritstjóri og blaðamaður hjá tímaritinu Sleep Review Magazine, sem fjallar um nýjustu tækni og vísindi í svefnrannsóknum. Hún hefur einnig skrifað fyrir Newsweek, Newspapers of New England, og TIME magazine,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira