„Sæmilegar fréttir“ að viðræður eigi sér stað Kjartan Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 15. febrúar 2023 18:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi eflingarfólks í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram klukkan 20:00 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það að deiluaðilar séu saman í húsakynnum sáttasemjara hljóti að teljast sæmilegar fréttir. Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara í deilunni, klukkan níu í morgun. Verkfall vöruflutningabílstjóra og hótelstarfsmanna úr röðum Eflingar hófst í hádeginu. Hlé var gert á fundinum klukkan fimm en til stendur að taka upp þráðinn aftur klukkan átta í kvöld. Eftir að hlé var gert á fundinum hafði Sólveig Anna fá orð um gang viðræðnanna. Það yrði að sjá til hvernig gengi í kvöld. Spurð að því hvort að túlka bæri þá staðreynd að fundað yrði áfram í kvöld sem svo að viðræðurnar gengju betur sagði formaðurinn að það hlytu að vera „sæmilegar fréttir að við séum hér í þessu húsi“. Klippa: Fyrsti eðlilegi dagurinn í deilunni Fyrsta skipti sem „eitthvað eðlilegt“ bíði í deilunni Félagsmálaráðherra skipaði Ástráð settan ríkissáttasemjara í deilunni í gær eftir að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði sig frá henni. Það gerði hann í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki heimild til þess að fá aðgang að kjörskrá Eflingar sem hann sóttist eftir til þess að hægt væri að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu sem hann lagði fram í deilunni. Efling neitaði að afhenda kjörskrána og krafðist þess að Aðalsteinn viki. Sólveig Anna sagðist að sér litist mjög vel á að nýr maður væri nú yfir viðræðunum. „Ég myndi segja að þetta sé fyrsti dagurinn sem eitthvað sem eðlilegt mætti kallast bíður okkar í deilunni,“ sagði hún við fréttamann Stöðvar 2 í húsnæði ríkissáttasemjara. Forsvarsmenn olíufyrirtækja og matvöruverslana hafa varað við því að eldsneytis- og vöruskorts verði fljótt vart ef verkfallið dregst á langinn. Sólveig Anna sagði áhrif verkfallsins mikil enda séu allir fjölmiðlar fullir af fréttum af því. „Af því leiðir að öllum er augljóst að starfsfólks Eflingar er ómissandi fólk. Það hlýtur að setja pressu á menn til þess að gera almennilega kjarasamninga við þetta fólk,“ sagði hún. Undanþágunefnd Eflingar vinnur enn úr beiðnum um undanþágur frá verkfallinu. Sólveig Anna sagði þá yfirferð ganga vel. Beiðnirnar væru margar og starfið tímafrekt. Efling veiti undanþágur vegna mikilvægrar þjónustu sem verði að vera til staðar eins og löggæslu, sjúkraflutninga, slökkviliðs og fleira. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara í deilunni, klukkan níu í morgun. Verkfall vöruflutningabílstjóra og hótelstarfsmanna úr röðum Eflingar hófst í hádeginu. Hlé var gert á fundinum klukkan fimm en til stendur að taka upp þráðinn aftur klukkan átta í kvöld. Eftir að hlé var gert á fundinum hafði Sólveig Anna fá orð um gang viðræðnanna. Það yrði að sjá til hvernig gengi í kvöld. Spurð að því hvort að túlka bæri þá staðreynd að fundað yrði áfram í kvöld sem svo að viðræðurnar gengju betur sagði formaðurinn að það hlytu að vera „sæmilegar fréttir að við séum hér í þessu húsi“. Klippa: Fyrsti eðlilegi dagurinn í deilunni Fyrsta skipti sem „eitthvað eðlilegt“ bíði í deilunni Félagsmálaráðherra skipaði Ástráð settan ríkissáttasemjara í deilunni í gær eftir að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði sig frá henni. Það gerði hann í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki heimild til þess að fá aðgang að kjörskrá Eflingar sem hann sóttist eftir til þess að hægt væri að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu sem hann lagði fram í deilunni. Efling neitaði að afhenda kjörskrána og krafðist þess að Aðalsteinn viki. Sólveig Anna sagðist að sér litist mjög vel á að nýr maður væri nú yfir viðræðunum. „Ég myndi segja að þetta sé fyrsti dagurinn sem eitthvað sem eðlilegt mætti kallast bíður okkar í deilunni,“ sagði hún við fréttamann Stöðvar 2 í húsnæði ríkissáttasemjara. Forsvarsmenn olíufyrirtækja og matvöruverslana hafa varað við því að eldsneytis- og vöruskorts verði fljótt vart ef verkfallið dregst á langinn. Sólveig Anna sagði áhrif verkfallsins mikil enda séu allir fjölmiðlar fullir af fréttum af því. „Af því leiðir að öllum er augljóst að starfsfólks Eflingar er ómissandi fólk. Það hlýtur að setja pressu á menn til þess að gera almennilega kjarasamninga við þetta fólk,“ sagði hún. Undanþágunefnd Eflingar vinnur enn úr beiðnum um undanþágur frá verkfallinu. Sólveig Anna sagði þá yfirferð ganga vel. Beiðnirnar væru margar og starfið tímafrekt. Efling veiti undanþágur vegna mikilvægrar þjónustu sem verði að vera til staðar eins og löggæslu, sjúkraflutninga, slökkviliðs og fleira.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16