Fer með hlutverk Harley Quinn í nýrri mynd um Jókerinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 18:00 Söng- og leikkonan Lady Gaga fer með hlutverk Harley Quinn í nýrri mynd um Jókerinn. Getty/Axelle Söng- og leikkonan Lady Gaga fer með hlutverk sögupersónunnar Harley Quinn í nýrri mynd um illmennið Jókerinn. Gaga birti fyrstu mynd af sér í hlutverkinu á Instagram í gær. Nýja myndin ber nafnið Joker: Folie à Deux og er hún væntanleg á næsta ári. Um er að ræða framhald af Óskarsverðlaunamyndinni Joker sem kom út árið 2019. Í þeirri mynd var það leikarinn Joaquin Phoenix sem fór með hlutverk Jókersins og hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Í nýju myndinni snýr Pheonix aftur í hlutverki Jókersins en Gaga bregður sér í hlutverk Harley Quinn í fyrsta sinn. Hún er þó enginn nýgræðingur í kvikmyndabransanum því hún sló eftirminnilega í gegn í myndinni A Star Is Born og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá fór hún einnig með aðalhlutverk í myndinni House of Gucci árið 2021. Í gær birti Gaga fyrstu mynd af sér í hlutverki Harley Quinn á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) Gleður Robbie að sjá Gaga taka við hlutverkinu Persónan Harley Quinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndaseríunni Batman: The Animated Series árið 1992. Til að byrja með var persónan geðlæknir sem meðhöndlaði Jókerinn á geðveikrahæli en varð ástfangin af honum og endurfæddist sem eitt af illmennum Batman-heimsins. Síðustu ár hefur hlutverk Harley Quinn verið í höndum áströlsku leikkonunnar Margot Robbie sem lék hana í Suicide Squad myndunum tveimur og kvikmyndinni Birds of Pray. Í viðtali við MTV segist Robbie þó vera glöð að sjá Gaga taka við hlutverkinu. „Þetta gleður mig mjög mikið. Eins og ég hef sagt frá upphafi þá vil ég að Harley Quinn verði ein af þessum persónum, eins og Macbeth og Batman, sem gengur frá einum stórleikara til annars,“ sagði Robbie. Margot Robbie fór áður með hlutverk Harley Quinn.IMDB Hildur Guðna sögð semja tónlistina Todd Phillips leikstýrir nýju myndinni rétt eins og þeirri fyrri. Söguþráður myndarinnar er enn ókunnur en það hefur þó verið greint frá því að þetta verði eins konar söngleikur. Því hefur þótt vel við hæfi að fá hina hæfileikaríku Gaga til þess að vera með. Samkvæmt tímaritinu Variety mun okkar eigin Hildur Guðnadóttir sjá um tónlistina í myndinni en hún vann Óskarsverðlaunin svo eftirminnilega fyrir tónlistina í fyrri myndinni. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci. 30. júlí 2021 11:20 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Nýja myndin ber nafnið Joker: Folie à Deux og er hún væntanleg á næsta ári. Um er að ræða framhald af Óskarsverðlaunamyndinni Joker sem kom út árið 2019. Í þeirri mynd var það leikarinn Joaquin Phoenix sem fór með hlutverk Jókersins og hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Í nýju myndinni snýr Pheonix aftur í hlutverki Jókersins en Gaga bregður sér í hlutverk Harley Quinn í fyrsta sinn. Hún er þó enginn nýgræðingur í kvikmyndabransanum því hún sló eftirminnilega í gegn í myndinni A Star Is Born og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá fór hún einnig með aðalhlutverk í myndinni House of Gucci árið 2021. Í gær birti Gaga fyrstu mynd af sér í hlutverki Harley Quinn á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) Gleður Robbie að sjá Gaga taka við hlutverkinu Persónan Harley Quinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndaseríunni Batman: The Animated Series árið 1992. Til að byrja með var persónan geðlæknir sem meðhöndlaði Jókerinn á geðveikrahæli en varð ástfangin af honum og endurfæddist sem eitt af illmennum Batman-heimsins. Síðustu ár hefur hlutverk Harley Quinn verið í höndum áströlsku leikkonunnar Margot Robbie sem lék hana í Suicide Squad myndunum tveimur og kvikmyndinni Birds of Pray. Í viðtali við MTV segist Robbie þó vera glöð að sjá Gaga taka við hlutverkinu. „Þetta gleður mig mjög mikið. Eins og ég hef sagt frá upphafi þá vil ég að Harley Quinn verði ein af þessum persónum, eins og Macbeth og Batman, sem gengur frá einum stórleikara til annars,“ sagði Robbie. Margot Robbie fór áður með hlutverk Harley Quinn.IMDB Hildur Guðna sögð semja tónlistina Todd Phillips leikstýrir nýju myndinni rétt eins og þeirri fyrri. Söguþráður myndarinnar er enn ókunnur en það hefur þó verið greint frá því að þetta verði eins konar söngleikur. Því hefur þótt vel við hæfi að fá hina hæfileikaríku Gaga til þess að vera með. Samkvæmt tímaritinu Variety mun okkar eigin Hildur Guðnadóttir sjá um tónlistina í myndinni en hún vann Óskarsverðlaunin svo eftirminnilega fyrir tónlistina í fyrri myndinni.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci. 30. júlí 2021 11:20 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci. 30. júlí 2021 11:20
Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp