Tjaldsvæðinu í Mosó lokað um óákveðinn tíma Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 11:05 Tjaldsvæðið hefur á undanförnum árum fyrst og síðast verið nýtt af húsbílaeigendum á sumrin og fram í september. Tjaldsvæðið er að finna fyrir aftan gráu skólabygginguna. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur ákveðið að loka tjaldsvæði Mosfellsbæjar á Varmárhóli um óákveðinn tíma. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem tillaga framkvæmdastjóra umhverfissviðs bæjarins var til umræðu. Áður hafði tillagan komið til kasta bæjarráðs sem samþykkti hana. Tjaldsvæði Mosfellsbæjar á Varmárhól hefur verið starfrækt frá árinu 2011. Því var lokað í byrjun sumars 2022 vegna umfangsmikilla framkvæmda við Kvíslarskóla, en tjaldsvæðið er lagnalega tengt skólahúsinu. Fram kemur að tjaldsvæðið hafi á undanförnum árum fyrst og síðast verið nýtt af húsbílaeigendum á sumrin og fram í september. „Hluti endurnýjunar skólans fólst í miklum lagnaframkvæmdum sem urðu þess valdandi að útilokað var að halda tjaldsvæðinu opnu. Óskað er eftir því við bæjarráð að það staðfesti ákvörðun um lokun tjaldsvæðis á Varmárhól og að þeir sem hafa annast umsjón tjaldsvæðisins á Varmárhól verði upplýstir um þá ákvörðun og upplýst verði opinberlaga að tjaldsvæðið á Varmárhól verði lokað um óákveðinn tíma,“ sagði í tillögu framkvæmdastjórans. Framkvæmdir við Kvíslarskóla munu halda áfram á þessu ári og því sé útilokað að tjaldsvæðið opni að nýju á þessu ári. Mögulega tjaldsvæði neðan í Ullarnesgryfjum Í greinargerð segir að í drögum að deiliskipulagi svokallaðs Ævintýragarðs sé gert ráð fyrir mögulegu tjaldsvæði til framtíðar neðar í Ullarnesgryfjum. Staðsetning núverandi tjaldsvæðis og framkvæmd við útfærslu hafi ávallt verið hugsuð til bráðabirgða. „Útfærsla tjaldsvæðis á þeim stað tók mið af því að um bráðabirgða ráðstöfun var að ræða. Mikilvægt er því að mótuð verði stefna um framtíð og staðsetningu tjaldsvæða í Mosfellsbæ og hvort að einkaaðilar séu mögulega betur til þess fallnir að annast slíkan rekstur. Benda má á að nú þegar er tjaldsvæði rekið í Mosskógum í Mosfellsdal,“ segir í greinargerðinni. Mosfellsbær Tjaldsvæði Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem tillaga framkvæmdastjóra umhverfissviðs bæjarins var til umræðu. Áður hafði tillagan komið til kasta bæjarráðs sem samþykkti hana. Tjaldsvæði Mosfellsbæjar á Varmárhól hefur verið starfrækt frá árinu 2011. Því var lokað í byrjun sumars 2022 vegna umfangsmikilla framkvæmda við Kvíslarskóla, en tjaldsvæðið er lagnalega tengt skólahúsinu. Fram kemur að tjaldsvæðið hafi á undanförnum árum fyrst og síðast verið nýtt af húsbílaeigendum á sumrin og fram í september. „Hluti endurnýjunar skólans fólst í miklum lagnaframkvæmdum sem urðu þess valdandi að útilokað var að halda tjaldsvæðinu opnu. Óskað er eftir því við bæjarráð að það staðfesti ákvörðun um lokun tjaldsvæðis á Varmárhól og að þeir sem hafa annast umsjón tjaldsvæðisins á Varmárhól verði upplýstir um þá ákvörðun og upplýst verði opinberlaga að tjaldsvæðið á Varmárhól verði lokað um óákveðinn tíma,“ sagði í tillögu framkvæmdastjórans. Framkvæmdir við Kvíslarskóla munu halda áfram á þessu ári og því sé útilokað að tjaldsvæðið opni að nýju á þessu ári. Mögulega tjaldsvæði neðan í Ullarnesgryfjum Í greinargerð segir að í drögum að deiliskipulagi svokallaðs Ævintýragarðs sé gert ráð fyrir mögulegu tjaldsvæði til framtíðar neðar í Ullarnesgryfjum. Staðsetning núverandi tjaldsvæðis og framkvæmd við útfærslu hafi ávallt verið hugsuð til bráðabirgða. „Útfærsla tjaldsvæðis á þeim stað tók mið af því að um bráðabirgða ráðstöfun var að ræða. Mikilvægt er því að mótuð verði stefna um framtíð og staðsetningu tjaldsvæða í Mosfellsbæ og hvort að einkaaðilar séu mögulega betur til þess fallnir að annast slíkan rekstur. Benda má á að nú þegar er tjaldsvæði rekið í Mosskógum í Mosfellsdal,“ segir í greinargerðinni.
Mosfellsbær Tjaldsvæði Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira