„Heyrirðu hvað þetta er ruglað? Hvað ertu að gera með börn í útlöndum?“ Snorri Másson skrifar 21. febrúar 2023 09:16 Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag að nýju á miðvikudag, þar sem fjallað var um þau óljósu tilmæli frá stofnunum samfélagsins til almennings, að forðast utanlandsferðir. Slíkar ráðstafanir eigi að styrkja gengi krónunnar. Spurt var hvort grundvallarmunur væri á þeirri viðleitni íslenskra yfirvalda að koma í veg fyrir fólksflutninga til Vesturheims á 19. öld og þeirri viðleitni stjórnvalda nú, að varna almennum borgurum vegar út fyrir landsteinana í saklaust frí. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda,“ segir Jakob Birgisson í Íslandi í dag, sem sjá má að ofan.Vísir Jakob segir að vísu bagalegt að stjórnvöld séu búin missa slíka stjórn á efnahagsmálunum að þau þurfi að beina þessum tilmælum til Íslendinga, en að engu að síður séu tilmælin sem slík göfug. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda. Fólk er að fara með börn til útlanda. Ég meina í alvöru. Heyrirðu hvað þetta er ruglað? Hvað ertu að gera með börn í útlöndum? Þau hafa ekkert að gera í útlöndum. Það er vesen að fara með þau. Það er dýrt. Það er ekkert skemmtilegt við það - og börnin hafa raunar ekkert gaman af því sjálf,“ segir Jakob. Jakob tók dæmi af Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra í Skagafirði og lofaði hans nálgun í málefnum utanlandsferða. Í viðtali árið 2019 greindi Þórólfur frá þeirri mögnuðu staðreynd, að hann hafði þá ekki farið til útlanda í fimmtán ár; frá 2004. Ekki stafar kyrrsetan af fjárskorti enda kaupfélagsstjórinn að vænta má sterkefnaður maður. „Ég held að við ættum að taka hann okkur til fyrirmyndar í þessum efnum,“ segir Jakob. Hér er tilvitnun í Þórólf úr Morgunblaðsviðtalinu: „Það á að hvetja til sparnaðar hér, og gott ef þú getur verið búinn að eignast þitt húsnæði um miðjan aldur, til að geta átt það sem varasjóð. Áður var það þannig að fólk útskrifaðist úr skóla og fór beint að vinna, en nú fara allir í sex mánaða heimsreisu. Þetta er ákveðinn flótti frá því að taka þátt í samfélaginu.“ Jakob Birgisson er reglulegur gestur í Íslandi í dag á miðvikudögum á Stöð 2.Vísir Ferðalög Efnahagsmál Ísland í dag Tengdar fréttir Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. 7. desember 2022 12:01 Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. 21. október 2022 23:54 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Spurt var hvort grundvallarmunur væri á þeirri viðleitni íslenskra yfirvalda að koma í veg fyrir fólksflutninga til Vesturheims á 19. öld og þeirri viðleitni stjórnvalda nú, að varna almennum borgurum vegar út fyrir landsteinana í saklaust frí. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda,“ segir Jakob Birgisson í Íslandi í dag, sem sjá má að ofan.Vísir Jakob segir að vísu bagalegt að stjórnvöld séu búin missa slíka stjórn á efnahagsmálunum að þau þurfi að beina þessum tilmælum til Íslendinga, en að engu að síður séu tilmælin sem slík göfug. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda. Fólk er að fara með börn til útlanda. Ég meina í alvöru. Heyrirðu hvað þetta er ruglað? Hvað ertu að gera með börn í útlöndum? Þau hafa ekkert að gera í útlöndum. Það er vesen að fara með þau. Það er dýrt. Það er ekkert skemmtilegt við það - og börnin hafa raunar ekkert gaman af því sjálf,“ segir Jakob. Jakob tók dæmi af Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra í Skagafirði og lofaði hans nálgun í málefnum utanlandsferða. Í viðtali árið 2019 greindi Þórólfur frá þeirri mögnuðu staðreynd, að hann hafði þá ekki farið til útlanda í fimmtán ár; frá 2004. Ekki stafar kyrrsetan af fjárskorti enda kaupfélagsstjórinn að vænta má sterkefnaður maður. „Ég held að við ættum að taka hann okkur til fyrirmyndar í þessum efnum,“ segir Jakob. Hér er tilvitnun í Þórólf úr Morgunblaðsviðtalinu: „Það á að hvetja til sparnaðar hér, og gott ef þú getur verið búinn að eignast þitt húsnæði um miðjan aldur, til að geta átt það sem varasjóð. Áður var það þannig að fólk útskrifaðist úr skóla og fór beint að vinna, en nú fara allir í sex mánaða heimsreisu. Þetta er ákveðinn flótti frá því að taka þátt í samfélaginu.“ Jakob Birgisson er reglulegur gestur í Íslandi í dag á miðvikudögum á Stöð 2.Vísir
Ferðalög Efnahagsmál Ísland í dag Tengdar fréttir Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. 7. desember 2022 12:01 Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. 21. október 2022 23:54 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. 7. desember 2022 12:01
Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. 21. október 2022 23:54