„Erum sterkir andlega þegar á móti blæs“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. febrúar 2023 21:40 Maté Dalmay var ánægður með að hafa náð að vinna ÍR í kvöld Vísir / Hulda Margrét Haukar unnu endurkomusigur á ÍR 88-95. Haukar unnu síðustu tíu mínúturnar með sautján stigum og Maté Dalmay var létt eftir leik. „Þetta var ekki fullkominn leikur en það var gott að vinna þegar maður spilar ekki vel í langan tíma. Það hefur komið fyrir af og til í vetur að ég er ósáttur með að taka sigur í brakinu en við vorum góðir í brakinu í kvöld,“ sagði Maté Dalmay og hélt áfram. „Við vorum allt of langt frá þeim í vörn sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta eftir greinilega ömurlega ræðu frá mér í hálfleik þar sem við komum linari út í seinni hálfleik. Við þurftum tvö leikhlé og fleiri sem Ísak tók til að skerpa á okkar leik. Við hættum að leyfa þeim að velja í hvaða átt þeir færu og á hvaða hönd.“ ÍR tók yfir leikinn í öðrum leikhluta þegar þeir voru sjö stigum undir og unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 31-17. „Ég er ekki búinn að skoða tölfræðina. Mér fannst þeir taka tvö góð áhlaup þar sem Ragnar Örn og Sigvaldi fóru að setja þessa þrista sem Ísak Wíum hefur talað um að væru að skrúfast upp úr allt tímabilið.“ Maté Dalmay var ánægður með fjórða leikhluta sem Haukar unnu með sautján stigum. „Darwin Davis setti liðið á bakið. Daniel Mortensen átti sérstakan leik, hann er að fara til Köben á morgun og kannski var hann farinn að pakka í hausnum. Daniel klikkaði á þremur vítum í kvöld en fyrir leik hafði hann aðeins klikkað á einu víti. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn að þetta væri leikur sem við værum að fara tapa. En við erum sterkir andlega þegar á móti blæs.“ Næst á dagskrá er landsleikjahlé og Maté Dalmay kom inn á það að Mortensen væri að fara til Kaupmannahafnar og hvatti sem flesta til að skjótast erlendis enda sjálfur að fara til Tenerife á morgun. „Ég ætla að henda mér út í fimm daga og hvet strákana til að gera það sama í fimm daga og síðan mætum við ferskir en sumir aðeins seinna sem eru að fara í landsliðsverkefni og koma seinna inn.“ En hefði Maté farið hefðu Haukar tapað í kvöld? „Ég var búinn að hugsa hvað í fjandanum geri ég ef við töpum. Ég veit það ekki, ég hefði allavega verið mjög önugur úti,“ sagði Maté Dalmay léttur að lokum. Haukar Subway-deild karla ÍR Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
„Þetta var ekki fullkominn leikur en það var gott að vinna þegar maður spilar ekki vel í langan tíma. Það hefur komið fyrir af og til í vetur að ég er ósáttur með að taka sigur í brakinu en við vorum góðir í brakinu í kvöld,“ sagði Maté Dalmay og hélt áfram. „Við vorum allt of langt frá þeim í vörn sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta eftir greinilega ömurlega ræðu frá mér í hálfleik þar sem við komum linari út í seinni hálfleik. Við þurftum tvö leikhlé og fleiri sem Ísak tók til að skerpa á okkar leik. Við hættum að leyfa þeim að velja í hvaða átt þeir færu og á hvaða hönd.“ ÍR tók yfir leikinn í öðrum leikhluta þegar þeir voru sjö stigum undir og unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 31-17. „Ég er ekki búinn að skoða tölfræðina. Mér fannst þeir taka tvö góð áhlaup þar sem Ragnar Örn og Sigvaldi fóru að setja þessa þrista sem Ísak Wíum hefur talað um að væru að skrúfast upp úr allt tímabilið.“ Maté Dalmay var ánægður með fjórða leikhluta sem Haukar unnu með sautján stigum. „Darwin Davis setti liðið á bakið. Daniel Mortensen átti sérstakan leik, hann er að fara til Köben á morgun og kannski var hann farinn að pakka í hausnum. Daniel klikkaði á þremur vítum í kvöld en fyrir leik hafði hann aðeins klikkað á einu víti. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn að þetta væri leikur sem við værum að fara tapa. En við erum sterkir andlega þegar á móti blæs.“ Næst á dagskrá er landsleikjahlé og Maté Dalmay kom inn á það að Mortensen væri að fara til Kaupmannahafnar og hvatti sem flesta til að skjótast erlendis enda sjálfur að fara til Tenerife á morgun. „Ég ætla að henda mér út í fimm daga og hvet strákana til að gera það sama í fimm daga og síðan mætum við ferskir en sumir aðeins seinna sem eru að fara í landsliðsverkefni og koma seinna inn.“ En hefði Maté farið hefðu Haukar tapað í kvöld? „Ég var búinn að hugsa hvað í fjandanum geri ég ef við töpum. Ég veit það ekki, ég hefði allavega verið mjög önugur úti,“ sagði Maté Dalmay léttur að lokum.
Haukar Subway-deild karla ÍR Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira