Alls ekki auðveld ákvörðun að fresta aðgerðum Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. febrúar 2023 22:16 Sólveig Anna Jónsdóttir vonast eftir því að nú hefjist raunverulegar viðræður. Vísir/Sigurjón Formaður Eflingar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins. Ákvörðunin sé þó útpæld og nú er búist við „raunverulegum kjarasamningsviðræðum“. Í kvöld tilkynnti ríkissáttasemjari að Efling og Samtök atvinnulífsins (SA), hafi komist að samkomulagi um að verkfallsaðgerðum Eflingar yrði frestað og kjarasamningsviðræður færu almennilega í gang. Næst funda fulltrúar beggja aðila á morgun klukkan tíu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að það að starfsmenn í Eflingu hafi lagt niður störf hafi leitt til þess að loksins hafi eitthvað farið af stað sem hægt sé að kalla „alvöru kjarasamningsviðræður“. „Það sem ég er tilbúin til þess að segja er að samninganefnd Eflingar tekur þessa ákvörðun ekki að illa athuguðu máli. Þetta er ekki auðveld ákvörðun fyrir okkur að taka og við komumst að þessari niðurstöðu því við trúum því að mögulega séum við hér að fara að eyða næstu dögum í eitthvað uppbyggilegt og gagnlegt sem mögulega skilar okkur góðum kjarasamningum,“ segir Sólveig. Verkfallsfrestunin gildir til miðnættis á sunnudag. Aðspurð hvort þrír dagar dugi til þess að komast að niðurstöðu segir Sólveig að ef raunverulegur samningsvilji sé hjá báðum aðilum eigi tíminn að duga. Mikil fagnaðarlæti heyrðust frá samninganefnd Eflingar nokkrum sinnum í kvöld á meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu fundar Eflingar og SA. Sólveig segir þau ekki hafa tengst niðurstöðunni. „Samninganefnd Eflingar er mjög samhentur hópur sem reynir, jafnvel í erfiðum aðstæðum, að hafa gaman. Fólk hefur verið að klappa yfir einhverju sem það þótti þess virði að klappa fyrir. Ég var ekki viðstödd klappið þannig ég veit ekki alveg hvað það var en þau hafa haft mjög góða ástæðu. Það er ég alveg sannfærð um,“ segir Sólveig. Hún trúir því að nú muni samningaviðræður komast á skrið og mætir hún á morgun fullvilja til þess að hefja mikla vinnu við að leiða það til lykta. „Ég vona að þessi ákvörðun sem við tókum, þessi risastóra og auðvitað erfiða ákvörðun, færi okkur eitthvað gott og uppbyggilegt,“ segir Sólveig. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Í kvöld tilkynnti ríkissáttasemjari að Efling og Samtök atvinnulífsins (SA), hafi komist að samkomulagi um að verkfallsaðgerðum Eflingar yrði frestað og kjarasamningsviðræður færu almennilega í gang. Næst funda fulltrúar beggja aðila á morgun klukkan tíu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að það að starfsmenn í Eflingu hafi lagt niður störf hafi leitt til þess að loksins hafi eitthvað farið af stað sem hægt sé að kalla „alvöru kjarasamningsviðræður“. „Það sem ég er tilbúin til þess að segja er að samninganefnd Eflingar tekur þessa ákvörðun ekki að illa athuguðu máli. Þetta er ekki auðveld ákvörðun fyrir okkur að taka og við komumst að þessari niðurstöðu því við trúum því að mögulega séum við hér að fara að eyða næstu dögum í eitthvað uppbyggilegt og gagnlegt sem mögulega skilar okkur góðum kjarasamningum,“ segir Sólveig. Verkfallsfrestunin gildir til miðnættis á sunnudag. Aðspurð hvort þrír dagar dugi til þess að komast að niðurstöðu segir Sólveig að ef raunverulegur samningsvilji sé hjá báðum aðilum eigi tíminn að duga. Mikil fagnaðarlæti heyrðust frá samninganefnd Eflingar nokkrum sinnum í kvöld á meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu fundar Eflingar og SA. Sólveig segir þau ekki hafa tengst niðurstöðunni. „Samninganefnd Eflingar er mjög samhentur hópur sem reynir, jafnvel í erfiðum aðstæðum, að hafa gaman. Fólk hefur verið að klappa yfir einhverju sem það þótti þess virði að klappa fyrir. Ég var ekki viðstödd klappið þannig ég veit ekki alveg hvað það var en þau hafa haft mjög góða ástæðu. Það er ég alveg sannfærð um,“ segir Sólveig. Hún trúir því að nú muni samningaviðræður komast á skrið og mætir hún á morgun fullvilja til þess að hefja mikla vinnu við að leiða það til lykta. „Ég vona að þessi ákvörðun sem við tókum, þessi risastóra og auðvitað erfiða ákvörðun, færi okkur eitthvað gott og uppbyggilegt,“ segir Sólveig.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04