Kjaradeila SA og Eflingar um lágmarkslaun í velsældarsamfélaginu Íslandi Helga Ingólfsdóttir skrifar 18. febrúar 2023 10:58 Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli. Við búum við velsæld á Íslandi Hvers vegna þurfa félagar í Eflingu að berjast svona hatrammlega fyrir betri kjörum í því velsældarsamfélagi sem við búum í, kjörum sem ættu að vera eðlileg og sjálfsögð? Fyrir liggur að viðsemjendur félagsins eru fulltrúar atvinnugreina sem skila góðum hagnaði og því er krafan ekki að setja þessar starfsgreinar á hliðina. Harkan í þessum viðræðum á sér dýpri rætur og virðist snúa að öðrum þáttum eins og því hverjir raunverulega stjórna og leggja megin línurnar í samfélaginu okkar. Umræðunni er svo stundum viljandi snúið á hvolf þar sem hún er meðal annars persónugerð og röngum eða villandi staðreyndum haldið fram. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi. Þetta er staðreynd sem flestir eru sammála en þó eru einhverjir sem telja að stéttarfélögin ráði of miklu. Þegar litið er til þess víðtæka hlutverks sem stéttarfélög gegna fyrir félagsmenn og samfélagið allt mætti þó alveg eins segja að þau ráði of litlu. Helstu framfarir og kjarabætur sem við öll njótum góðs af hafa að mestu leyti áunnist í gegnum baráttu stéttarfélaga, oft tengslum við kjaraviðræður á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna þau mikilvægu réttindi sem atvinnuleysistryggingar eru, orlofsréttindi, sjúkrabætur, fæðingarorlof, stytting vinnuvikunnar og svo mætti lengi telja. Ísland er ríkt land í öllum samanburði Þess vegna berum við öll saman ábyrgð á því að tryggja að lágmarkslaun í landinu séu með þeim hætti að unnt sé að framfleyta sér á þeim og njóta lágmarks lífsgæða í okkar góða samfélagi. Fyrir liggja félagsfræðilegar greiningar á því hvar mörkin þurfa að vera og rannsóknir Vörðu og fleiri aðila sem hafa skoðað kjör láglaunastétta sýna að það er okkar allra hagur að lágmarkslaun séu ekki undir framfærsluviðmiðum þar sem það hefur viðvarandi neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og starfsaldur. Kjaradeilan sem nú stendur yfir milli Eflingar og SA virðist á köflum vera hörð en eldri og reyndari verkalýðsforingjar muna örugglega harðari deilur. Þessi kjaradeila verður vonandi lærdómur fyrir okkur öll sem koma að kjaraviðræðum um að vanda betur til verka þannig að enginn þurfi á Íslandi að standa úti á götu með mótmælaspjöld til þess að ná eyrum ráðamanna og almennings vegna baráttu sinnar fyrir þeim sjálfsögðu og eðlilegu réttindum að gefa framfleytt sér á launum fyrir fulla vinnu. Við eigum að vera komin lengra á veg en svo. Höfundur er stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli. Við búum við velsæld á Íslandi Hvers vegna þurfa félagar í Eflingu að berjast svona hatrammlega fyrir betri kjörum í því velsældarsamfélagi sem við búum í, kjörum sem ættu að vera eðlileg og sjálfsögð? Fyrir liggur að viðsemjendur félagsins eru fulltrúar atvinnugreina sem skila góðum hagnaði og því er krafan ekki að setja þessar starfsgreinar á hliðina. Harkan í þessum viðræðum á sér dýpri rætur og virðist snúa að öðrum þáttum eins og því hverjir raunverulega stjórna og leggja megin línurnar í samfélaginu okkar. Umræðunni er svo stundum viljandi snúið á hvolf þar sem hún er meðal annars persónugerð og röngum eða villandi staðreyndum haldið fram. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi. Þetta er staðreynd sem flestir eru sammála en þó eru einhverjir sem telja að stéttarfélögin ráði of miklu. Þegar litið er til þess víðtæka hlutverks sem stéttarfélög gegna fyrir félagsmenn og samfélagið allt mætti þó alveg eins segja að þau ráði of litlu. Helstu framfarir og kjarabætur sem við öll njótum góðs af hafa að mestu leyti áunnist í gegnum baráttu stéttarfélaga, oft tengslum við kjaraviðræður á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna þau mikilvægu réttindi sem atvinnuleysistryggingar eru, orlofsréttindi, sjúkrabætur, fæðingarorlof, stytting vinnuvikunnar og svo mætti lengi telja. Ísland er ríkt land í öllum samanburði Þess vegna berum við öll saman ábyrgð á því að tryggja að lágmarkslaun í landinu séu með þeim hætti að unnt sé að framfleyta sér á þeim og njóta lágmarks lífsgæða í okkar góða samfélagi. Fyrir liggja félagsfræðilegar greiningar á því hvar mörkin þurfa að vera og rannsóknir Vörðu og fleiri aðila sem hafa skoðað kjör láglaunastétta sýna að það er okkar allra hagur að lágmarkslaun séu ekki undir framfærsluviðmiðum þar sem það hefur viðvarandi neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og starfsaldur. Kjaradeilan sem nú stendur yfir milli Eflingar og SA virðist á köflum vera hörð en eldri og reyndari verkalýðsforingjar muna örugglega harðari deilur. Þessi kjaradeila verður vonandi lærdómur fyrir okkur öll sem koma að kjaraviðræðum um að vanda betur til verka þannig að enginn þurfi á Íslandi að standa úti á götu með mótmælaspjöld til þess að ná eyrum ráðamanna og almennings vegna baráttu sinnar fyrir þeim sjálfsögðu og eðlilegu réttindum að gefa framfleytt sér á launum fyrir fulla vinnu. Við eigum að vera komin lengra á veg en svo. Höfundur er stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun