Sigurður segir Phoenix í dauðafæri og klárlega líklegast í vestrinu Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 16:31 Kevin Durant hefur verið kynntur til leiks hjá Phoenix Suns en þó ekki spilað fyrir liðið vegna meiðsla. Getty Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars rætt um lið Phoenix Suns og möguleika þess í NBA-deildinni í körfubolta eftir komu Kevins Durant frá Brooklyn Nets. Durant fór yfir til Phoenix fyrr í þessu mánuði en á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið vegna meiðsla. Phoenix er í 5. sæti vesturdeildarinnar með 32 sigra og 28 töp, en að mati sérfræðinganna í Lögmálum leiksins er liðið núna orðið líklegast til afreka í vor, af liðunum í vesturdeildinni. „Það er auðvelt að búa til mismunandi „line-up“ þarna vegna þess að Kevin Durant og Devin Booker þurfa ekkert rosalega mikla hjálp til að skora, og fáir eru betri til að finna mennina en Chris Paul. Og eins og við töluðum um Kyrie Irving og Luka Doncic [hjá Dallas Mavericks], sem standa, dripla og fara, þá eru Durant og Booker báðir leikmenn sem bara grípa og fara. Þeir munu alveg leyfa Chris Paul að dripla boltanum meirihlutann af tímanum. Þannig að allir fá að gera það sem þeir vilja,“ segir Sigurður Orri Kristjánsson í þættinum sem sýndur verður í kvöld. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Phoenix „Ég heyrði Kevin Durant í viðtali fyrir stjörnuleikinn segja að þeir Chris Paul hefðu oft talað um það hvernig væri að spila saman. Þó að það sé sirka áratugur síðan þá held ég að þeir séu í dauðafæri. Ég held að þetta Phoenix-lið sé klár „favourite“ í vestrinu,“ segir Sigurður. Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 20 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Fleiri fréttir Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira
Durant fór yfir til Phoenix fyrr í þessu mánuði en á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið vegna meiðsla. Phoenix er í 5. sæti vesturdeildarinnar með 32 sigra og 28 töp, en að mati sérfræðinganna í Lögmálum leiksins er liðið núna orðið líklegast til afreka í vor, af liðunum í vesturdeildinni. „Það er auðvelt að búa til mismunandi „line-up“ þarna vegna þess að Kevin Durant og Devin Booker þurfa ekkert rosalega mikla hjálp til að skora, og fáir eru betri til að finna mennina en Chris Paul. Og eins og við töluðum um Kyrie Irving og Luka Doncic [hjá Dallas Mavericks], sem standa, dripla og fara, þá eru Durant og Booker báðir leikmenn sem bara grípa og fara. Þeir munu alveg leyfa Chris Paul að dripla boltanum meirihlutann af tímanum. Þannig að allir fá að gera það sem þeir vilja,“ segir Sigurður Orri Kristjánsson í þættinum sem sýndur verður í kvöld. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Phoenix „Ég heyrði Kevin Durant í viðtali fyrir stjörnuleikinn segja að þeir Chris Paul hefðu oft talað um það hvernig væri að spila saman. Þó að það sé sirka áratugur síðan þá held ég að þeir séu í dauðafæri. Ég held að þetta Phoenix-lið sé klár „favourite“ í vestrinu,“ segir Sigurður. Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 20 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Fleiri fréttir Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira